Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 85-74 Elvar Geir Magnússon í DHL-höllinni skrifar 21. október 2011 20:53 Jón Orri Kristjánsson og Cameron Echols í leiknum í gær. Mynd/Valli Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í Iceland Express-deildinni þurfti ungt lið Njarðvíkur að bíða lægri hlut gegn KR-ingum í DHL-höllinni í kvöld. Heimamenn gerðu það sem þurfti og lokastaðan 85-74. KR-ingar voru yfir nær allan fyrri hálfleikinn, voru að finna sig vel í sóknarleiknum en baráttuglaðir og liprir Njarðvíkingar voru mættir til að selja sig dýrt og héngu í skottinu á þeim. Munurinn var mest sjö stig. Vel studdir af stuðningsmönnum sínum náðu gestirnir að jafna með síðustu körfu hálfleiksins en það var þristur frá Ólafi Helga Jónssyni. KR í fyrsta sinn ekki yfir síðan staðan var 0-0. Ljóst var snemma að spennandi og skemmtilegur leikur væri í fæðingu. Með fyrstu körfu seinni hálfleiksins komst Njarðvík í fyrsta sinn yfir í leiknum. Við það virtist liðið slaka aðeins of mikið á en KR-ingar vöknuðu til lífsins og voru skyndilega komnir með nokkuð þægilega ellefu stiga forystu. Munurinn var sex stig, 66-60, fyrir síðasta fjórðunginn. Varnarleikur KR lagaðist eftir því sem líða tók á leikinn og liðið náði að sigla sigrinum í höfn af nokkru öryggi. Glæsileg troðsla David Tairu í lokafjórðungnum kætti marga áhorfendur á leiknum og þrátt fyrir að KR hafi oft spilað betur vannst sigur. Varnarlega eiga KR-ingar nokkuð inni en þeir unnu leikinn án þess að sýna einhverja stjörnutakta. Hrafn: Erum enn í mótunHrafn leggur hér sínum mönnum línurnar í leiknum.Mynd/Valli„Það er frábært að fá tvö stig en þeir létu okkur hafa fyrir þessu. Við vorum kannski sjálfum okkur verstir oft á tíðum," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. Margir ungir leikmenn voru í sviðsljósinu í leiknum. „Algjörlega. Þetta er það sem fólkið í stúkunni vill sjá. Það vill sjá uppalda leikmenn koma inn og standa sig," sagði Hrafn. „Til að byrja með í mótinu þurfum við að sækja okkur stig á hvern þann hátt sem við getum. Við erum enn í mótun og erum að slípa okkur til. Það er heldur betur ýmislegt sem þarf að laga. Við spiluðum ekki nægilega góða vörn í byrjun og erum of seinir til baka. Við erum að taka slæmar ákvarðanir." KR á Stjörnuna í næsta leik. „Það verður alveg þvílíkur leikur. Við þurfum að bæta okkur töluvert ef við ætlum að ná einhverju út úr þeim leik," sagði Hrafn. Einar Árni: Stórt próf fyrir okkar hópFriðrik Ragnarsson og Einar Árni Jóhannsson, þjálfarar Njarðvíkur, í leiknum í gær.Mynd/Valli„Það vantaði upp á varnarleikinn hjá okkur. Það er það fyrsta sem manni dettur í hug," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga. „Við vorum að eiga við allt önnur gæði í þessum leik en fyrstu tveimur, með allri virðingu fyrir Haukum og Val. Við lentum í vandræðum með Hreggvið í teignum og hann var okkur erfiður." Einar segir að þó sé hægt að taka fullt af jákvæðum hlutum úr leiknum. „Það voru margir góðir hlutir í gangi og þetta var stórt próf fyrir okkar hóp. Það segir kannski sitt um metnað okkar að við erum hundfúlir að fara héðan með tap. Ég hef trú á því að okkar menn muni njóta þess að taka þátt í þessum slag og mannast hratt og vel." Njarðvík á Þór í næsta leik. „Það verður bara svakaleikur. Þórsararnir eru bara með verulega öflugt lið. Það verður járn í járn og barist upp á líf og dauða um tvö mikilvæg stig," sagði Einar. Hreggviður: Gerðum það sem þurftiHreggviður horfir hér á eftir Elvari Má Friðrikssyni, hinum efnilega leikmanni Njarðvíkur.Mynd/Valli„Þeir voru búnir að spila vel í fyrstu tveimur leikjunum og mikið búið að skrifa um þá í blöðunum. Okkur langaði að bæta okkur frá síðasta leik og við gerðum það sem þurfti," sagði Hreggviður Magnússon, leikmaður KR. „Ég var bara gríðarlega ánægður með Kristofer Acox sem kom gríðarlega öflugur af bekknum. Finnur stóð sig gríðarlega vel og svo var þetta bara samstillt átak. Við erum samt að gera of mikið af mistökum og eigum eftir að batna mikið varnarlega. Varðandi sóknarleikinn hef ég engar áhyggjur. Við eigum gríðarlega mikið af vopnum en vörnin er eitthvað sem við reynum að bæta á hverjum degi." „Við þurfum að spila betri vörn til að vinna þá. Við eigum harma að hefna frá æfingaleik fyrir nokkrum dögum en það kemur ekkert annað til greina en að vinna þann leik."KR-Njarðvík 85-74 (27-22, 14-19, 25-19, 19-14)KR: David Tairu 23, Hreggviður Magnússon 20/9 fráköst, Finnur Atli Magnusson 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 5/7 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 3/8 fráköst, Kristófer Acox 2/10 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 2/4 fráköst, Martin Hermannsson 2.Njarðvík: Travis Holmes 20/10 fráköst/5 stoðsendingar, Cameron Echols 18/15 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Elvar Már Friðriksson 7/7 stoðsendingar, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Maciej Stanislav Baginski 2. Dominos-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira
Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í Iceland Express-deildinni þurfti ungt lið Njarðvíkur að bíða lægri hlut gegn KR-ingum í DHL-höllinni í kvöld. Heimamenn gerðu það sem þurfti og lokastaðan 85-74. KR-ingar voru yfir nær allan fyrri hálfleikinn, voru að finna sig vel í sóknarleiknum en baráttuglaðir og liprir Njarðvíkingar voru mættir til að selja sig dýrt og héngu í skottinu á þeim. Munurinn var mest sjö stig. Vel studdir af stuðningsmönnum sínum náðu gestirnir að jafna með síðustu körfu hálfleiksins en það var þristur frá Ólafi Helga Jónssyni. KR í fyrsta sinn ekki yfir síðan staðan var 0-0. Ljóst var snemma að spennandi og skemmtilegur leikur væri í fæðingu. Með fyrstu körfu seinni hálfleiksins komst Njarðvík í fyrsta sinn yfir í leiknum. Við það virtist liðið slaka aðeins of mikið á en KR-ingar vöknuðu til lífsins og voru skyndilega komnir með nokkuð þægilega ellefu stiga forystu. Munurinn var sex stig, 66-60, fyrir síðasta fjórðunginn. Varnarleikur KR lagaðist eftir því sem líða tók á leikinn og liðið náði að sigla sigrinum í höfn af nokkru öryggi. Glæsileg troðsla David Tairu í lokafjórðungnum kætti marga áhorfendur á leiknum og þrátt fyrir að KR hafi oft spilað betur vannst sigur. Varnarlega eiga KR-ingar nokkuð inni en þeir unnu leikinn án þess að sýna einhverja stjörnutakta. Hrafn: Erum enn í mótunHrafn leggur hér sínum mönnum línurnar í leiknum.Mynd/Valli„Það er frábært að fá tvö stig en þeir létu okkur hafa fyrir þessu. Við vorum kannski sjálfum okkur verstir oft á tíðum," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. Margir ungir leikmenn voru í sviðsljósinu í leiknum. „Algjörlega. Þetta er það sem fólkið í stúkunni vill sjá. Það vill sjá uppalda leikmenn koma inn og standa sig," sagði Hrafn. „Til að byrja með í mótinu þurfum við að sækja okkur stig á hvern þann hátt sem við getum. Við erum enn í mótun og erum að slípa okkur til. Það er heldur betur ýmislegt sem þarf að laga. Við spiluðum ekki nægilega góða vörn í byrjun og erum of seinir til baka. Við erum að taka slæmar ákvarðanir." KR á Stjörnuna í næsta leik. „Það verður alveg þvílíkur leikur. Við þurfum að bæta okkur töluvert ef við ætlum að ná einhverju út úr þeim leik," sagði Hrafn. Einar Árni: Stórt próf fyrir okkar hópFriðrik Ragnarsson og Einar Árni Jóhannsson, þjálfarar Njarðvíkur, í leiknum í gær.Mynd/Valli„Það vantaði upp á varnarleikinn hjá okkur. Það er það fyrsta sem manni dettur í hug," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga. „Við vorum að eiga við allt önnur gæði í þessum leik en fyrstu tveimur, með allri virðingu fyrir Haukum og Val. Við lentum í vandræðum með Hreggvið í teignum og hann var okkur erfiður." Einar segir að þó sé hægt að taka fullt af jákvæðum hlutum úr leiknum. „Það voru margir góðir hlutir í gangi og þetta var stórt próf fyrir okkar hóp. Það segir kannski sitt um metnað okkar að við erum hundfúlir að fara héðan með tap. Ég hef trú á því að okkar menn muni njóta þess að taka þátt í þessum slag og mannast hratt og vel." Njarðvík á Þór í næsta leik. „Það verður bara svakaleikur. Þórsararnir eru bara með verulega öflugt lið. Það verður járn í járn og barist upp á líf og dauða um tvö mikilvæg stig," sagði Einar. Hreggviður: Gerðum það sem þurftiHreggviður horfir hér á eftir Elvari Má Friðrikssyni, hinum efnilega leikmanni Njarðvíkur.Mynd/Valli„Þeir voru búnir að spila vel í fyrstu tveimur leikjunum og mikið búið að skrifa um þá í blöðunum. Okkur langaði að bæta okkur frá síðasta leik og við gerðum það sem þurfti," sagði Hreggviður Magnússon, leikmaður KR. „Ég var bara gríðarlega ánægður með Kristofer Acox sem kom gríðarlega öflugur af bekknum. Finnur stóð sig gríðarlega vel og svo var þetta bara samstillt átak. Við erum samt að gera of mikið af mistökum og eigum eftir að batna mikið varnarlega. Varðandi sóknarleikinn hef ég engar áhyggjur. Við eigum gríðarlega mikið af vopnum en vörnin er eitthvað sem við reynum að bæta á hverjum degi." „Við þurfum að spila betri vörn til að vinna þá. Við eigum harma að hefna frá æfingaleik fyrir nokkrum dögum en það kemur ekkert annað til greina en að vinna þann leik."KR-Njarðvík 85-74 (27-22, 14-19, 25-19, 19-14)KR: David Tairu 23, Hreggviður Magnússon 20/9 fráköst, Finnur Atli Magnusson 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 5/7 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 3/8 fráköst, Kristófer Acox 2/10 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 2/4 fráköst, Martin Hermannsson 2.Njarðvík: Travis Holmes 20/10 fráköst/5 stoðsendingar, Cameron Echols 18/15 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Elvar Már Friðriksson 7/7 stoðsendingar, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Maciej Stanislav Baginski 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira