Umfjöllun: Sanngjarnt jafntefli í Digranesi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. október 2011 20:54 Bjarki Már Elísson. Mynd/Stefán HK og FH buðu upp á hina bestu skemmtun í Digranesi í kvöld þegar liðin skildu jöfn 30-30 í frábærum handboltaleik. Bjarki Már Elísson tryggði HK stigið með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. HK hóf leikinn betur og skoraði tvö fyrstu mörkin. Arnór Freyr Stefánsson varði þrjú fyrstu skot FH en eftir að FH fann leiðin fram hjá honum tóku gestirnir öll völd á vellinum með Ólaf Gústafsson í sérflokki. FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik 14-16 og skoraði Ólafur alls sjö mörk í fyrri hálfleik en HK hélt sér inni í leiknum með góðum sóknarleik og fínni innkomu Björns Inga Friðþjófssonar í markið í fyrri hálfleik. FH skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og virtist ætla að stinga af en HK gefst aldrei upp og minnkaði muninn fljótt og var komið yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Ólafur Bjarki og Bjarki Már Elísson drógu vagninn og HK skyndilega komið í bílstjórasætið eftir að hafa elt lungan úr leiknum. FH komst aftur yfir þegar sex mínútur voru til leiksloka, 26-27, með þremur mörkum í röð og allt í járnum á lokamínútunum. HK komst aftur fyri var einu marki yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Þá kom Ólafur Gústafsson aftur inn á eftir stutta hvíld og skoraði tvö síðustu mörk FH í leiknum sem virtust ætla að stela báðum stigunum. HK tók leikhlé þegar 16 sekúndur voru eftir og lögðu upp kerfi sem gekk upp. Ólafur Víðir fiskaði vítakast sem Bjarki Már skoraði úr af miklu öryggi. Bæði lið sýndu sínar bestu hliðar í sóknarleiknum í kvöld en að sama skapi geta bæði lið spilað betri vörn. Það kvartar þó enginn yfir því þar sem leikurinn var hin besta skemmtun og undirstrikar jafnræðið sem er á bestu liðum deildarinnar.HK – FH 30-30 (14-16)Mörk HK: Bjarki Már Elísson 11/5 (18/5), Atli Ævar Ingólfsson 7 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (7), Atli Karl Bachmann 3 (6), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (4), Leó Snær Pétursson 1 (3), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1)Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 3 (14) 21,4%, Björn Ingi Friðþjófsson 10/1 (29/1) 34,5%Hraðaupphlaup: 5 (Bjarki 2, Atli Ævar, Ólafur Víðir, Vilhelm)Fiskuð víti: 5 (Ólafur Víðir 2, Atli Ævar 2, Leó)Utan vallar: 8 mínúturMörk FH: Ólafur Gústafsson 11 (16), Hjalti Þór Pálmason 6 (11), Baldvin Þorsteinsson 4/1 (5/1), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Halldór Guðjónsson 2 (4), Andri Berg Haraldsson 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (3), Magnús Óli Magnússon (1)Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 19 (49) 38,8%Hraðaupphlaup: 6 (Ólafur 2, Halldór 2, Hjalti, Ari)Fiskuð víti: 1 (Ólafur)Utan vallar: 6 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
HK og FH buðu upp á hina bestu skemmtun í Digranesi í kvöld þegar liðin skildu jöfn 30-30 í frábærum handboltaleik. Bjarki Már Elísson tryggði HK stigið með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. HK hóf leikinn betur og skoraði tvö fyrstu mörkin. Arnór Freyr Stefánsson varði þrjú fyrstu skot FH en eftir að FH fann leiðin fram hjá honum tóku gestirnir öll völd á vellinum með Ólaf Gústafsson í sérflokki. FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik 14-16 og skoraði Ólafur alls sjö mörk í fyrri hálfleik en HK hélt sér inni í leiknum með góðum sóknarleik og fínni innkomu Björns Inga Friðþjófssonar í markið í fyrri hálfleik. FH skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og virtist ætla að stinga af en HK gefst aldrei upp og minnkaði muninn fljótt og var komið yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Ólafur Bjarki og Bjarki Már Elísson drógu vagninn og HK skyndilega komið í bílstjórasætið eftir að hafa elt lungan úr leiknum. FH komst aftur yfir þegar sex mínútur voru til leiksloka, 26-27, með þremur mörkum í röð og allt í járnum á lokamínútunum. HK komst aftur fyri var einu marki yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Þá kom Ólafur Gústafsson aftur inn á eftir stutta hvíld og skoraði tvö síðustu mörk FH í leiknum sem virtust ætla að stela báðum stigunum. HK tók leikhlé þegar 16 sekúndur voru eftir og lögðu upp kerfi sem gekk upp. Ólafur Víðir fiskaði vítakast sem Bjarki Már skoraði úr af miklu öryggi. Bæði lið sýndu sínar bestu hliðar í sóknarleiknum í kvöld en að sama skapi geta bæði lið spilað betri vörn. Það kvartar þó enginn yfir því þar sem leikurinn var hin besta skemmtun og undirstrikar jafnræðið sem er á bestu liðum deildarinnar.HK – FH 30-30 (14-16)Mörk HK: Bjarki Már Elísson 11/5 (18/5), Atli Ævar Ingólfsson 7 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (7), Atli Karl Bachmann 3 (6), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (4), Leó Snær Pétursson 1 (3), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1)Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 3 (14) 21,4%, Björn Ingi Friðþjófsson 10/1 (29/1) 34,5%Hraðaupphlaup: 5 (Bjarki 2, Atli Ævar, Ólafur Víðir, Vilhelm)Fiskuð víti: 5 (Ólafur Víðir 2, Atli Ævar 2, Leó)Utan vallar: 8 mínúturMörk FH: Ólafur Gústafsson 11 (16), Hjalti Þór Pálmason 6 (11), Baldvin Þorsteinsson 4/1 (5/1), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Halldór Guðjónsson 2 (4), Andri Berg Haraldsson 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (3), Magnús Óli Magnússon (1)Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 19 (49) 38,8%Hraðaupphlaup: 6 (Ólafur 2, Halldór 2, Hjalti, Ari)Fiskuð víti: 1 (Ólafur)Utan vallar: 6 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira