Umfjöllun og viðtöl: Fram-FH 34-33 Elvar Geir Magnússon í Safamýri skrifar 17. nóvember 2011 15:54 mynd/anton Topplið Fram vann dramatískan sigur, 34-33, á FH í stórleik kvöldsins í N1-deild karla. Úrslitin réðust á lokamínútunni þar sem Róbert Aron Hostet skoraði sigurmarkið áður en skot Andra Bergs Haraldssonar sigldi framhjá rétt áður lokaflautið gall. Leikurinn var ótrúlega kaflaskiptur en þegar upp var staðið héldu taugar Fram betur. Framarar girtu sig í brók eftir óvænt tap gegn Aftureldingu, einu lélegasta liði deildarinnar, fyrir viku síðan. Þeir leiddu með tveggja marka mun í hálfleik. Ingimundur Ingimundarson var í hörkugír og skoraði alls átta mörk í leiknum, öll reyndar á fyrstu 35 mínútunum. Vörn og markvarsla beggja liða í fyrri hálfleik var ekki til útflutnings. Sérstaklega hjá gestunum þar sem aðeins eitt varið skot kom fyrir hlé. Í seinni hálfleik skánaði varnarþátturinn. Fram byrjaði af krafti og komst fimm mörkum yfir áður en FH-ingar náðu frábærum kafla. Gestirnir voru tveimur mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir og lokakaflinn æsispennandi. Á kafla féll dómgæslan engan veginn með Fram við litla hrifningu Einars Jónssonar þjálfara liðsins en hann fékk á sig tveggja mínútna brottvísun á lokasprettinum. Heimamenn sýndu þó karakter og kláruðu leikinn með sigri en sigurmark Róberts var sérlega glæsilegt þrumuskot. Þá verður að hrósa innkomu Arnars Birkis Hálfdánarsonar sem skoraði mikilvæg mörk í seinni hálfleiknum og var óragur að láta vaða. Ingimundur: Ég varð að taka af skarið.FH réð lítið við Ingimund í kvöld.mynd/anton„Við vorum þéttir og flottir sóknarlega í fyrri hálfleik," sagði Ingimundur Ingimundarson, markahæsti leikmaður Fram í kvöld. „Það vantaði hinsvegar vörn og markvörslu í dag og þar að auki var pressa á okkur að skora í hverri sókn. Það kom slæmur kafli sóknarlega í seinni hálfleik og þá komst FH á lagið en það komu ungir strákar inn og sýndu að það er hægt að treysta á þá. Arnar Birkir kom inn og skoraði góð mörk og kom okkur á lagið aftur." „Ég varð að taka á skarið, þeir voru ekkert að sækja í mig," sagði Ingimundur en hann skoraði átta mörk í leiknum. Hann vill ekki nota orðið slys um tapið gegn Aftureldingu í síðasta leik. „Við mætum á heimavöll til að vinna alla leiki en slys eða ekki slys... við vorum ekki nægilega góðir á meðan Afturelding átti góðan leik. En það þýðir ekki að dvelja við þann leik, við unnum í kvöld og horfum fram á veginn." Kristján: Vörnin hriplek og markvarslan eftir þvíSigfús Páll átti lipra spretti í kvöld.mynd/anton„Það er svekkjandi að fá ekki stig úr þessum leik fyrst við komumst inn í leikinn. Þetta voru alveg sanngjörn úrslit en svona er þetta," sagði Kristján Arason, þjálfari FH, eftir leikinn. „Þetta var nokkuð furðulegur leikur þar sem allt lak inn í fyrri hálfleik en svo komu meiri varnir og spenna í seinni hálfleik. Þetta var hörkuleikur toppliða. Við bjuggumst við hörkuleik og sú varð raunin. Framarar spila góða vörn en við náðum ágætlega að höndla hana." „Í fyrri hálfleik var vörnin alveg hriplek og markvarslan eftir því. Það kom óöryggi á markverðina því þeir fengu of frí skot. Svo fundu markverðirnir sig ekki og við það varð vörnin líka óörugg. Það var ekki fyrr en við breyttum í 5-1 vörn sem við náðum að loka aðeins á þá og komast aftur inn í leikinn en það dugði ekki." Markvörðurinn Pálmar Pétursson er kominn aftur í FH-búninginn og spilaði hluta leiksins en leikformið er ekki komið og hann fann sig ekki. Kristján segir að hann sé þó kominn til að vera. „Hann er búinn að vera með okkur. Hann var aðeins óöruggur í sínum fyrsta leik en það var gott að vera með hann. Þetta er langur vetur og fínt að hafa þrjá markverði," sagði Kristján. Olís-deild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira
Topplið Fram vann dramatískan sigur, 34-33, á FH í stórleik kvöldsins í N1-deild karla. Úrslitin réðust á lokamínútunni þar sem Róbert Aron Hostet skoraði sigurmarkið áður en skot Andra Bergs Haraldssonar sigldi framhjá rétt áður lokaflautið gall. Leikurinn var ótrúlega kaflaskiptur en þegar upp var staðið héldu taugar Fram betur. Framarar girtu sig í brók eftir óvænt tap gegn Aftureldingu, einu lélegasta liði deildarinnar, fyrir viku síðan. Þeir leiddu með tveggja marka mun í hálfleik. Ingimundur Ingimundarson var í hörkugír og skoraði alls átta mörk í leiknum, öll reyndar á fyrstu 35 mínútunum. Vörn og markvarsla beggja liða í fyrri hálfleik var ekki til útflutnings. Sérstaklega hjá gestunum þar sem aðeins eitt varið skot kom fyrir hlé. Í seinni hálfleik skánaði varnarþátturinn. Fram byrjaði af krafti og komst fimm mörkum yfir áður en FH-ingar náðu frábærum kafla. Gestirnir voru tveimur mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir og lokakaflinn æsispennandi. Á kafla féll dómgæslan engan veginn með Fram við litla hrifningu Einars Jónssonar þjálfara liðsins en hann fékk á sig tveggja mínútna brottvísun á lokasprettinum. Heimamenn sýndu þó karakter og kláruðu leikinn með sigri en sigurmark Róberts var sérlega glæsilegt þrumuskot. Þá verður að hrósa innkomu Arnars Birkis Hálfdánarsonar sem skoraði mikilvæg mörk í seinni hálfleiknum og var óragur að láta vaða. Ingimundur: Ég varð að taka af skarið.FH réð lítið við Ingimund í kvöld.mynd/anton„Við vorum þéttir og flottir sóknarlega í fyrri hálfleik," sagði Ingimundur Ingimundarson, markahæsti leikmaður Fram í kvöld. „Það vantaði hinsvegar vörn og markvörslu í dag og þar að auki var pressa á okkur að skora í hverri sókn. Það kom slæmur kafli sóknarlega í seinni hálfleik og þá komst FH á lagið en það komu ungir strákar inn og sýndu að það er hægt að treysta á þá. Arnar Birkir kom inn og skoraði góð mörk og kom okkur á lagið aftur." „Ég varð að taka á skarið, þeir voru ekkert að sækja í mig," sagði Ingimundur en hann skoraði átta mörk í leiknum. Hann vill ekki nota orðið slys um tapið gegn Aftureldingu í síðasta leik. „Við mætum á heimavöll til að vinna alla leiki en slys eða ekki slys... við vorum ekki nægilega góðir á meðan Afturelding átti góðan leik. En það þýðir ekki að dvelja við þann leik, við unnum í kvöld og horfum fram á veginn." Kristján: Vörnin hriplek og markvarslan eftir þvíSigfús Páll átti lipra spretti í kvöld.mynd/anton„Það er svekkjandi að fá ekki stig úr þessum leik fyrst við komumst inn í leikinn. Þetta voru alveg sanngjörn úrslit en svona er þetta," sagði Kristján Arason, þjálfari FH, eftir leikinn. „Þetta var nokkuð furðulegur leikur þar sem allt lak inn í fyrri hálfleik en svo komu meiri varnir og spenna í seinni hálfleik. Þetta var hörkuleikur toppliða. Við bjuggumst við hörkuleik og sú varð raunin. Framarar spila góða vörn en við náðum ágætlega að höndla hana." „Í fyrri hálfleik var vörnin alveg hriplek og markvarslan eftir því. Það kom óöryggi á markverðina því þeir fengu of frí skot. Svo fundu markverðirnir sig ekki og við það varð vörnin líka óörugg. Það var ekki fyrr en við breyttum í 5-1 vörn sem við náðum að loka aðeins á þá og komast aftur inn í leikinn en það dugði ekki." Markvörðurinn Pálmar Pétursson er kominn aftur í FH-búninginn og spilaði hluta leiksins en leikformið er ekki komið og hann fann sig ekki. Kristján segir að hann sé þó kominn til að vera. „Hann er búinn að vera með okkur. Hann var aðeins óöruggur í sínum fyrsta leik en það var gott að vera með hann. Þetta er langur vetur og fínt að hafa þrjá markverði," sagði Kristján.
Olís-deild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira