Alonso: Erfitt að brúa bilið í Vettel 8. júlí 2011 09:01 Fernando Alonso á Ferrari er í fimmta sæti í stigamóti ökumanna AP mynd: Fernando Hernandez Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari stefnir á sigur í einstökum mótum á árinu, en telur að vandasamt fyrir ökumenn að skáka Sebastian Vettel ökumanni Red Bull í stigamótinu, nema Vettel geri mistök. Vettel er með 77 stiga forskot á Jenson Button hjá McLaren í stigamóti ökumanna, en Alonso er í fimmta sæti í stigamótinu, 99 stigum á eftir Vettel. Formúlu 1 mót er á Silverstone um helgina og fyrstu tvær æfingarnar á föstudag. „Við verðum að bíða og sjá hvort McLaren eða Ferrari er með endurbætur í bílnum til að sjá hvort við getum keppt við Red Bull", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Alonso telur að Vettel hefði mögulega geta unnið átta mót af átta sem lokið er á árinu, en hann gerði mistök í Kanada og Alonso taldi hann hafa verið varkáran í Kína, en hann var í öðru sæti í þessum tveimur mótum. Alonso telur Vettel í yfirburðarstöðu, eins og þegar Michael Schumacher hafði yfirburði árið 2004. „Það er erfitt að keppa á þennan hátt og erfitt að hugsa sér að hægt sé að vinna Vettel, án þess að bíll okkar verði betri og sama má segja um McLaren, hvað Jenson og Lewis (Hamilton) varðar. Vonandi getum við breytt gangi mála hérna á Silverstone og það er alltaf löngun til að sigra hvert mót, en við þurfum framfaraskref. „Á sama tíma þarf Vettel að gera mistök til að við getum minnkað bilið, án þeirra verður erfitt að brúa bilið í Vettel. Hann verður að gera mistök, ef við eigum að eiga glætu og við sáum í Kanada og Kína að slíkt getur gerst. Við þurfum að einbeita okkur og reyna að vinna hvert mót, jafnvel þó við vitum að það sé erfitt", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari stefnir á sigur í einstökum mótum á árinu, en telur að vandasamt fyrir ökumenn að skáka Sebastian Vettel ökumanni Red Bull í stigamótinu, nema Vettel geri mistök. Vettel er með 77 stiga forskot á Jenson Button hjá McLaren í stigamóti ökumanna, en Alonso er í fimmta sæti í stigamótinu, 99 stigum á eftir Vettel. Formúlu 1 mót er á Silverstone um helgina og fyrstu tvær æfingarnar á föstudag. „Við verðum að bíða og sjá hvort McLaren eða Ferrari er með endurbætur í bílnum til að sjá hvort við getum keppt við Red Bull", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Alonso telur að Vettel hefði mögulega geta unnið átta mót af átta sem lokið er á árinu, en hann gerði mistök í Kanada og Alonso taldi hann hafa verið varkáran í Kína, en hann var í öðru sæti í þessum tveimur mótum. Alonso telur Vettel í yfirburðarstöðu, eins og þegar Michael Schumacher hafði yfirburði árið 2004. „Það er erfitt að keppa á þennan hátt og erfitt að hugsa sér að hægt sé að vinna Vettel, án þess að bíll okkar verði betri og sama má segja um McLaren, hvað Jenson og Lewis (Hamilton) varðar. Vonandi getum við breytt gangi mála hérna á Silverstone og það er alltaf löngun til að sigra hvert mót, en við þurfum framfaraskref. „Á sama tíma þarf Vettel að gera mistök til að við getum minnkað bilið, án þeirra verður erfitt að brúa bilið í Vettel. Hann verður að gera mistök, ef við eigum að eiga glætu og við sáum í Kanada og Kína að slíkt getur gerst. Við þurfum að einbeita okkur og reyna að vinna hvert mót, jafnvel þó við vitum að það sé erfitt", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira