Stórt kvöld í Lengjubikarnum - bæði Reykjavíkur- og Reykjanesbæjarslagur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2011 14:45 Stjarnan og KR verða bæði í eldlínunni í kvöld. Mynd/Anton Það fara fimm leikir fram í Lengjubikar karla í kvöld og það er hægt að halda því fram að tveir þeirra teljist til úrslitaleikja í sínum riðlum. Það er bæði Reykjavíkur og Reykjanesbæjarslagur á dagskránni í kvöld sem og að Stjarnan og Snæfell mætast í fyrri leik sínum af tveimur í þessari viku. Eftir leiki kvöldsins er riðlakeppnina hálfnuð og öll liðin innan hvers riðils hafa mæst einu sinni. Stjarnan og Snæfell mætast í Ásgarði í Garðabæ klukkan 19.15. Liðin hafa unnið sitthvorn leikinn en það eru bara þrjú lið í þeirra riðli. Þriðja liðið, Tindastóll, hefur tapað báðum sínum leikjum og ætlar ekki að blanda sér í baráttu um sigurinn í riðlinum. Baráttan um sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins stendur því á milli Hólmara og Garðbæinga. Stjarnan og Snæfell mætast síðan aftur í Iceland Express deild karla á föstudagskvöldið. Njarðvík og Keflavík mætast í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 19.15. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í keppninni og það er ljóst að þau munu berjast um laus sæti í undanúrslitunum. Liðin hafa mætt í mótið með mismunandi áherslur. Njarðvíkingar leggja allt sitt traust á unga uppalda leikmenn en Keflvíkingar tefla hinsvegar fram þremur erlendum leikmönnum og þjálfarinn Sigurður Ingimundarson hefur sagt það að hann vilji ekki kasta ungu strákunum strax út í djúpu laugina. ÍR tekur á móti KR í Seljaskólanum klukkan 19.15 en KR getur stigið stórt skref í átt að tryggja sér sigur í riðlinum með því að vinna í kvöld. KR hefur unnið tvo fyrstu leiki sína en ÍR og Þór úr Þorlákshöfn hafa bæði unnið einn og tapað einum. Skallagrímur tekur á móti Þór úr Þorlákshöfn í hinum leik riðilsins. Fimmti og síðasti leikur kvöldsins er síðan leikur KFÍ og Fjölnis á Ísafirði en honum var frestað í gær. 1.deildarlið KFÍ kom mikið á óvart með því að vinna Hauka í síðasta leik en KFÍ er eins og er með fullt hús á toppi 1. deildarinnar.Staðan í riðlunum í Lengjubikarnum:(Liðin spila tvöfalda umferð og aðeins efsta liðið kemst áfram)Lengjubikar karlar, A-riðill 1. KR 2 2 0 192-176 4 2. Þór Þ. 2 1 1 184-171 2 3. ÍR 2 1 1 166-168 2 4. Skallagrímur 2 0 2 160-187 0Lengjubikar karlar, B-riðill 1. Grindavík 3 3 0 275-232 6 2. KFÍ 2 1 1 154-176 2 3. Haukar 3 1 2 230-246 2 4. Fjölnir 2 0 2 152-157 0Lengjubikar karlar, C-riðill 1. Stjarnan 1 1 0 87-69 2 2. Snæfell 1 1 0 93-91 2 3. Tindastóll 2 0 2 160-180 0Lengjubikar karlar, D-riðill 1. Njarðvík 2 2 0 186-139 4 2. Keflavík 2 2 0 170-137 4 3. Hamar 3 1 2 222-271 2 4 Valur 3 0 3 222-253 0 Dominos-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Sjá meira
Það fara fimm leikir fram í Lengjubikar karla í kvöld og það er hægt að halda því fram að tveir þeirra teljist til úrslitaleikja í sínum riðlum. Það er bæði Reykjavíkur og Reykjanesbæjarslagur á dagskránni í kvöld sem og að Stjarnan og Snæfell mætast í fyrri leik sínum af tveimur í þessari viku. Eftir leiki kvöldsins er riðlakeppnina hálfnuð og öll liðin innan hvers riðils hafa mæst einu sinni. Stjarnan og Snæfell mætast í Ásgarði í Garðabæ klukkan 19.15. Liðin hafa unnið sitthvorn leikinn en það eru bara þrjú lið í þeirra riðli. Þriðja liðið, Tindastóll, hefur tapað báðum sínum leikjum og ætlar ekki að blanda sér í baráttu um sigurinn í riðlinum. Baráttan um sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins stendur því á milli Hólmara og Garðbæinga. Stjarnan og Snæfell mætast síðan aftur í Iceland Express deild karla á föstudagskvöldið. Njarðvík og Keflavík mætast í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 19.15. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í keppninni og það er ljóst að þau munu berjast um laus sæti í undanúrslitunum. Liðin hafa mætt í mótið með mismunandi áherslur. Njarðvíkingar leggja allt sitt traust á unga uppalda leikmenn en Keflvíkingar tefla hinsvegar fram þremur erlendum leikmönnum og þjálfarinn Sigurður Ingimundarson hefur sagt það að hann vilji ekki kasta ungu strákunum strax út í djúpu laugina. ÍR tekur á móti KR í Seljaskólanum klukkan 19.15 en KR getur stigið stórt skref í átt að tryggja sér sigur í riðlinum með því að vinna í kvöld. KR hefur unnið tvo fyrstu leiki sína en ÍR og Þór úr Þorlákshöfn hafa bæði unnið einn og tapað einum. Skallagrímur tekur á móti Þór úr Þorlákshöfn í hinum leik riðilsins. Fimmti og síðasti leikur kvöldsins er síðan leikur KFÍ og Fjölnis á Ísafirði en honum var frestað í gær. 1.deildarlið KFÍ kom mikið á óvart með því að vinna Hauka í síðasta leik en KFÍ er eins og er með fullt hús á toppi 1. deildarinnar.Staðan í riðlunum í Lengjubikarnum:(Liðin spila tvöfalda umferð og aðeins efsta liðið kemst áfram)Lengjubikar karlar, A-riðill 1. KR 2 2 0 192-176 4 2. Þór Þ. 2 1 1 184-171 2 3. ÍR 2 1 1 166-168 2 4. Skallagrímur 2 0 2 160-187 0Lengjubikar karlar, B-riðill 1. Grindavík 3 3 0 275-232 6 2. KFÍ 2 1 1 154-176 2 3. Haukar 3 1 2 230-246 2 4. Fjölnir 2 0 2 152-157 0Lengjubikar karlar, C-riðill 1. Stjarnan 1 1 0 87-69 2 2. Snæfell 1 1 0 93-91 2 3. Tindastóll 2 0 2 160-180 0Lengjubikar karlar, D-riðill 1. Njarðvík 2 2 0 186-139 4 2. Keflavík 2 2 0 170-137 4 3. Hamar 3 1 2 222-271 2 4 Valur 3 0 3 222-253 0
Dominos-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Sjá meira