Real vann Valencia í hörkuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2011 00:01 Nordic Photos / Getty Images Real Madrid er aftur með þriggja stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn fór fram í Valencia en með sigri heimamanna, sem eru í þriðja sæti deildarinnar, hefði aðeins eitt stig skilið að efstu þrjú lið deildarinnar - Real, Barcelona og Valencia. En Madrídingar létu ekki segjast og hafa nú þriggja stiga forystu á Barcelona og átta stiga forystu á Valencia í þrijða sætinu. Karim Benzema kom Real Madrid yfir á 20. mínútu leiksins með afar laglegu marki. Xabi Alonso átti sendingu inn fyrir vörn heimamanna og skoraði Benzema með föstu viðstöðulausu skoti eftir að hafa lagt boltann fyrir sig. Þannig stóðu leikar næstu 52 mínúturnar og með ólíkindum að enginn leikmaður hafi fengið að líta rauða spjaldið, sérstaklega í upphafi síðari hálfleiks þegar sauð nokkrum sinnum upp úr á milli leikmanna. Einn þeirra sem hafði sig hvað mest frammi, varnarmaðurinn Sergio Ramos, sá svo um að skora næsta mark Real í leiknum en það gerði hann með skalla efti hornspyrnu Mesut Özil á 72. mínútu. Roberto Soldado, fyrrum leikmaður Real, hélt þó spennu í leiknum er hann skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok mark. Boltinn datt fyrir hann í teig gestanna og skoraði hann með föstu skoti í markhornið fjær. En þá var komið að Cristiano Ronaldo sem náði að vinna boltann af markverðinum Diego Alves í návígi eftir skógarhlaup þess síðarnefnda. Ronaldo skoraði fram hjá varnarmanni úr þröngu færi eftir að hafa skilið Alves eftir. Þó létu heimamenn ekki segjast og Soldado náði að skora aftur, í þetta sinn sjö mínútum fyrir leikslok. Pablo Hernandez gerði vel þegar hann náði til boltans við endalínuna og gaf fyrir markið þar sem Soldado náði að skora af stuttu færi. Real Madrid, sem hafði aðeins fengið á sig eitt deildarmark á útivelli á tímabilinu fyrir leikinn í kvöld, náði þó að halda forystunni til leiksloka. Það stóð þó mjög tæpt því á lokamínútu venjulegst leiktíma náði Soldado að koma knettinum í netið en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Valencia fékk svo tvær hornspyrnur á fimmtu mínútur uppbótartímans en eftir þá fyrri náði Iker Casillas að verja eftir skalla af stuttu færi. Heimamenn vildu einnig fá dæmda vítaspyrnu á Marcelo fyrir að handleika knöttinn en endursýningar í sjónvarpi gáfu til kynna að boltinn hafi ekki farið í hönd hans. Leikmenn Valencia voru engu að síður frá sér af bræði og mótmæltu kröftuglega í leikslok. Allt kom fyrir ekki og Real fagnaði góðum sigri. Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira
Real Madrid er aftur með þriggja stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn fór fram í Valencia en með sigri heimamanna, sem eru í þriðja sæti deildarinnar, hefði aðeins eitt stig skilið að efstu þrjú lið deildarinnar - Real, Barcelona og Valencia. En Madrídingar létu ekki segjast og hafa nú þriggja stiga forystu á Barcelona og átta stiga forystu á Valencia í þrijða sætinu. Karim Benzema kom Real Madrid yfir á 20. mínútu leiksins með afar laglegu marki. Xabi Alonso átti sendingu inn fyrir vörn heimamanna og skoraði Benzema með föstu viðstöðulausu skoti eftir að hafa lagt boltann fyrir sig. Þannig stóðu leikar næstu 52 mínúturnar og með ólíkindum að enginn leikmaður hafi fengið að líta rauða spjaldið, sérstaklega í upphafi síðari hálfleiks þegar sauð nokkrum sinnum upp úr á milli leikmanna. Einn þeirra sem hafði sig hvað mest frammi, varnarmaðurinn Sergio Ramos, sá svo um að skora næsta mark Real í leiknum en það gerði hann með skalla efti hornspyrnu Mesut Özil á 72. mínútu. Roberto Soldado, fyrrum leikmaður Real, hélt þó spennu í leiknum er hann skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok mark. Boltinn datt fyrir hann í teig gestanna og skoraði hann með föstu skoti í markhornið fjær. En þá var komið að Cristiano Ronaldo sem náði að vinna boltann af markverðinum Diego Alves í návígi eftir skógarhlaup þess síðarnefnda. Ronaldo skoraði fram hjá varnarmanni úr þröngu færi eftir að hafa skilið Alves eftir. Þó létu heimamenn ekki segjast og Soldado náði að skora aftur, í þetta sinn sjö mínútum fyrir leikslok. Pablo Hernandez gerði vel þegar hann náði til boltans við endalínuna og gaf fyrir markið þar sem Soldado náði að skora af stuttu færi. Real Madrid, sem hafði aðeins fengið á sig eitt deildarmark á útivelli á tímabilinu fyrir leikinn í kvöld, náði þó að halda forystunni til leiksloka. Það stóð þó mjög tæpt því á lokamínútu venjulegst leiktíma náði Soldado að koma knettinum í netið en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Valencia fékk svo tvær hornspyrnur á fimmtu mínútur uppbótartímans en eftir þá fyrri náði Iker Casillas að verja eftir skalla af stuttu færi. Heimamenn vildu einnig fá dæmda vítaspyrnu á Marcelo fyrir að handleika knöttinn en endursýningar í sjónvarpi gáfu til kynna að boltinn hafi ekki farið í hönd hans. Leikmenn Valencia voru engu að síður frá sér af bræði og mótmæltu kröftuglega í leikslok. Allt kom fyrir ekki og Real fagnaði góðum sigri.
Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira