Úrslit og stigaskor í körfunni í kvöld - Grindavík, Keflavík og Fjölnir unnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2011 22:07 Arnar Freyr Jónsson sést hér á ferðinni á móti Val í kvöld. Mynd/Valli Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en þetta voru fyrstu þrír leikirnir í þriðju umferðinni sem síðan lýkur á morgun. Grindvík, Keflavík og Fjölnir fögnuðu sigri í leikjum kvöldsins. Grindavík er búið að vinna alla leiki sína, Keflavík þá tvo síðustu en þetta var fyrsti sigur Fjölnismanna í vetur. Grindvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni í Iceland-Express deild karla en þeir unnu ÍR-inga, 87-73, í Röstinni í kvöld. Gestirnir sáu aldrei til sólar í gær auk þess sem þeir misstu tvo mikilvæga leikmenn af vellinum vegna meiðsla, en þeir James Bartolotta og Sveinbjörn Claessen þurftu að yfirgefa völlinn. Keflvíkingar komu í Vodafonehöllina og unnu 30 stiga stórsigur, 110-80. Bæði Reykjanesbæjarliðin hafa því unnið stóra sigri á Hlíðarenda í fyrstu tveimur heimaleikjum nýliða Vals í vetur. Steven Gerard Dagustino skaut Valsmenn hreinlega í kaf í fyrri hálfleik en hann hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum í hálfleiknum og skoraði 29 stig á 17 mínútum. Keflavík var 60-39 yfir í hálfleik og úrslitin nánast ráðin. Fjölnismenn fögnuðu sínum fyrsta sigri þegar þeir unnu átta stiga sigur á Tindastól á Sauðárkróki, 97-89. Tindastóll hefur þar með tapað þremur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu þar af tveimur þeirra á heimavelli. Frábær byrjun vóg þungt fyrir Fjölnismenn sem komust í 30-15 en Tindastóll vann upp forskotið og leikurinn var jafn fram í lokaleikhlutann þegar gestirnir úr Grafarvogi voru sterkari.Tindastóll-Fjölnir 89-97 (19-30, 25-18, 25-22, 20-27)Tindastóll: Trey Hampton 28/8 fráköst, Maurice Miller 18/14 fráköst/10 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 13, Helgi Rafn Viggósson 10/10 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 6, Friðrik Hreinsson 5, Hreinn Gunnar Birgisson 5, Þröstur Leó Jóhannsson 4/4 fráköst..Fjölnir: Nathan Walkup 24/11 fráköst, Árni Ragnarsson 23/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 16/4 fráköst, Calvin O'Neal 11/4 fráköst/7 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 10/6 fráköst, Jón Sverrisson 7, Trausti Eiríksson 6/4 fráköst.Valur-Keflavík 80-110 (20-32, 19-28, 21-23, 20-27) Valur: Darnell Hugee 26/10 fráköst, Austin Magnus Bracey 19/5 fráköst, Igor Tratnik 13/5 fráköst, Kristinn Ólafsson 5, Curry Collins 5, Birgir Björn Pétursson 4/4 fráköst, Benedikt Blöndal 3, Alexander Dungal 3, Bergur Ástráðsson 2. Keflavík: Steven Gerard Dagustino 34, Charles Michael Parker 22/8 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 18/6 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 9, Jarryd Cole 7/7 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 6, Valur Orri Valsson 6, Ragnar Gerald Albertsson 4, Hafliði Már Brynjarsson 3, Almar Stefán Guðbrandsson 1.Grindavík-ÍR 87-73 (21-17, 20-15, 17-12, 29-29)Grindavík: Ómar Örn Sævarsson 14/4 fráköst, J'Nathan Bullock 13/9 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 10/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/10 fráköst, Giordan Watson 9/6 fráköst/7 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Þorsteinn Finnbogason 5, Björn Steinar Brynjólfsson 3.ÍR: Nemanja Sovic 17/11 fráköst, Hjalti Friðriksson 16/5 fráköst, Eiríkur Önundarson 14, Kristinn Jónasson 14/8 fráköst, Williard Johnson 5, Sveinbjörn Claessen 4/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ellert Arnarson 3.Staðan: 1 Grindavík 3 3 0 268-229 6 2 Njarðvík 2 2 0 199-154 4 3 Stjarnan 2 2 0 201-169 4 4 Keflavík 3 2 1 277-244 4 5 Snæfell 2 2 0 209-189 4 6 KR 2 1 1 190-200 2 7 Þór Þ. 2 1 1 185-182 2 8 ÍR 3 1 2 274-289 2 9 Fjölnir 3 1 2 274-293 2 10 Haukar 2 0 2 180-200 0 11 Tindastóll 3 0 3 258-289 0 12 Valur 3 0 3 221-298 0 Dominos-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en þetta voru fyrstu þrír leikirnir í þriðju umferðinni sem síðan lýkur á morgun. Grindvík, Keflavík og Fjölnir fögnuðu sigri í leikjum kvöldsins. Grindavík er búið að vinna alla leiki sína, Keflavík þá tvo síðustu en þetta var fyrsti sigur Fjölnismanna í vetur. Grindvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni í Iceland-Express deild karla en þeir unnu ÍR-inga, 87-73, í Röstinni í kvöld. Gestirnir sáu aldrei til sólar í gær auk þess sem þeir misstu tvo mikilvæga leikmenn af vellinum vegna meiðsla, en þeir James Bartolotta og Sveinbjörn Claessen þurftu að yfirgefa völlinn. Keflvíkingar komu í Vodafonehöllina og unnu 30 stiga stórsigur, 110-80. Bæði Reykjanesbæjarliðin hafa því unnið stóra sigri á Hlíðarenda í fyrstu tveimur heimaleikjum nýliða Vals í vetur. Steven Gerard Dagustino skaut Valsmenn hreinlega í kaf í fyrri hálfleik en hann hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum í hálfleiknum og skoraði 29 stig á 17 mínútum. Keflavík var 60-39 yfir í hálfleik og úrslitin nánast ráðin. Fjölnismenn fögnuðu sínum fyrsta sigri þegar þeir unnu átta stiga sigur á Tindastól á Sauðárkróki, 97-89. Tindastóll hefur þar með tapað þremur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu þar af tveimur þeirra á heimavelli. Frábær byrjun vóg þungt fyrir Fjölnismenn sem komust í 30-15 en Tindastóll vann upp forskotið og leikurinn var jafn fram í lokaleikhlutann þegar gestirnir úr Grafarvogi voru sterkari.Tindastóll-Fjölnir 89-97 (19-30, 25-18, 25-22, 20-27)Tindastóll: Trey Hampton 28/8 fráköst, Maurice Miller 18/14 fráköst/10 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 13, Helgi Rafn Viggósson 10/10 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 6, Friðrik Hreinsson 5, Hreinn Gunnar Birgisson 5, Þröstur Leó Jóhannsson 4/4 fráköst..Fjölnir: Nathan Walkup 24/11 fráköst, Árni Ragnarsson 23/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 16/4 fráköst, Calvin O'Neal 11/4 fráköst/7 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 10/6 fráköst, Jón Sverrisson 7, Trausti Eiríksson 6/4 fráköst.Valur-Keflavík 80-110 (20-32, 19-28, 21-23, 20-27) Valur: Darnell Hugee 26/10 fráköst, Austin Magnus Bracey 19/5 fráköst, Igor Tratnik 13/5 fráköst, Kristinn Ólafsson 5, Curry Collins 5, Birgir Björn Pétursson 4/4 fráköst, Benedikt Blöndal 3, Alexander Dungal 3, Bergur Ástráðsson 2. Keflavík: Steven Gerard Dagustino 34, Charles Michael Parker 22/8 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 18/6 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 9, Jarryd Cole 7/7 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 6, Valur Orri Valsson 6, Ragnar Gerald Albertsson 4, Hafliði Már Brynjarsson 3, Almar Stefán Guðbrandsson 1.Grindavík-ÍR 87-73 (21-17, 20-15, 17-12, 29-29)Grindavík: Ómar Örn Sævarsson 14/4 fráköst, J'Nathan Bullock 13/9 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 10/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/10 fráköst, Giordan Watson 9/6 fráköst/7 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Þorsteinn Finnbogason 5, Björn Steinar Brynjólfsson 3.ÍR: Nemanja Sovic 17/11 fráköst, Hjalti Friðriksson 16/5 fráköst, Eiríkur Önundarson 14, Kristinn Jónasson 14/8 fráköst, Williard Johnson 5, Sveinbjörn Claessen 4/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ellert Arnarson 3.Staðan: 1 Grindavík 3 3 0 268-229 6 2 Njarðvík 2 2 0 199-154 4 3 Stjarnan 2 2 0 201-169 4 4 Keflavík 3 2 1 277-244 4 5 Snæfell 2 2 0 209-189 4 6 KR 2 1 1 190-200 2 7 Þór Þ. 2 1 1 185-182 2 8 ÍR 3 1 2 274-289 2 9 Fjölnir 3 1 2 274-293 2 10 Haukar 2 0 2 180-200 0 11 Tindastóll 3 0 3 258-289 0 12 Valur 3 0 3 221-298 0
Dominos-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira