Hamilton vann háspennumót og sótti á Vettel í stigakeppni ökumanna 24. júlí 2011 16:26 AP mynd: Petr David Josek Sigur Lewis Hamilton í dag á Nurburgring brautinni í Þýskalandi í dag var McLaren liðinu mikilvægur og sýndi líka að Red Bull liðið ræður ekki lögum og lofum í meistaramótinu í Formúlu 1. Fernando Alonso á Ferrari vann síðustu keppni og forystumaður stigamótsins, Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að liðið verði að taka sig á eftir daginn í dag. Mótið á Nurburgring var spennandi frá upphafi til enda, en Hamilton stal strax í ræsingunni fyrsta sætinu af Mark Webber sem hafði verið fremstur á ráslínu. Hamilton, Webber og Alonso börðust síðan af krafti um fyrsta sætið og lengst af mátti vart milli sjá hver þeirra ætti mestu möguleikanna. Þjónustuhléin í mótinu voru mikilvæg og kapparnir skipust á að leiða keppnina, en á lokasprettinum tókst Hamilton að auka forskot sitt á Webber og kom fyrstur í endamark. Bætti þannig stöðu sína í stigamóti ökumanna. Webber varð annar og Alonso þriðji í mótinu í dag, en Vettel tryggði sér fjórða sætið eftir að hafa farið framúr Felipe Massa á Ferrari í þjónustuhléi í lok mótsins. Vettel átti aldrei möguleika á sigri í mótinu, en hann er samt langefstur í stigamótinu sem fyrr og er með 216 stig, en Webber er næstur með 139, þá Hamilton með 134 og Alonso 130. Í keppni bílasmiða er Red Bull með 355 stig, McLaren 243 og Ferrari 192. Lokastaðan í dag 1. Hamilton McLaren-Mercedes 1:37:30.334 2. Alonso Ferrari + 3.980 3. Webber Red Bull-Renault + 9.788 4. Vettel Red Bull-Renault + 47.921 5. Massa Ferrari + 52.252 6. Sutil Force India-Mercedes + 1:26.208 7. Rosberg Mercedes + 1 hringur 8. Schumacher Mercedes + 1 hringur 9. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1 hringur 10. Petrov Renault + 1 hringur Formúla Íþróttir Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sigur Lewis Hamilton í dag á Nurburgring brautinni í Þýskalandi í dag var McLaren liðinu mikilvægur og sýndi líka að Red Bull liðið ræður ekki lögum og lofum í meistaramótinu í Formúlu 1. Fernando Alonso á Ferrari vann síðustu keppni og forystumaður stigamótsins, Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að liðið verði að taka sig á eftir daginn í dag. Mótið á Nurburgring var spennandi frá upphafi til enda, en Hamilton stal strax í ræsingunni fyrsta sætinu af Mark Webber sem hafði verið fremstur á ráslínu. Hamilton, Webber og Alonso börðust síðan af krafti um fyrsta sætið og lengst af mátti vart milli sjá hver þeirra ætti mestu möguleikanna. Þjónustuhléin í mótinu voru mikilvæg og kapparnir skipust á að leiða keppnina, en á lokasprettinum tókst Hamilton að auka forskot sitt á Webber og kom fyrstur í endamark. Bætti þannig stöðu sína í stigamóti ökumanna. Webber varð annar og Alonso þriðji í mótinu í dag, en Vettel tryggði sér fjórða sætið eftir að hafa farið framúr Felipe Massa á Ferrari í þjónustuhléi í lok mótsins. Vettel átti aldrei möguleika á sigri í mótinu, en hann er samt langefstur í stigamótinu sem fyrr og er með 216 stig, en Webber er næstur með 139, þá Hamilton með 134 og Alonso 130. Í keppni bílasmiða er Red Bull með 355 stig, McLaren 243 og Ferrari 192. Lokastaðan í dag 1. Hamilton McLaren-Mercedes 1:37:30.334 2. Alonso Ferrari + 3.980 3. Webber Red Bull-Renault + 9.788 4. Vettel Red Bull-Renault + 47.921 5. Massa Ferrari + 52.252 6. Sutil Force India-Mercedes + 1:26.208 7. Rosberg Mercedes + 1 hringur 8. Schumacher Mercedes + 1 hringur 9. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1 hringur 10. Petrov Renault + 1 hringur
Formúla Íþróttir Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira