Markverði kvennalandsliðsins í handbolta, Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttir, var stillt upp við vegg á vinnustað sínum og sagt að velja á milli landsliðsins eða vinnunnar. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag.
Þar segir að Guðný Jenný hafði unnið í fjögur ár hjá Nýherja og var boðin stöðuhækkun í nýrri deild gegn því að hætta í landsliðinu.
Hún kaus landsliðið og var stuttu síðar sagt upp störfum í gömlu deildinni.
Guðný Jenný vildi ekki tjá sig um málið við Fréttatímann. Það vildi Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, ekki heldur gera .
Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttatímanum.
Rekin fyrir að velja landsliðið

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti


Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti


„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti
