Breivik líkir múslimum við vatn úr leku röri Erla Hlynsdóttir skrifar 25. júlí 2011 10:13 Breivik skipulagði sig ítarlega og sendi bæði stefnuyfirlýsingu og myndband frá sér áður en hann myrti saklausa borgara í Noregi á föstudag Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. Þetta kemur fram í um 1500 blaðsíða stefnuyfirlýsingu sem hann stendi frá sér stuttu fyrir fjöldamorðin sem hann framdi í Osló og Útey. Þar gagnrýnir hann útbreiðslu múslima um Evrópu en segir það sóun á orku og tíma að ráðast að múslimunum. Þess í stað þurfi að ráðast að rót vandans, sem að hans mati eru áhrifamenn sem gera múslimum kleift að dafna í álfunni. Í stefnuyfirlýsingunni tekur Breivik eftirfarandi dæmi til að skýra mál sitt. „Hvað gerir þú þegar rör springur á baðherberginu þínu og vatn flæðir um allt? Það er ekki flókið. Þú ræðst að rótum vandans, að lekanum sjálfum. Þú eyðir ekki tíma í að þurrka upp vatnið fyrr en þú ert búinn að fyrirbyggja lekann. Það segir sig sjálft að stjórnvöld okkar eru lekinn (allt svikarar af A, B og C gerð), múslimarnir eru vatnið."Tegundir svikara Eins og komið hefur fram flokkar Breivik svikara í nokkrar gerðir eftir því hversu hættulega hann telur þá vera samfélaginu með stuðningi sínum við fjölmenningarstefnu og marxisma, og hversu mikil áhrif þeir hafa í samfélaginu. Þannig eru A-svikarar meðal annars stjórnmálaleiðtogar og stjórnendur fjölmiðla, B-svikarar eru meðal annars háskólaprófessorar í marxískum fræðum og blaðamenn, en C-svikarar eru fólk sem áður var í fyrri hópunum en hefur misst völd.Þrískipt stríðsáætlun Breivik útbjó þriggja þrepa áætlun til að koma þeim múslimum úr Evrópu sem ekki aðlagast evrópsku samfélagi og er það í síðasta hluta þeirrar áætlunar sem hann hefur skipulagt beinar árásir á múslima. Breivik verður leiddur fyrir dómara klukkan ellefu í dag, að íslenskum tíma, þar sem tekin verður fyrir krafa um gæsluvarðhald á hendur honum. Lögreglan hefur staðfest að 93 eru látnir eftir árásirnar, þar af voru 86 myrtir í Útey en 7 í Osló. Enn fleiri er enn saknað. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. Þetta kemur fram í um 1500 blaðsíða stefnuyfirlýsingu sem hann stendi frá sér stuttu fyrir fjöldamorðin sem hann framdi í Osló og Útey. Þar gagnrýnir hann útbreiðslu múslima um Evrópu en segir það sóun á orku og tíma að ráðast að múslimunum. Þess í stað þurfi að ráðast að rót vandans, sem að hans mati eru áhrifamenn sem gera múslimum kleift að dafna í álfunni. Í stefnuyfirlýsingunni tekur Breivik eftirfarandi dæmi til að skýra mál sitt. „Hvað gerir þú þegar rör springur á baðherberginu þínu og vatn flæðir um allt? Það er ekki flókið. Þú ræðst að rótum vandans, að lekanum sjálfum. Þú eyðir ekki tíma í að þurrka upp vatnið fyrr en þú ert búinn að fyrirbyggja lekann. Það segir sig sjálft að stjórnvöld okkar eru lekinn (allt svikarar af A, B og C gerð), múslimarnir eru vatnið."Tegundir svikara Eins og komið hefur fram flokkar Breivik svikara í nokkrar gerðir eftir því hversu hættulega hann telur þá vera samfélaginu með stuðningi sínum við fjölmenningarstefnu og marxisma, og hversu mikil áhrif þeir hafa í samfélaginu. Þannig eru A-svikarar meðal annars stjórnmálaleiðtogar og stjórnendur fjölmiðla, B-svikarar eru meðal annars háskólaprófessorar í marxískum fræðum og blaðamenn, en C-svikarar eru fólk sem áður var í fyrri hópunum en hefur misst völd.Þrískipt stríðsáætlun Breivik útbjó þriggja þrepa áætlun til að koma þeim múslimum úr Evrópu sem ekki aðlagast evrópsku samfélagi og er það í síðasta hluta þeirrar áætlunar sem hann hefur skipulagt beinar árásir á múslima. Breivik verður leiddur fyrir dómara klukkan ellefu í dag, að íslenskum tíma, þar sem tekin verður fyrir krafa um gæsluvarðhald á hendur honum. Lögreglan hefur staðfest að 93 eru látnir eftir árásirnar, þar af voru 86 myrtir í Útey en 7 í Osló. Enn fleiri er enn saknað.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira