Webber: Alltaf gaman að vinna 27. nóvember 2011 22:02 Mark Webber fagnar sigrinum i Brasilíu í dag. AP MYND: Victor R. Caivano Mark Webber hjá Red Bull liðinu vann sinn fyrsta sigur á keppnistímabilinu þegar hann kom fyrstur í endamark í brasilíska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Webber sagði sigurinn mikilvægan fyrir sig, en mótið í Brasilíu var það síðasta á keppnistímabilinu í Formúlu 1. Baráttan um fyrsta sætið í mótinu á Jose Carlos Pace brautinni í dag var á milli Webber og Sebastian Vettel, liðsfélaga hans hjá Red Bull. Vettel leiddi mótið, eftir að hafa ræst af stað af fremsta stað á ráslínu. En eitthvað vandamál kom upp í gírkassanum í bíl Vettel í mótinu og Webber nýtti sóknarfærið og fór framúr Vettel í 29 hring af 71, sem keppendur óku í mótinu. Webber varð ekki ógnað eftir þetta og Vettel hélt öðru sætinu til loka og kom í endamark á undan Jenson Button hjá McLaren. Button tryggði sér annað sætið í stigamóti ökumanna með árangri sínum í dag, á eftir Vettel sem var þegar búinn að tryggja sér titil ökumanna. Webber lauk tímabilinu í þriðja sæti í stigamóti ökumanna. Um árangurinn sinn í kappakstrinum í dag sagði Webber: „Tilfinningin er góð, það er alltaf gaman að vinna. Slagurinn við Vettel var ekki harður, af því hann lenti í vandræðum, en ég var á góðum hraða og leið vel í bílnum. Það var fínn endir á árinu", sagði Webber. „Ef ég horfði yfir árið þá var þetta ekki besta tímabilið mitt, en ekki það versta heldur. Árið byrjaði ekki vel og ég gat ekki nýtt mér ólán annarra, eða komist í stöðu til að vinna mót, en maður tekur sigrunum þegar færi gefst." „Þetta var því mjög mikilvægur sigur fyrir mig í dag og liðið lýkur tímabilinu í sigurvímu. Ég hafði verulega gaman af síðustu hringjunum. Þetta er frábær braut fyrir liðið og við höfum unnið þrjá sigra í röð hérna", sagði Webber." Formúla Íþróttir Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull liðinu vann sinn fyrsta sigur á keppnistímabilinu þegar hann kom fyrstur í endamark í brasilíska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Webber sagði sigurinn mikilvægan fyrir sig, en mótið í Brasilíu var það síðasta á keppnistímabilinu í Formúlu 1. Baráttan um fyrsta sætið í mótinu á Jose Carlos Pace brautinni í dag var á milli Webber og Sebastian Vettel, liðsfélaga hans hjá Red Bull. Vettel leiddi mótið, eftir að hafa ræst af stað af fremsta stað á ráslínu. En eitthvað vandamál kom upp í gírkassanum í bíl Vettel í mótinu og Webber nýtti sóknarfærið og fór framúr Vettel í 29 hring af 71, sem keppendur óku í mótinu. Webber varð ekki ógnað eftir þetta og Vettel hélt öðru sætinu til loka og kom í endamark á undan Jenson Button hjá McLaren. Button tryggði sér annað sætið í stigamóti ökumanna með árangri sínum í dag, á eftir Vettel sem var þegar búinn að tryggja sér titil ökumanna. Webber lauk tímabilinu í þriðja sæti í stigamóti ökumanna. Um árangurinn sinn í kappakstrinum í dag sagði Webber: „Tilfinningin er góð, það er alltaf gaman að vinna. Slagurinn við Vettel var ekki harður, af því hann lenti í vandræðum, en ég var á góðum hraða og leið vel í bílnum. Það var fínn endir á árinu", sagði Webber. „Ef ég horfði yfir árið þá var þetta ekki besta tímabilið mitt, en ekki það versta heldur. Árið byrjaði ekki vel og ég gat ekki nýtt mér ólán annarra, eða komist í stöðu til að vinna mót, en maður tekur sigrunum þegar færi gefst." „Þetta var því mjög mikilvægur sigur fyrir mig í dag og liðið lýkur tímabilinu í sigurvímu. Ég hafði verulega gaman af síðustu hringjunum. Þetta er frábær braut fyrir liðið og við höfum unnið þrjá sigra í röð hérna", sagði Webber."
Formúla Íþróttir Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira