Yfirmaður hjá Mercedes biður Schumacher afsökunar 27. ágúst 2011 21:28 Mercedes bíll Michael Schumacher skemmdist nokkuð eftir að afturhjól flaug undan bílnum í tímatökunni í dag. AP mynd: Dimitar Dilkoff Michael Schumacher var afar óheppinn í tímatökum fyrir belgíska kappaksturinn sem fóru fram í dag, en afturhjól losnaði undan bílnum. Bíllinn snerist útaf og Schumacher sem er að halda upp á það að 20 ár eru frá því að hann byrjaði í Formúlu 1 verður aftastur á ráslínu. Nobert Haug hjá Mercedes liðinu sagði að liðið yrði að biðja hann afsökunar á atvikinu og það verður skoðað hvað gerðist. „Vitanlega hefði ég óskað að þess að þetta hefði farið öðruvísi í tímatökunni, en það er erfitt að keyra á þremur hjólum, þó ég þekki það af fyrri reynslu á Spa brautinni", sagði Schumacher um atvikið í dag. „Án gríns, þá á svona lagað ekki að geta gerst, en þetta er Formúla 1. Við vinnum samkvæmt hæsta gæðastaðli, en svona getur gerst. Fyrst hélt ég að ég hefði misst bílinn út að aftan, en svo sá ég afturhjólið fara undan bílnum. Skildi hvað hafði gerst. Það góða við þetta er að ég sparaði dekk og það er því bara ein leið á morgun. Uppávið", sagði Schumacher Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Mercedes liðsins sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum fyrir hönd Schumacher, því aðstæður á brautinni hefðu hentað honum fullkomlega. Rigning var í tímatökunum. „Við þurfum að skoða hvað gerðist, en lítur út fyrir að eitthvað hafi vantað í tengslum við að tryggja að afturhjólið væri fast. Þetta verður skoðað í kvöld, til að þetta geti ekki hent aftur. Báðir bílarnir eru með uppsetningu fyrir þurra braut og vonandi verður þurrt á morgun", sagði Brawn. Formúla Íþróttir Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Michael Schumacher var afar óheppinn í tímatökum fyrir belgíska kappaksturinn sem fóru fram í dag, en afturhjól losnaði undan bílnum. Bíllinn snerist útaf og Schumacher sem er að halda upp á það að 20 ár eru frá því að hann byrjaði í Formúlu 1 verður aftastur á ráslínu. Nobert Haug hjá Mercedes liðinu sagði að liðið yrði að biðja hann afsökunar á atvikinu og það verður skoðað hvað gerðist. „Vitanlega hefði ég óskað að þess að þetta hefði farið öðruvísi í tímatökunni, en það er erfitt að keyra á þremur hjólum, þó ég þekki það af fyrri reynslu á Spa brautinni", sagði Schumacher um atvikið í dag. „Án gríns, þá á svona lagað ekki að geta gerst, en þetta er Formúla 1. Við vinnum samkvæmt hæsta gæðastaðli, en svona getur gerst. Fyrst hélt ég að ég hefði misst bílinn út að aftan, en svo sá ég afturhjólið fara undan bílnum. Skildi hvað hafði gerst. Það góða við þetta er að ég sparaði dekk og það er því bara ein leið á morgun. Uppávið", sagði Schumacher Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Mercedes liðsins sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum fyrir hönd Schumacher, því aðstæður á brautinni hefðu hentað honum fullkomlega. Rigning var í tímatökunum. „Við þurfum að skoða hvað gerðist, en lítur út fyrir að eitthvað hafi vantað í tengslum við að tryggja að afturhjólið væri fast. Þetta verður skoðað í kvöld, til að þetta geti ekki hent aftur. Báðir bílarnir eru með uppsetningu fyrir þurra braut og vonandi verður þurrt á morgun", sagði Brawn.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira