Hamilton: Einn besti breski kappakstur allra tíma 11. júlí 2011 11:14 Lewis Hamilton hjá McLaren varð fjórði á Silverstone brautinni í gær. AP mynd: Tom Hevezi Lewis Hamilton hjá McLaren var í hörkubaráttu um verðlaunasæti um tíma í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Undir lokin barðist hann við Felipe Massa á Ferrari um fjórða sætið allt til loka og munaði aðeins 0.024 úr sekúndu á þeim í endamarkinu. Var harður slagur á milli þeirra í síðustu beygjunni í síðasta hringnum og Hamilton hafði betur. Hamilton var tíundi á ráslínu og vann sig upp listann og var í baráttu um verðlaunasæti um tíma, en fékk skipun frá McLaren liðinu á lokasprettinum að hægja á þar sem bíll hans hafði ekki nægt bensín um borð. „Í lokin þá varð ég að spara bensín, slá af á köflum og það þýðir að bremsurnar kólna og þess vegna var ég alltaf að læsa hjólum. Það gerði það að Mark (Webber á Red Bull) komst framhjá mér og ég þurfti að verja stöðuna gagnvart Felipe (Massa) í lokahringjunum", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren eftir mótið en Hamilton var á undan Massa í síðasta hringnum. „Í síðasta hringnum fékk ég skipun frá liðinu að keyra eins hratt og ég mögulega gæti, en Felipe hafði þá minnkað muninn á milli okkar, þannig að það var erfitt að verjast. Síðasta hringinn var mjótt á munum. Í síðstu beygjunnoi ók ég í innanverðri beygjunni og bremsaði eins kröftulega og ég gat. Sem betur fer komust við báðir í gegnum beygjuna og ég rétt marði að vera á undan í endmark". „Stuðningurinn sem ég fékk þegar ég kom yfir endmarkslínuna var eins og ég hefði unnið mótið og ég vil því þakka öllum. Í raun hafa áhorfendur verið frábærir alla helgina. Ég hef aldrei séð svona mikið af fólki á Silverstone og ég fann fyrir hvatningu þeirra. Ég held að þetta hafi verið einn besti breski kappakstur allra tíma og ég er þegar farinn að hlakka til að mæta aftur á næsta ári", sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren var í hörkubaráttu um verðlaunasæti um tíma í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Undir lokin barðist hann við Felipe Massa á Ferrari um fjórða sætið allt til loka og munaði aðeins 0.024 úr sekúndu á þeim í endamarkinu. Var harður slagur á milli þeirra í síðustu beygjunni í síðasta hringnum og Hamilton hafði betur. Hamilton var tíundi á ráslínu og vann sig upp listann og var í baráttu um verðlaunasæti um tíma, en fékk skipun frá McLaren liðinu á lokasprettinum að hægja á þar sem bíll hans hafði ekki nægt bensín um borð. „Í lokin þá varð ég að spara bensín, slá af á köflum og það þýðir að bremsurnar kólna og þess vegna var ég alltaf að læsa hjólum. Það gerði það að Mark (Webber á Red Bull) komst framhjá mér og ég þurfti að verja stöðuna gagnvart Felipe (Massa) í lokahringjunum", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren eftir mótið en Hamilton var á undan Massa í síðasta hringnum. „Í síðasta hringnum fékk ég skipun frá liðinu að keyra eins hratt og ég mögulega gæti, en Felipe hafði þá minnkað muninn á milli okkar, þannig að það var erfitt að verjast. Síðasta hringinn var mjótt á munum. Í síðstu beygjunnoi ók ég í innanverðri beygjunni og bremsaði eins kröftulega og ég gat. Sem betur fer komust við báðir í gegnum beygjuna og ég rétt marði að vera á undan í endmark". „Stuðningurinn sem ég fékk þegar ég kom yfir endmarkslínuna var eins og ég hefði unnið mótið og ég vil því þakka öllum. Í raun hafa áhorfendur verið frábærir alla helgina. Ég hef aldrei séð svona mikið af fólki á Silverstone og ég fann fyrir hvatningu þeirra. Ég held að þetta hafi verið einn besti breski kappakstur allra tíma og ég er þegar farinn að hlakka til að mæta aftur á næsta ári", sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira