Fjölmargir þjóðhöfðingjar hafa sent Norðmönnum samúðarkveðjur og sagt hug þjóðar sinnar vera með Norðmönnum.
Barack Obama Bandaríkjaforseti bauð fram aðstoð Bandaríkjanna við rannsókn á árásunum. Hann bætti því jafnframt við að atburðir gærdagsins væru áminning um að alþjóðasamfélagið verði að taka höndum saman til að koma í veg fyrir árásir sem þessar.
Utanríkisráðherra Bretlands, William Hague, sagði Breta standa þétt við bakið á Norðmönnum og sendi öllum þeim sem misstu vini eða vandamenn samúðarkveðjur.
Forsætisráðherra Danmerkur sagðist standa með Noregi í gegnum þessar hörmungar og forsætisráðherra Svíðþjóðar bauð fram alla sína aðstoð og bætti við að hryðjuverkaógnin væri nú komin til Norðurlanda. Í dag værum við öll Norðmenn. Ban Kin Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt árásirnar og það hafa þjóðarleiðtogar um allan heim einnig gert, allt frá Ástralíu til Kanada.
