Línumaðurinn Elísabet Gunnarsdóttir er genginn til liðs við Fram. Elísabet, sem kemur úr Stjörnunni, skrifaði undir tveggja ára samning við Safamýrarliðið.
Framarar sendu frá sér fréttatilkynningu í gærkvöldi. Í henni segir meðal annars:
Ljóst er að það er félaginu mikill styrkur að fá leikmann á borð Elísabetu til liðs við sig. Elísabet sem er 27 ára hefur spilað með íslenska A landsliðinu undan farin ár en hún er uppalin í Stjörnunni. Hún hefur bæði orðið Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni þar sem hún hefur leikið allan sinn feril.
Knattspyrnufélagið FRAM býður hana hjartanlega velkomna í félagið.
Elísabet Gunnarsdóttir til liðs við Fram
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti


Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti


„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti


„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn