Schumacher sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni 3. október 2011 16:00 Michael Schmacher í myndatöku með áhorfanda í Singapúr á dögunum. Schumacher féll úr leik í þeirri keppni. AP MYND: Eugene Hoshiko Michael Schumacher hjá Mercedes liðinu er sá Formúlu 1 ökumaður sem hefur oftast fagnað sigri á Suzuka-brautinni í Japan, en keppt verður á brautinni um næstu helgi. Mótið er það fyrsta í Asíu á árinu, en keppt verður í Suður Kóreu um aðra helgi. Brautin í Suzuka er í uppáhaldi hjá mörgum ökumönnum, og Nico Rosberg liðsfélagi Schumacher, telur hana eina af þeim bestu sem notuð er á keppnistímabilinu, rétt eins og Schumacher. Á síðustu tíu árum hefur sá ökumaður sem hefur verið fremstur á ráslínu fagnað sigri í mótinu á Suzuka í 75% tilfella, samkvæmt fréttatilkynningu frá Mercedes. „Suzuka er mjög sérstök braut og ég á góðar minningar frá frábærum mótum gegnum tíðina. Ég nýt þess að keppa á brautinni og að stilla bílnum upp á réttan hátt, til að ná því besta út úr honum á braut sem reynir á," sagði Schumacher. Suzuka-brautinni er sú eina sem liggur nærri því að vera í laginu eins og átta, en keyrt er yfir og undir brú á mótssvæðinu. „Fyrsti hluti brautarinnar er frábær. Háhraða beygjur og blönduð útgáfa af beygjum þýða að Suzuka er ein besta brautin á tímabilinu og ein af þeim sem er í uppáhaldi hjá mér. Við munum vinna af kappi um helgina og vonandi getum við sýnt styrk og náð í stig," sagði Schumacher. Rosberg telur erfitt að fara framúr á brautinni, en með notkun stillanlegs afturvængs í ár gæti orðið breyting á möguleikum ökumanna. Með því að breyta afstöðu afturvængs, þá getur ökumaður aukið hámarkshraða bílsins á tilteknu svæði í kappakstrinum og notkun afturvængsins er frjáls á æfingum og í tímatökunni. „Ég nýt þess ætíð að heimsækja Japan vegna japanska kappakstursins og Suzuka er frábær braut. Ég tel hana eina af bestu brautunum á Formúlu 1 mótaskránni og þetta er braut sem allir ökumenn hafa yndi af að keyra", sagði Rosberg. Hann telur legu brautarinnar reyna mikið á ökumenn, bæði háhraða beygjurnar og krappari beygjurnar. „Það hefur verið erfitt að fara framúr gegnum tíðina og það verður því áhugavert að sjá hvernig nýju reglurnar virka. Ég hef yndi af stemmningunni í Japan og áhorfendur eru virkilega áhugasamir í stuðningi sínum", sagði Rosberg og sagðist vonast eftir að mótið yrði gott fyrir heimamenn og að liðið næði hagstæðum úrslitum. Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Michael Schumacher hjá Mercedes liðinu er sá Formúlu 1 ökumaður sem hefur oftast fagnað sigri á Suzuka-brautinni í Japan, en keppt verður á brautinni um næstu helgi. Mótið er það fyrsta í Asíu á árinu, en keppt verður í Suður Kóreu um aðra helgi. Brautin í Suzuka er í uppáhaldi hjá mörgum ökumönnum, og Nico Rosberg liðsfélagi Schumacher, telur hana eina af þeim bestu sem notuð er á keppnistímabilinu, rétt eins og Schumacher. Á síðustu tíu árum hefur sá ökumaður sem hefur verið fremstur á ráslínu fagnað sigri í mótinu á Suzuka í 75% tilfella, samkvæmt fréttatilkynningu frá Mercedes. „Suzuka er mjög sérstök braut og ég á góðar minningar frá frábærum mótum gegnum tíðina. Ég nýt þess að keppa á brautinni og að stilla bílnum upp á réttan hátt, til að ná því besta út úr honum á braut sem reynir á," sagði Schumacher. Suzuka-brautinni er sú eina sem liggur nærri því að vera í laginu eins og átta, en keyrt er yfir og undir brú á mótssvæðinu. „Fyrsti hluti brautarinnar er frábær. Háhraða beygjur og blönduð útgáfa af beygjum þýða að Suzuka er ein besta brautin á tímabilinu og ein af þeim sem er í uppáhaldi hjá mér. Við munum vinna af kappi um helgina og vonandi getum við sýnt styrk og náð í stig," sagði Schumacher. Rosberg telur erfitt að fara framúr á brautinni, en með notkun stillanlegs afturvængs í ár gæti orðið breyting á möguleikum ökumanna. Með því að breyta afstöðu afturvængs, þá getur ökumaður aukið hámarkshraða bílsins á tilteknu svæði í kappakstrinum og notkun afturvængsins er frjáls á æfingum og í tímatökunni. „Ég nýt þess ætíð að heimsækja Japan vegna japanska kappakstursins og Suzuka er frábær braut. Ég tel hana eina af bestu brautunum á Formúlu 1 mótaskránni og þetta er braut sem allir ökumenn hafa yndi af að keyra", sagði Rosberg. Hann telur legu brautarinnar reyna mikið á ökumenn, bæði háhraða beygjurnar og krappari beygjurnar. „Það hefur verið erfitt að fara framúr gegnum tíðina og það verður því áhugavert að sjá hvernig nýju reglurnar virka. Ég hef yndi af stemmningunni í Japan og áhorfendur eru virkilega áhugasamir í stuðningi sínum", sagði Rosberg og sagðist vonast eftir að mótið yrði gott fyrir heimamenn og að liðið næði hagstæðum úrslitum.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira