Körfubolti

Helgi Jónas með 35 stig í sigri á Blikum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Jónas Guðfinnsson.
Helgi Jónas Guðfinnsson.
Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari toppliðs Grindavíkur í Iceland Express deild karla, skoraði 35 stig í dag fyrir ÍG þegar liðið vann 95-90 sigur á Breiðabliki í 1. deild karla í körfubolta.

Helgi Jónas var ekki eini gamalkunni leikmaður ÍG í þessum leik því Guðmundur Bragason, fyrrum landsliðsfyrirliði, var með flotta tvennu (15 stig og 12 fráköst), Nökkvi Már Jónsson skoraði 8 stig og fótboltamaðurinn Orri Freyr Hjaltalín var með 10 stig.

Helgi Jónas hefur spilað tvo leiki með ÍG í 1. deildinni í vetur sem báðir hafa unnist og hefur hann skorað 31,0 stig, tekið 9,0 fráköst og gefið 6,0 stoðsendingar að meðaltali í þessum tveimur leikjum. Helgi Jónas hefur meðal annars sett niður 50 prósent þriggja stiga skota sinna (9 af 18) í þessum sigrinum á FSu og Blikum.



ÍG-Breiðablik 95-90 (24-19, 26-29, 17-15, 28-27)

ÍG: Helgi Jónas Guðfinnsson 35/8 fráköst, Hilmar Hafsteinsson 17, Guðmundur Bragason 15/12 fráköst, Orri Freyr Hjaltalín 10, Nökkvi Már Jónsson 8/4 fráköst, Ásgeir Ásgeirsson 4/4 fráköst, Hjalti Már Magnússon 3, Tómas Guðmundsson 2, Jóhann Þór Ólafsson 1, Eðvald Freyr Ómarsson 0, Andri Páll Sigurðarsson 0, Árni Stefán Björnsson 0.

Breiðablik: Þorsteinn Gunnlaugsson 21/16 fráköst, Hraunar Karl Guðmundsson 17/9 fráköst, Sigmar Logi Björnsson 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Arnar Pétursson 16, Atli Örn Gunnarsson 9/4 fráköst, Ægir Hreinn Bjarnason 8, Þorgrímur Guðni Björnsson 2, Hjalti Már Ólafsson 1, Snorri Hrafnkelsson 0, Ívar Örn Hákonarson 0, Ásgeir Nikulásson 0, Arnar Bogi Jónsson 0.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×