Button telur sigur skerpa einbeitingu og sannfæringu liðsmanna McLaren 23. júní 2011 15:51 Sebastian Vettel og Jenson Button á verðlaunapallinum í síðustu keppni, en Button fagnaði sigri eftir að hafa farið framúr Vettel í síðasta hring. AP mynd: The Canadian Press/Paul Chiasson Jenson Button hjá McLaren vann síðustu Formúlu 1 keppni sem var í Kanada og segist hafa fengið frí vikuna eftir mótið sem hafi gefið honum tækifæri að rifja upp jákvæðar minningar frá brjálaðri helgi eins og hann orðaði það í fréttatilkynningu frá McLaren fyrir næstu keppni. Næsta keppni verður á götubrautinni í Valencia á Spáni um helgina og þar mætir Button með liðsfélaga sínum Lewis Hamilton og félögum hjá McLaren. „Ég get ekki sagt það að sigra í Montreal hafi fært mér meiri hvatningu, því að ég var þegar skuldbundinn því að leggja mig allan fram. Hann þetta mun skerpa á einbeitingu og sannfæringu allra í liðinu. Við höfum sannað að við getum sótt að og unnið Sebastian (Vettel) og getum barist um meistaratitilinn", sagði Button. „Ég hlakka til mótsins í Valencia. Mér gekk vel þar í fyrra og brautin hefur svipaða eiginleika og Montreal og Mónakó, þannig að ég er viss um að ég verði samkeppnisfær á ný. Galdurinn verður að sýna nóga góða frammistöðu í keppninni, til að bæta upp mögulega erfiðleika í tímatökunni. Það er erfitt að fara framúr og þó það verði DRS svæði (þar sem má opna afturvænginn), þá mun það ekki auðvelda hlutina á meðan mótinu stendur", sagði Button. Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu keppni eftir árekstur í við Button og í mótinu þar á undan náði hann í átta stig. „Þessi tvö mót voru svekkjandi fyrir mig, af því við sýndum að við höfum hraðann til að vinna í báðum mótum, en ég náði aðeins átta stigum. En ég er samt ánægður að Jenson ók frábærlega til sigurs í Kanada, eftir að hafa verið óheppinn í Mónakó. Hann átti þennan árangur skilinn og þetta eru frábær úrslit fyrir liðið líka", sagði Hamilton. „Mér hefur alltaf gengið vel í Valencia og hef náð öðru sæti í öllum mótum þar og finnst gaman að sækja á brautinni. Þetta er erfið braut sem veitir engan grið, en það mun ekki hindra mig, því ég er mjög áhugasamur að komast á brautina á ný og ná í stig. Þetta verður þriðja götumótið í röð og vonandi get ég snúið við því óláni sem ég upplifði í tveimur síðustu mótum." „Við höfum að öllum líkindum verið með fljótasta bílinn í síðustu þremur mótum og það er hvetjandi, því ég veit að þegar það er nýtt að þá ættum við að geta lokið keppni í fremstu röð. Það er mitt markmið um næstu helgi", sagði Hamilton. Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button hjá McLaren vann síðustu Formúlu 1 keppni sem var í Kanada og segist hafa fengið frí vikuna eftir mótið sem hafi gefið honum tækifæri að rifja upp jákvæðar minningar frá brjálaðri helgi eins og hann orðaði það í fréttatilkynningu frá McLaren fyrir næstu keppni. Næsta keppni verður á götubrautinni í Valencia á Spáni um helgina og þar mætir Button með liðsfélaga sínum Lewis Hamilton og félögum hjá McLaren. „Ég get ekki sagt það að sigra í Montreal hafi fært mér meiri hvatningu, því að ég var þegar skuldbundinn því að leggja mig allan fram. Hann þetta mun skerpa á einbeitingu og sannfæringu allra í liðinu. Við höfum sannað að við getum sótt að og unnið Sebastian (Vettel) og getum barist um meistaratitilinn", sagði Button. „Ég hlakka til mótsins í Valencia. Mér gekk vel þar í fyrra og brautin hefur svipaða eiginleika og Montreal og Mónakó, þannig að ég er viss um að ég verði samkeppnisfær á ný. Galdurinn verður að sýna nóga góða frammistöðu í keppninni, til að bæta upp mögulega erfiðleika í tímatökunni. Það er erfitt að fara framúr og þó það verði DRS svæði (þar sem má opna afturvænginn), þá mun það ekki auðvelda hlutina á meðan mótinu stendur", sagði Button. Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu keppni eftir árekstur í við Button og í mótinu þar á undan náði hann í átta stig. „Þessi tvö mót voru svekkjandi fyrir mig, af því við sýndum að við höfum hraðann til að vinna í báðum mótum, en ég náði aðeins átta stigum. En ég er samt ánægður að Jenson ók frábærlega til sigurs í Kanada, eftir að hafa verið óheppinn í Mónakó. Hann átti þennan árangur skilinn og þetta eru frábær úrslit fyrir liðið líka", sagði Hamilton. „Mér hefur alltaf gengið vel í Valencia og hef náð öðru sæti í öllum mótum þar og finnst gaman að sækja á brautinni. Þetta er erfið braut sem veitir engan grið, en það mun ekki hindra mig, því ég er mjög áhugasamur að komast á brautina á ný og ná í stig. Þetta verður þriðja götumótið í röð og vonandi get ég snúið við því óláni sem ég upplifði í tveimur síðustu mótum." „Við höfum að öllum líkindum verið með fljótasta bílinn í síðustu þremur mótum og það er hvetjandi, því ég veit að þegar það er nýtt að þá ættum við að geta lokið keppni í fremstu röð. Það er mitt markmið um næstu helgi", sagði Hamilton.
Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira