Umfjöllun: Haukasigur í háspennuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2011 19:58 Haukar fögnuðu í kvöld. Mynd/Valli Línumaðurinn Heimir Óli Heimisson og markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson tryggðu Haukum nauman sigur á Akureyri, 23-22, í N1-deild karla. Heimir Óli skoraði sigurmarkið þegar skammt var eftir og Birkir Ívar varði svo frá Bjarna Fritzsyni í lokasókn leiksins. Sá síðarnefndi átti ótrúlegan leik í marki Hauka og varði 21 skot, þar af fjögur víti. Fyrri hálfleikur var að mestu eign Hauka og gátu gestirnir þakkað Sveinbirni Péturssyni, markverði sínum, að Haukar náðu hreinlega ekki að stinga af. Varnarleikur gestanna var flatur og mistök voru gerð í sókninni. Þetta lagaðist þó á síðustu tíu mínútunum og með öflugri frammistöðu á báðum endum vallarins náðu Akureyringar að koma sér aftur inn í leikinn og minnka muninn í aðeins eitt mark áður en flautað var leikhlés. Haukar náðu aftur fjögurra marka forystu í seinni hálfleik en aftur náðu þeir ekki að halda það út. Leikmenn gerðu sig seka um einstaklingsmistök í sókninni og létu svo reka sig út af í vörninni. Um miðbik seinni hálfleiksins munaði litlu að upp úr syði. Haukar fengu þrjár tveggja mínútna brottvísanir á rúmri mínútu og Akureyringum dæmt víti þar að auki. En í stað þess að nýta sér þessa miklu yfirtölu varði Birkir Ívar vítið og þremur færri náðu Haukar að skora ótrúlegt mark. Þessu fylgdu þeir svo eftir stuttu síðar með marki úr hraðaupphlaupi og mátti þá sjá að leikurinn myndi spilast þeim í hag. Þó svo að Akureyringar hafi aftur náð að jafna metin þegar skammt var til leiksloka áttu heimamenn síðasta orðið og fögnuðu sigrinum. Bæði lið eru með unga leikmenn og sést það best á því að lítill stöðugleiki var í leik liðanna í kvöld. Haukar eru með marga öfluga leikmenn en þurfa að pússa sig betur saman, bæði í vörn og sókn, ef ekki á illa að fara. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, hefur þó margoft sýnt hvað hann getur náð miklu úr sínum leikmönnum og hefur þessi góða byrjun liðsins í deildinni í haust sýnt að það býr heilmikið í Haukaliðinu. Akureyringar hafa þó tapað þremur leikjum í röð en mikil meiðsli eru í herbúðum liðsins. Alls eru fimm leikmenn frá og allir eru í langvarandi meiðslum. Heimir Örn Árnason og Hörður Fannar Sigþórsson eru lykilmenn, bæði í vörn og sókn, og þeirra er sárt saknað. Akureyringar eru þó baráttuglaðir með eindæmum og gáfust aldrei upp þrátt fyrir allt mótlætið. Það mátti litlu muna að lukkan væri á þeirra bandi í kvöld og aðeins tímaspursmál hvenær norðanmenn komast á flug á ný.Haukar - Akureyri 23 - 22 (14 - 13)Mörk Hauka (skot): Heimir Óli Heimisson 7 (8), Tjörvi Þorgeirsson 4 (6), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (9), Nemanja Malovic 3 (7), Freyr Brynjarsson 2 (3), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (4), Gylfi Gylfason 1 (3/1), Einar Pétur Pétursson (1), Sveinn Þorgeirsson (2).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21/4 (43/7, 49%).Hraðaupphlaup: 5 (Tjörvi 2, Þórður Rafn 1, Stefán Rafn 1, Gylfi 1).Fiskuð víti: 1 (Freyr 1).Utan vallar: 12 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/1 (18/2), Oddur Gretarsson 5/1 (8/4), Geir Guðmundsson 4 (7), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (5), Bergvin Þór Gíslason 2 (6/1), Heimir Örn Árnason 1 (1), Guðlaugur Arnarsson (1), Hlynur Elmar Matthíasson (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (37/1, 38%).Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 5, Geir 2, Oddur 1).Fiskuð víti: 7 (Bjarni 3, Geir 1, Guðmundur Hólmar 1, Guðlaugur 1, Hlynur Elmar 1).Utan vallar: 8 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira
Línumaðurinn Heimir Óli Heimisson og markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson tryggðu Haukum nauman sigur á Akureyri, 23-22, í N1-deild karla. Heimir Óli skoraði sigurmarkið þegar skammt var eftir og Birkir Ívar varði svo frá Bjarna Fritzsyni í lokasókn leiksins. Sá síðarnefndi átti ótrúlegan leik í marki Hauka og varði 21 skot, þar af fjögur víti. Fyrri hálfleikur var að mestu eign Hauka og gátu gestirnir þakkað Sveinbirni Péturssyni, markverði sínum, að Haukar náðu hreinlega ekki að stinga af. Varnarleikur gestanna var flatur og mistök voru gerð í sókninni. Þetta lagaðist þó á síðustu tíu mínútunum og með öflugri frammistöðu á báðum endum vallarins náðu Akureyringar að koma sér aftur inn í leikinn og minnka muninn í aðeins eitt mark áður en flautað var leikhlés. Haukar náðu aftur fjögurra marka forystu í seinni hálfleik en aftur náðu þeir ekki að halda það út. Leikmenn gerðu sig seka um einstaklingsmistök í sókninni og létu svo reka sig út af í vörninni. Um miðbik seinni hálfleiksins munaði litlu að upp úr syði. Haukar fengu þrjár tveggja mínútna brottvísanir á rúmri mínútu og Akureyringum dæmt víti þar að auki. En í stað þess að nýta sér þessa miklu yfirtölu varði Birkir Ívar vítið og þremur færri náðu Haukar að skora ótrúlegt mark. Þessu fylgdu þeir svo eftir stuttu síðar með marki úr hraðaupphlaupi og mátti þá sjá að leikurinn myndi spilast þeim í hag. Þó svo að Akureyringar hafi aftur náð að jafna metin þegar skammt var til leiksloka áttu heimamenn síðasta orðið og fögnuðu sigrinum. Bæði lið eru með unga leikmenn og sést það best á því að lítill stöðugleiki var í leik liðanna í kvöld. Haukar eru með marga öfluga leikmenn en þurfa að pússa sig betur saman, bæði í vörn og sókn, ef ekki á illa að fara. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, hefur þó margoft sýnt hvað hann getur náð miklu úr sínum leikmönnum og hefur þessi góða byrjun liðsins í deildinni í haust sýnt að það býr heilmikið í Haukaliðinu. Akureyringar hafa þó tapað þremur leikjum í röð en mikil meiðsli eru í herbúðum liðsins. Alls eru fimm leikmenn frá og allir eru í langvarandi meiðslum. Heimir Örn Árnason og Hörður Fannar Sigþórsson eru lykilmenn, bæði í vörn og sókn, og þeirra er sárt saknað. Akureyringar eru þó baráttuglaðir með eindæmum og gáfust aldrei upp þrátt fyrir allt mótlætið. Það mátti litlu muna að lukkan væri á þeirra bandi í kvöld og aðeins tímaspursmál hvenær norðanmenn komast á flug á ný.Haukar - Akureyri 23 - 22 (14 - 13)Mörk Hauka (skot): Heimir Óli Heimisson 7 (8), Tjörvi Þorgeirsson 4 (6), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (9), Nemanja Malovic 3 (7), Freyr Brynjarsson 2 (3), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (4), Gylfi Gylfason 1 (3/1), Einar Pétur Pétursson (1), Sveinn Þorgeirsson (2).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21/4 (43/7, 49%).Hraðaupphlaup: 5 (Tjörvi 2, Þórður Rafn 1, Stefán Rafn 1, Gylfi 1).Fiskuð víti: 1 (Freyr 1).Utan vallar: 12 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/1 (18/2), Oddur Gretarsson 5/1 (8/4), Geir Guðmundsson 4 (7), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (5), Bergvin Þór Gíslason 2 (6/1), Heimir Örn Árnason 1 (1), Guðlaugur Arnarsson (1), Hlynur Elmar Matthíasson (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (37/1, 38%).Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 5, Geir 2, Oddur 1).Fiskuð víti: 7 (Bjarni 3, Geir 1, Guðmundur Hólmar 1, Guðlaugur 1, Hlynur Elmar 1).Utan vallar: 8 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira