Horner: Ekki stórslys að lenda í öðru sæti 2. ágúst 2011 08:09 Sebastian Vettel er með gott forskot í stigamóti ökumanna í Formúlu 1. AP mynd Sebastian Vettel jók forskot sitt í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 mótinu í Ungverjalandi á sunndaginn, þó hann landaði ekki sigri. Hann er með 85 stiga forskot á Mark Webber, en fjórir ökumenn eru í þéttum hnapp fyrir aftan Vettel. Enn eru átta mót eftir, en Formúlu 1 lið keppa næst á Spa brautinni í Belgíu í lok ágúst. Hléið er kærkomið fyrir starfsmenn keppnisliða, sem hafa ferðast víða um heim frá því í mars og taka nú sumarfrí. Red Bull er í forystu í keppni bílasmiða, á undan McLaren og Ferrari, en Red Bull hefur ekki tekist að vinna þrjú mót í röð og keppinautar liðsins hafa bætt sig frá upphafi tímabilsinns. „Það er lítill munur á milli liðanna þriggja í augnablikinu og Sebastian fer í sumarfrí eftir að hafa unnið sex mót, verið fjórum sinnum í öðru sæti og einu sinni í fjórða. Það eru hagstæð úrslit", sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull í frétt á autosport.com. „Við einbeitum okkur að því að vinna hvert og eitt einasta kappakstursmót. Í síðustu keppni var kapphlaupið við McLaren. Við erum í miðjum klíðum að framþróa bílinn og höfum lært okkar lexíu í síðustu tveimur mótum, sem kemur okkur að góðum notum í mótunum sem eru framundan." „Sebastian ók mjög vel (í Ungverjalandi). Hann vill sigra og er einbeittur og mun vera það áfram. Hann veit að þegar hann getur ekki unnið mót, á er ekki stórslys að lenda í öðru sæti", sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel jók forskot sitt í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 mótinu í Ungverjalandi á sunndaginn, þó hann landaði ekki sigri. Hann er með 85 stiga forskot á Mark Webber, en fjórir ökumenn eru í þéttum hnapp fyrir aftan Vettel. Enn eru átta mót eftir, en Formúlu 1 lið keppa næst á Spa brautinni í Belgíu í lok ágúst. Hléið er kærkomið fyrir starfsmenn keppnisliða, sem hafa ferðast víða um heim frá því í mars og taka nú sumarfrí. Red Bull er í forystu í keppni bílasmiða, á undan McLaren og Ferrari, en Red Bull hefur ekki tekist að vinna þrjú mót í röð og keppinautar liðsins hafa bætt sig frá upphafi tímabilsinns. „Það er lítill munur á milli liðanna þriggja í augnablikinu og Sebastian fer í sumarfrí eftir að hafa unnið sex mót, verið fjórum sinnum í öðru sæti og einu sinni í fjórða. Það eru hagstæð úrslit", sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull í frétt á autosport.com. „Við einbeitum okkur að því að vinna hvert og eitt einasta kappakstursmót. Í síðustu keppni var kapphlaupið við McLaren. Við erum í miðjum klíðum að framþróa bílinn og höfum lært okkar lexíu í síðustu tveimur mótum, sem kemur okkur að góðum notum í mótunum sem eru framundan." „Sebastian ók mjög vel (í Ungverjalandi). Hann vill sigra og er einbeittur og mun vera það áfram. Hann veit að þegar hann getur ekki unnið mót, á er ekki stórslys að lenda í öðru sæti", sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira