Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Tékkland 33-30 Stefán Árni Pálsson í Vodafonehöllinni skrifar 26. nóvember 2011 11:17 Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik lagði Tékka, x-x, öðru sinni í dag er þjóðirnar mættust í vináttulandsleik í Vodafonehöllinni. Ísland vann einnig leik þjóðanna í gær. Íslenska liðið mætti gríðarlega grimmt til leiks og hreinlega keyrði yfir tékkneska liðið í upphafi. Eftir 19 mínútna leik var munurinn tíu mörk, 14-4. Því forskoti náði íslenska liðið ekki að halda og Tékkarnir söxuðu jafnt og þétt niður forskot íslenska liðsins. Tékkarnir náðu þó aldrei að jafna leikinn eða gera hann verulega spennandi. Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins fyrir HM í Brasilíu en stelpurnar leggja í hann eftir helgina. Ísland vann ágætan sigur á Tékklandi, 33-30, í vináttulandsleik í Vodafonehöllinni í dag, en þetta var í annað sinn á tveimur dögum sem liðin mættust. Það var ljóst frá upphafsmínútum leiksins í hvað stefndi en íslensku stelpurnar hreinlega keyrðu yfir þær tékknesku í fyrri hálfleik. Fljótlega var íslenska landsliðið komið með tíu marka forystu, 14-4, og allt stefndi í niðurlægingu. Staðan í hálfleik var 20-12, en þær Þórey Stefánsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir fóru á kostum í liði Íslands í hálfleiknum. Síðari hálfleikurinn var allt annar og þær tékknesku komu sterkari til leiks. Gestirnir unnu sig hægt og rólega aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn minnst niður í tvö mörk, 31-29, þegar rúmlega ein mínúta var eftir. Þá tók Stella Sigurðardóttir leikinn í sínar hendur og skoraði tvö fín mörk fyrir Ísland. Stella Sigurðardóttir var atkvæðamest í liði Íslands með 10 mörk, en Þórey Stefánsdóttir skoraði átta.Þórey: Verðum að vera bjartsýnar fyrir HM „Frá bær fyrri hálfleikur hjá okkur í dag,“ sagði Þórey Stefánsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í dag. „Við slökuðum allt of mikið á í þeim síðari. Við komum bara allt of afslappaðar til leiks út í seinni hálfleikinn, þær fóru að berja meira á okkur og láta okkur finna fyrir því“. „Það sem gekk vel hjá okkur í fyrri hálfleiknum voru hraðaupphlaup og vörn, en það hvarf hreinlega síðari hálfleiknum“. „Við erum allar svakalega spenntar fyrir heimsmeistaramótinu og mjög bjartsýnar“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Þórey hér að ofan. Guðný: Sýndum karakter að klára leikinn í dag „Mér finnst hafa verið jákvæð þróun hjá okkur í þessum leikjum við Tékka, en síðari hálfleikurinn var slappur hjá okkur í dag,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í dag. „Það sýnir samt vissan karakter að ná að klára leikinn í dag og við verðum bara að nýta okkur það“. „Þær skoruðu bara fjögur mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og við vorum að sýna magnaðan varnarleik“. „Við verðum að vera bjartsýnar fyrir mótið sjálft og ætlum okkur að komast upp úr riðlinum“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Guðný með því að ýta hér. Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik lagði Tékka, x-x, öðru sinni í dag er þjóðirnar mættust í vináttulandsleik í Vodafonehöllinni. Ísland vann einnig leik þjóðanna í gær. Íslenska liðið mætti gríðarlega grimmt til leiks og hreinlega keyrði yfir tékkneska liðið í upphafi. Eftir 19 mínútna leik var munurinn tíu mörk, 14-4. Því forskoti náði íslenska liðið ekki að halda og Tékkarnir söxuðu jafnt og þétt niður forskot íslenska liðsins. Tékkarnir náðu þó aldrei að jafna leikinn eða gera hann verulega spennandi. Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins fyrir HM í Brasilíu en stelpurnar leggja í hann eftir helgina. Ísland vann ágætan sigur á Tékklandi, 33-30, í vináttulandsleik í Vodafonehöllinni í dag, en þetta var í annað sinn á tveimur dögum sem liðin mættust. Það var ljóst frá upphafsmínútum leiksins í hvað stefndi en íslensku stelpurnar hreinlega keyrðu yfir þær tékknesku í fyrri hálfleik. Fljótlega var íslenska landsliðið komið með tíu marka forystu, 14-4, og allt stefndi í niðurlægingu. Staðan í hálfleik var 20-12, en þær Þórey Stefánsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir fóru á kostum í liði Íslands í hálfleiknum. Síðari hálfleikurinn var allt annar og þær tékknesku komu sterkari til leiks. Gestirnir unnu sig hægt og rólega aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn minnst niður í tvö mörk, 31-29, þegar rúmlega ein mínúta var eftir. Þá tók Stella Sigurðardóttir leikinn í sínar hendur og skoraði tvö fín mörk fyrir Ísland. Stella Sigurðardóttir var atkvæðamest í liði Íslands með 10 mörk, en Þórey Stefánsdóttir skoraði átta.Þórey: Verðum að vera bjartsýnar fyrir HM „Frá bær fyrri hálfleikur hjá okkur í dag,“ sagði Þórey Stefánsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í dag. „Við slökuðum allt of mikið á í þeim síðari. Við komum bara allt of afslappaðar til leiks út í seinni hálfleikinn, þær fóru að berja meira á okkur og láta okkur finna fyrir því“. „Það sem gekk vel hjá okkur í fyrri hálfleiknum voru hraðaupphlaup og vörn, en það hvarf hreinlega síðari hálfleiknum“. „Við erum allar svakalega spenntar fyrir heimsmeistaramótinu og mjög bjartsýnar“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Þórey hér að ofan. Guðný: Sýndum karakter að klára leikinn í dag „Mér finnst hafa verið jákvæð þróun hjá okkur í þessum leikjum við Tékka, en síðari hálfleikurinn var slappur hjá okkur í dag,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í dag. „Það sýnir samt vissan karakter að ná að klára leikinn í dag og við verðum bara að nýta okkur það“. „Þær skoruðu bara fjögur mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og við vorum að sýna magnaðan varnarleik“. „Við verðum að vera bjartsýnar fyrir mótið sjálft og ætlum okkur að komast upp úr riðlinum“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Guðný með því að ýta hér.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira