Enginn uppgjöf hjá McLaren þrátt fyrir mistök Hamilton og misjafnt gengi á Spa 29. ágúst 2011 20:17 Lewis Hamilton viðurkenndi eftir keppnina á Spa í gær að hafa valdið árekstri. AP mynd: Frank Augstein Þrátt fyrir misjafnt gengi McLaren ökumannanna Lewis Hamilton og Jenson Button í kappakstursmótinu á Spa brautinni í gær, þá hefur Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðsins ekki gefið meistaratitilinn upp á bátinn. Hamilton féll úr leik eftir mistök í akstri og Button varð þriðji, en Sebastian Vettel jók stigaforskotið með sigri á Red Bull bíl sínum. Hamilton viðurkenndi eftir mótið að hafa gert mistök þegar hann og Kamui Kobayahsi voru að kljást um sæti. Hamilton átti möguleika á sigri, en snerist útaf brautinni og laskaði bíl sinn. Button vann sig upp úr þrettándi sæti á ráslínu í það þriðja með góðum akstri. Whitmarsh segir að lið sitt sé þegar farið að vinna í 2012 bílnum, en hann hvetur menn áfram í þróun á 2011 bílnum, þó staðan sé orðinn erfið hvað möguleika á titlunum tveimur varðar. „Ég er alltaf að spyrja strákanna hvernig hægt er að gera bílanna hraðskreiðari. Við verðum að standa okkur eins og sakir standa. Það eru mót að vinna og það er markmiðið. Það er djarft að spá í titilmöguleika núna, en við verðum að vera jákvæðir. Ef Ferrari og McLaren gefast upp núna, þá værum við að senda út röng skilaboð. Þeir sem styðja okkur eiga betra skilið", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. „Við vorum með sex nýjungar í bílnum um helgina og ein af þeim kom frá deildinni sem er að þróa bíl næsta árs. Það er ekki hægt að draga línu og segja að þetta sé fyrir þetta ár og eitthvað annað fyrir það næsta. Við erum að læra. Ég vill að bíllinn sé fljótur í næstu keppni og þeirri þar á eftir og því munum við halda áfram að vinna að þróun bílsins. Staðan núna er vissulega vonbrigði, en þetta er raunveruleikinn og við verðum að sjá hvort við getum ekki unnið þau", sagði Whitmarsh. Formúla Íþróttir Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þrátt fyrir misjafnt gengi McLaren ökumannanna Lewis Hamilton og Jenson Button í kappakstursmótinu á Spa brautinni í gær, þá hefur Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðsins ekki gefið meistaratitilinn upp á bátinn. Hamilton féll úr leik eftir mistök í akstri og Button varð þriðji, en Sebastian Vettel jók stigaforskotið með sigri á Red Bull bíl sínum. Hamilton viðurkenndi eftir mótið að hafa gert mistök þegar hann og Kamui Kobayahsi voru að kljást um sæti. Hamilton átti möguleika á sigri, en snerist útaf brautinni og laskaði bíl sinn. Button vann sig upp úr þrettándi sæti á ráslínu í það þriðja með góðum akstri. Whitmarsh segir að lið sitt sé þegar farið að vinna í 2012 bílnum, en hann hvetur menn áfram í þróun á 2011 bílnum, þó staðan sé orðinn erfið hvað möguleika á titlunum tveimur varðar. „Ég er alltaf að spyrja strákanna hvernig hægt er að gera bílanna hraðskreiðari. Við verðum að standa okkur eins og sakir standa. Það eru mót að vinna og það er markmiðið. Það er djarft að spá í titilmöguleika núna, en við verðum að vera jákvæðir. Ef Ferrari og McLaren gefast upp núna, þá værum við að senda út röng skilaboð. Þeir sem styðja okkur eiga betra skilið", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. „Við vorum með sex nýjungar í bílnum um helgina og ein af þeim kom frá deildinni sem er að þróa bíl næsta árs. Það er ekki hægt að draga línu og segja að þetta sé fyrir þetta ár og eitthvað annað fyrir það næsta. Við erum að læra. Ég vill að bíllinn sé fljótur í næstu keppni og þeirri þar á eftir og því munum við halda áfram að vinna að þróun bílsins. Staðan núna er vissulega vonbrigði, en þetta er raunveruleikinn og við verðum að sjá hvort við getum ekki unnið þau", sagði Whitmarsh.
Formúla Íþróttir Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira