Fótbolti

Elia til Juventus - samdi til fjögurra ára

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elia í leik með Hamburg.
Elia í leik með Hamburg. Nordic Photos / Getty Images
Hollenski landsliðsmaðurinn Eljero Elia er genginn til liðs við Juventus á Ítalíu. Elia, sem kemur frá Hamburg, skrifaði undir fjögurra ára samning við ítalska liðið.

Kaupverðið á Hollendingnum er talið vera um níu milljónir evra eða sem nemur um einum og hálfum milljarði íslenskra króna.

Elia, sem er 24 ára, hefur verið á mála hjá Hamburg undanfarin tvö ár en hann kom til liðsins frá Twente í heimalandinu. Elia skoraði sjö mörk í 52 leikjum fyrir þýska liðið.

Kantmaðurinn hefur spilað 22 landsleiki fyrir Holland og skorað í þeim tvö mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×