Breivik óttast kvenfrelsi Erla Hlynsdóttir skrifar 27. júlí 2011 10:43 Stelpurnar í Sex and the city eru slæmar fyrirmyndir, að mati Breivik Sjónvarpsþættirnir Sex and the City og áhrif þeirra á vestrænt samfélag eru norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik afar hugleikin, ef marka má stefnuyfirlýsinguna hans svokölluðu. Þar lýsir hann yfir áhyggjum sínum vegna aukins frjálsræðis í kynlífi og sjálfstæði kvenna í hinum vestræna heimi sem leiði til þess að fæðingartíðni fer lækkandi. Breivik tengir þetta þeim hugmyndum sínum um að múslimar taki Evrópu yfir á næstu áratugum, meðal annars vegna þess að hjá þeim er fæðingartíðnin hærri. Hann lítur svo á að femínismi hafi náð yfirráðum í samfélaginu og leggur áherslu á að endurreisa feðraveldið. Ein þeirra „lausna" sem Breivik leggur til er að hverfa aftur til fortíðar með því að takmarka notkun getnaðarvarna vestrænna kvenna, banna fóstureyðingar, koma í veg fyrir að konur mennti sig vel og tryggja að framleitt sé afþreyingarefni, sjónvarpsþættir og kvikmyndir, þar sem staða konunnar sem húsmóður er sýnd í jákvæðu ljósi. Breivik skrifar nokkuð um það sem hann kallar Sex and the city-lífsstílinn sem sé eyðileggjandi fyrir vestrænt samfélag og hin hefðbundnu fjölskyldugildi. Fyrirmyndirnar í þáttunum, auk listakvenna á borð við Madonnu og Lady Gaga, hvetja að hans mati til lauslætis sem síðan leiði til aukinnar útbreiðslu kynsjúkdóma. „Ég ætla ekki að láta eins og hræsnari og þykjast ekki hafa sjálfur orðið fyrir áhrifum af þessum dæmigerða Sex and the city-lífsstíl," skrifar hann. Breivik segist sjálfur hafa iðkað hann um tíma og það geri bæði vinir hans og fjölskyldumeðlimir. Nú hafi hann hins vegar andstyggð á þessum frjálslynda lífsstíl og ætli að einbeita sér að því að endurheimta fyrri samfélagsviðmið. Meðal þess sem hann telur vera raunhæfa lausn er að koma í veg fyrir að konur geti tekið meistarapróf eða orðið prófessorar. Hann lítur svo á að þeirra staður sé inni á heimilinu þar sem þær ala upp börnin, sem allra flest, til að viðhalda og auka við hinn vestræna kynstofn. Breivik tekur fram að það megi ekki dæma þær konur sem vilja vera sjálfstæðar og velja frekar frama á vinnumarkaði en barneignir, því þær hafi einfaldlega orðið fyrir áhrifum af þeim fyrirmyndum sem vegsamaðar eru í fjölmiðlum og menningu. Breivik segist ekki vera rasisti. Hann bendir á að samfélög leggi mikla áherslu á að bjarga dýrategundum sem taldar eru í útrýmingarhættu. Breivik lítur svo á að hann sé í baráttu fyrir vestræna kynstofninum á sama hátt. Eftir fjöldamorðin var hann úrskurðaður í átta vikna gæsluvarðhald, þar af fjögurra vikna einangrun. Hann mun meðal annars gangast undir læknisrannsókn þar sem metið verður hvort hann er veikur á geði. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik líkir múslimum við vatn úr leku röri Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. 25. júlí 2011 10:13 Breivik markaðssetti sjálfan sig: Fór í ljós og tók stera Markaðssetning á málstað sínum er norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik afar hugleikin ef marka má stefnuyfirlýsinguna sem hann sendi frá sér fyrir morðin. Þar ráðleggur hann fylgismönnum að huga vel að ímynd sinni, láta fagmenn taka af sér góðar ljósmyndir og jafnvel notast við myndvinnsluforritið Photoshop til að útkoman verði sem allra best. 25. júlí 2011 11:28 Breivik í fjögurra vikna einangrun: Segist vilja bjarga Evrópu Norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik verður haldið í einangrun næstu fjórar vikurnar, samkvæmt ákvörðun dómsþingsins í Osló. Það er álit þingsins að nægjanleg gögn séu fyrir hendi til að ákæra Breivik. 25. júlí 2011 13:31 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Sjónvarpsþættirnir Sex and the City og áhrif þeirra á vestrænt samfélag eru norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik afar hugleikin, ef marka má stefnuyfirlýsinguna hans svokölluðu. Þar lýsir hann yfir áhyggjum sínum vegna aukins frjálsræðis í kynlífi og sjálfstæði kvenna í hinum vestræna heimi sem leiði til þess að fæðingartíðni fer lækkandi. Breivik tengir þetta þeim hugmyndum sínum um að múslimar taki Evrópu yfir á næstu áratugum, meðal annars vegna þess að hjá þeim er fæðingartíðnin hærri. Hann lítur svo á að femínismi hafi náð yfirráðum í samfélaginu og leggur áherslu á að endurreisa feðraveldið. Ein þeirra „lausna" sem Breivik leggur til er að hverfa aftur til fortíðar með því að takmarka notkun getnaðarvarna vestrænna kvenna, banna fóstureyðingar, koma í veg fyrir að konur mennti sig vel og tryggja að framleitt sé afþreyingarefni, sjónvarpsþættir og kvikmyndir, þar sem staða konunnar sem húsmóður er sýnd í jákvæðu ljósi. Breivik skrifar nokkuð um það sem hann kallar Sex and the city-lífsstílinn sem sé eyðileggjandi fyrir vestrænt samfélag og hin hefðbundnu fjölskyldugildi. Fyrirmyndirnar í þáttunum, auk listakvenna á borð við Madonnu og Lady Gaga, hvetja að hans mati til lauslætis sem síðan leiði til aukinnar útbreiðslu kynsjúkdóma. „Ég ætla ekki að láta eins og hræsnari og þykjast ekki hafa sjálfur orðið fyrir áhrifum af þessum dæmigerða Sex and the city-lífsstíl," skrifar hann. Breivik segist sjálfur hafa iðkað hann um tíma og það geri bæði vinir hans og fjölskyldumeðlimir. Nú hafi hann hins vegar andstyggð á þessum frjálslynda lífsstíl og ætli að einbeita sér að því að endurheimta fyrri samfélagsviðmið. Meðal þess sem hann telur vera raunhæfa lausn er að koma í veg fyrir að konur geti tekið meistarapróf eða orðið prófessorar. Hann lítur svo á að þeirra staður sé inni á heimilinu þar sem þær ala upp börnin, sem allra flest, til að viðhalda og auka við hinn vestræna kynstofn. Breivik tekur fram að það megi ekki dæma þær konur sem vilja vera sjálfstæðar og velja frekar frama á vinnumarkaði en barneignir, því þær hafi einfaldlega orðið fyrir áhrifum af þeim fyrirmyndum sem vegsamaðar eru í fjölmiðlum og menningu. Breivik segist ekki vera rasisti. Hann bendir á að samfélög leggi mikla áherslu á að bjarga dýrategundum sem taldar eru í útrýmingarhættu. Breivik lítur svo á að hann sé í baráttu fyrir vestræna kynstofninum á sama hátt. Eftir fjöldamorðin var hann úrskurðaður í átta vikna gæsluvarðhald, þar af fjögurra vikna einangrun. Hann mun meðal annars gangast undir læknisrannsókn þar sem metið verður hvort hann er veikur á geði.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik líkir múslimum við vatn úr leku röri Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. 25. júlí 2011 10:13 Breivik markaðssetti sjálfan sig: Fór í ljós og tók stera Markaðssetning á málstað sínum er norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik afar hugleikin ef marka má stefnuyfirlýsinguna sem hann sendi frá sér fyrir morðin. Þar ráðleggur hann fylgismönnum að huga vel að ímynd sinni, láta fagmenn taka af sér góðar ljósmyndir og jafnvel notast við myndvinnsluforritið Photoshop til að útkoman verði sem allra best. 25. júlí 2011 11:28 Breivik í fjögurra vikna einangrun: Segist vilja bjarga Evrópu Norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik verður haldið í einangrun næstu fjórar vikurnar, samkvæmt ákvörðun dómsþingsins í Osló. Það er álit þingsins að nægjanleg gögn séu fyrir hendi til að ákæra Breivik. 25. júlí 2011 13:31 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Breivik líkir múslimum við vatn úr leku röri Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. 25. júlí 2011 10:13
Breivik markaðssetti sjálfan sig: Fór í ljós og tók stera Markaðssetning á málstað sínum er norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik afar hugleikin ef marka má stefnuyfirlýsinguna sem hann sendi frá sér fyrir morðin. Þar ráðleggur hann fylgismönnum að huga vel að ímynd sinni, láta fagmenn taka af sér góðar ljósmyndir og jafnvel notast við myndvinnsluforritið Photoshop til að útkoman verði sem allra best. 25. júlí 2011 11:28
Breivik í fjögurra vikna einangrun: Segist vilja bjarga Evrópu Norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik verður haldið í einangrun næstu fjórar vikurnar, samkvæmt ákvörðun dómsþingsins í Osló. Það er álit þingsins að nægjanleg gögn séu fyrir hendi til að ákæra Breivik. 25. júlí 2011 13:31