Tindastóll vann sinn fyrsta sigur - sjötta tapið í röð hjá Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2011 21:06 Friðrik Hreinsson var góður í kvöld. MYnd/Stefán Tindastóll landaði í kvöld sínum fyrsta sigri í Iceland Express deild karla þegar liðið vann 89-82 sigur á Val í Síkinu á Sauðárkróki og skildu Stólarnir þar með Valsmenn eftir stigalausa á botninum. Trey Hampton, Friðrik Hreinsson og Maurice Miller skoruðu allir yfir tuttugu stig í leiknum og munaði sérstaklega mikið um framlag Friðriks sem skoraði 20 stig. Garrison Johnson skoraði 23 stig fyrir Val, Darnell Hugee var með 19 stig og Igor Tratnik var með 18 stig og 15 fráköst. Tindastóll tók frumkvæðið eftir jafnar upphafsmínútur, komst í 14-10 og 18-12 og var síðan 22-16 yfir eftir fyrsta leikhlutann þar sem bandarísku leikmenn liðsins voru búnir að skora saman 15 stig, Maurice Miller 9 og Trey Hampton 6. Tindastóll hóf annan leikhlutann á þriggja stiga körfuum frá Friðriki Hreinssyni og Helga Frey Margeirssyni og Stólarnir voru allt í einu komnir með ellefu stiga forskot, 27-16. Tindstóll komst mest þrettán stigum yfir en Valsmenn náði að minnka muninn og í hálfleik voru Stólarnir 46-41 yfir þökk sé lokakörfu hálfleiksins frá Maurice Miller sem var þá kominn með fimmtán stig. Valsmenn komu muninum niður í tvö stig, 53-51, í upphafi þriðja leikhlutans og munurinn var bara þrjú stig, 56-53, þegar Stólarnir náðu aftur góðum spretti og komust yfir í 64-53. Tindastólsliðið var síðan 66-59 yfir fyrir lokaleikhlutann. Tindastóll byrjaði fjórða leikhlutann vel og komst tíu stigum yfir, 71-61. Valsmenn neituðu hinsvegar að gefast upp og sjö stig í röð frá þeim jafnaði leikinn í 74-74. Valsmenn komust nokkrum sinnum yfir á lokmínútunum og voru 80-79 yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Stólarnir skoruðu þá átta stig í röð og voru með leikinn í sínum höndum eftir það.Tindastóll-Valur 89-82 (22-16, 24-25, 20-18, 23-23)Tindastóll: Trey Hampton 21/9 fráköst/5 stoðsendingar, Maurice Miller 21/5 fráköst, Friðrik Hreinsson 20, Helgi Rafn Viggósson 10/4 fráköst/5 stolnir, Svavar Atli Birgisson 8/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 3.Valur: Garrison Johnson 23/6 fráköst/5 stolnir, Darnell Hugee 19/5 fráköst, Igor Tratnik 18/15 fráköst/3 varin skot, Ragnar Gylfason 7, Austin Magnus Bracey 5, Birgir Björn Pétursson 4/4 fráköst, Alexander Dungal 4, Hamid Dicko 2/5 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Tindastóll landaði í kvöld sínum fyrsta sigri í Iceland Express deild karla þegar liðið vann 89-82 sigur á Val í Síkinu á Sauðárkróki og skildu Stólarnir þar með Valsmenn eftir stigalausa á botninum. Trey Hampton, Friðrik Hreinsson og Maurice Miller skoruðu allir yfir tuttugu stig í leiknum og munaði sérstaklega mikið um framlag Friðriks sem skoraði 20 stig. Garrison Johnson skoraði 23 stig fyrir Val, Darnell Hugee var með 19 stig og Igor Tratnik var með 18 stig og 15 fráköst. Tindastóll tók frumkvæðið eftir jafnar upphafsmínútur, komst í 14-10 og 18-12 og var síðan 22-16 yfir eftir fyrsta leikhlutann þar sem bandarísku leikmenn liðsins voru búnir að skora saman 15 stig, Maurice Miller 9 og Trey Hampton 6. Tindastóll hóf annan leikhlutann á þriggja stiga körfuum frá Friðriki Hreinssyni og Helga Frey Margeirssyni og Stólarnir voru allt í einu komnir með ellefu stiga forskot, 27-16. Tindstóll komst mest þrettán stigum yfir en Valsmenn náði að minnka muninn og í hálfleik voru Stólarnir 46-41 yfir þökk sé lokakörfu hálfleiksins frá Maurice Miller sem var þá kominn með fimmtán stig. Valsmenn komu muninum niður í tvö stig, 53-51, í upphafi þriðja leikhlutans og munurinn var bara þrjú stig, 56-53, þegar Stólarnir náðu aftur góðum spretti og komust yfir í 64-53. Tindastólsliðið var síðan 66-59 yfir fyrir lokaleikhlutann. Tindastóll byrjaði fjórða leikhlutann vel og komst tíu stigum yfir, 71-61. Valsmenn neituðu hinsvegar að gefast upp og sjö stig í röð frá þeim jafnaði leikinn í 74-74. Valsmenn komust nokkrum sinnum yfir á lokmínútunum og voru 80-79 yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Stólarnir skoruðu þá átta stig í röð og voru með leikinn í sínum höndum eftir það.Tindastóll-Valur 89-82 (22-16, 24-25, 20-18, 23-23)Tindastóll: Trey Hampton 21/9 fráköst/5 stoðsendingar, Maurice Miller 21/5 fráköst, Friðrik Hreinsson 20, Helgi Rafn Viggósson 10/4 fráköst/5 stolnir, Svavar Atli Birgisson 8/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 3.Valur: Garrison Johnson 23/6 fráköst/5 stolnir, Darnell Hugee 19/5 fráköst, Igor Tratnik 18/15 fráköst/3 varin skot, Ragnar Gylfason 7, Austin Magnus Bracey 5, Birgir Björn Pétursson 4/4 fráköst, Alexander Dungal 4, Hamid Dicko 2/5 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira