Íslenski boltinn

Ásgeir Þór: Ég át hann bara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ásgeir Þór Magnússon, varamarkvörður Íslands, átti frábæra innkomu í síðari hálfleik gegn Norðmönnum þegar hann varði vítaspyrnu með sinni fyrstu snertingu í leiknum.

„Eins og Eyjólfur er búinn að segja eigum við að fylgjast með á bekknum, tilbúnir að koma inn í leikinn. Við eigum að fylgjast með leiknum og vera eins og við séum í leiknum. Þannig að þetta var bara sett fyrir", sagði Ásgeir Þór hógværðin uppmáluð.

Í kjölfar vítaspyrnunnar var Ásgeir öruggur í öllum sínum aðgerðum. Virkaði með mikið sjálfstraust.

„Það vantar ekki. En það var leiðinlegt að þetta fór svona. Við hefðum átt að gera betur," sagði Ásgeir Þór.

Ásgeir Þór er í láni hjá Hetti á Egilsstöðum en hann er samningsbundinn Val. Hann segir það hafa breytt miklu að fá að spila í sumar.

„Já, það er frábært að fá að spila. Ég lagði upp með það í sumar að fá að spila. Þannig að ég ákvað að fara í lán þegar það kom upp", sagði Ásgeir Þór.

Innkoma Ásgeirs var þvílík að reikna má með að erfitt verði fyrir Eyjólf Sverrisson, þjálfara landsliðsins, að líta framhjá honum í leiknum gegn Englandi í október.

„Það er bara í höndum þjálfaranna. Ég treysti þeim fullkomlega,"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×