Kvennalið Fram mætir ungverska liðinu Alcoa FCK í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik og HK mætir franska liðinu Fleury Loiret Handball í Áskorandakeppni Evrópu. Dregið var í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu í Vín í morgun.
Bikarmeistarar Fram sitja hjá í fyrstu umferð en koma inn í 32-liða úrslit keppninnar. Liðið leikur fyrri leikinn gegn Alcoa FCK í Safamýri helgina 3. og 4. september. Síðari leikurinn fer fram í Ungverjalandi viku síðar.
HK kemur inn í 16-liða úrslit Áskorendakeppninnar og mætir franska liðinu Floeury Loiret Handball. Fyrri leikurinn fer fram í Kópavogi 5. eða 6. nóvember og síðari leikurinn í Frakklandi viku síðar.
Fram til Ungverjalands - HK mætir frönsku liði
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti



Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn

Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni
Fótbolti

Komnir með þrettán stiga forskot
Enski boltinn


Lögreglumaður var fótboltabulla í felum
Enski boltinn
