Umfjöllun og viðtöl: Grótta - HK 21-30 Elvar Geir Magnússon á Seltjarnarnesi skrifar 24. nóvember 2011 14:25 HK vann öruggan skyldusigur á Gróttu á Seltjarnarnesinu í N1 deild karla í kvöld, 30-21. Kópavogsliðið lagði grunninn að sigrinum strax í byrjun með því að skora fimm fyrstu mörkin og varð leikurinn aldrei spennandi. Munurinn í hálfleik var níu mörk rétt eins og í leikslok. Gróttuliðið hefur því tapað átta leikjum í röð og er áfram límd við botninn. Eins og við var búist var vinnudagurinn þægilegur á skrifstofunni hjá HK að þessu inni. Gróttuliðið gaf engar vísbendingar þess efnis að það eigi raunhæfa möguleika á að halda sér í deildinni. Leikmenn virkuðu eins og þeir hefðu enga trú á verkefninu frá fyrstu mínútu. Þeir áttu nokkrar rispur en ástæða þess að seinni hálfleikurinn endaði með jafntefli var fremur sú að HK-ingar slökuðu á klónni en að heimamenn væru eitthvað öflugir. Þjálfarar HK gátu leyft sér að rúlla vel á mannskapnum og fyrirhafnarlítill sigur varð raunin.Lárus Helgi: Vondu kaflarnir eru of langir „Þessi leikur var bara búinn eftir einhverjar tíu mínútur," sagði markvörðurinn Lárus Helgi Ólafsson hjá Gróttu eftir leikinn. „Við náðum aðeins að koma til baka eftir að hafa lent 5-0 undir og minnkuðum muninn í tvö mörk. Eins og oftar í vetur fer þá fókusinn, við erum ekki að halda einbeitingu nægilega lengi. Vondu kaflarnir eru alltof langir." Það er eðlilegt að maður spyrji hvort trúin sé ekki til staðar í Gróttuliðinu? „Menn segjast allavega hafa trúna, menn eru bara ekki að gera það sem þeir eru að tala um. Menn verða að ná að peppa sig meira inn í þetta." „Ef við ætlum að spila svona hirðum við ekki mörg stig í vetur. Við verðum að fá trúna." Lárus hefur trú á því að Grótta geti haldið sæti sínu. „Við eigum tvo leiki eftir á móti Aftureldingu og það gæti nægt okkur bara að vinna á. Ég skal lofa þér því að við munum taka 1-2 leiki þess utan. Það þýðir ekkert að gefast upp. Það er erfitt að rífa sig upp."Kristinn: Héldum þessu þægilegu „Það er oft erfitt að spila þessa leiki sem búist er við að þú vinnir," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, eftir leikinn. „Maður hræddist að þetta eitthvað vesen en við byrjuðum leikinn mjög vel og eftir það var þetta ekkert vesen. Menn mættu klárir til leiks." HK hafði tapað tveimur leikjum á undan þessum og segir Kristinn að það hafi því ekki verið erfitt að fá menn til að mæta með rétta hugarfarið. „Menn höfðu mikinn áhuga á að reka af sér slyðruorðið og voru ákveðnir í að gera betur til að koma sér aftur á skrið," Kristinn var rólegri á bekknum en oft áður í gær. „Ég er alltaf rólegur!" sagði hann og brosti. „Við héldum þessu þægilegu í dag. Við náðum að rúlla mikið mannskapnum og ég er bara ánægður." En telur Kristinn að Grótta eigi raunhæfa möguleika á að halda sæti sínu? „Það þarf mikið að breytast ef það á að gerast. Þeir verða að fá trú á því sem þeir eru að gera og þeir geta ekki mætt til leiks eins og þeir gerðu hérna. Þeir hafa ákveðna hluti fram að færa, leggja sig fram allan tímann og ef þeir halda sig við ákveðið skipulag og bæta sig leik frá leik þá er möguleiki." Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplsýingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Olís-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Sjá meira
HK vann öruggan skyldusigur á Gróttu á Seltjarnarnesinu í N1 deild karla í kvöld, 30-21. Kópavogsliðið lagði grunninn að sigrinum strax í byrjun með því að skora fimm fyrstu mörkin og varð leikurinn aldrei spennandi. Munurinn í hálfleik var níu mörk rétt eins og í leikslok. Gróttuliðið hefur því tapað átta leikjum í röð og er áfram límd við botninn. Eins og við var búist var vinnudagurinn þægilegur á skrifstofunni hjá HK að þessu inni. Gróttuliðið gaf engar vísbendingar þess efnis að það eigi raunhæfa möguleika á að halda sér í deildinni. Leikmenn virkuðu eins og þeir hefðu enga trú á verkefninu frá fyrstu mínútu. Þeir áttu nokkrar rispur en ástæða þess að seinni hálfleikurinn endaði með jafntefli var fremur sú að HK-ingar slökuðu á klónni en að heimamenn væru eitthvað öflugir. Þjálfarar HK gátu leyft sér að rúlla vel á mannskapnum og fyrirhafnarlítill sigur varð raunin.Lárus Helgi: Vondu kaflarnir eru of langir „Þessi leikur var bara búinn eftir einhverjar tíu mínútur," sagði markvörðurinn Lárus Helgi Ólafsson hjá Gróttu eftir leikinn. „Við náðum aðeins að koma til baka eftir að hafa lent 5-0 undir og minnkuðum muninn í tvö mörk. Eins og oftar í vetur fer þá fókusinn, við erum ekki að halda einbeitingu nægilega lengi. Vondu kaflarnir eru alltof langir." Það er eðlilegt að maður spyrji hvort trúin sé ekki til staðar í Gróttuliðinu? „Menn segjast allavega hafa trúna, menn eru bara ekki að gera það sem þeir eru að tala um. Menn verða að ná að peppa sig meira inn í þetta." „Ef við ætlum að spila svona hirðum við ekki mörg stig í vetur. Við verðum að fá trúna." Lárus hefur trú á því að Grótta geti haldið sæti sínu. „Við eigum tvo leiki eftir á móti Aftureldingu og það gæti nægt okkur bara að vinna á. Ég skal lofa þér því að við munum taka 1-2 leiki þess utan. Það þýðir ekkert að gefast upp. Það er erfitt að rífa sig upp."Kristinn: Héldum þessu þægilegu „Það er oft erfitt að spila þessa leiki sem búist er við að þú vinnir," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, eftir leikinn. „Maður hræddist að þetta eitthvað vesen en við byrjuðum leikinn mjög vel og eftir það var þetta ekkert vesen. Menn mættu klárir til leiks." HK hafði tapað tveimur leikjum á undan þessum og segir Kristinn að það hafi því ekki verið erfitt að fá menn til að mæta með rétta hugarfarið. „Menn höfðu mikinn áhuga á að reka af sér slyðruorðið og voru ákveðnir í að gera betur til að koma sér aftur á skrið," Kristinn var rólegri á bekknum en oft áður í gær. „Ég er alltaf rólegur!" sagði hann og brosti. „Við héldum þessu þægilegu í dag. Við náðum að rúlla mikið mannskapnum og ég er bara ánægður." En telur Kristinn að Grótta eigi raunhæfa möguleika á að halda sæti sínu? „Það þarf mikið að breytast ef það á að gerast. Þeir verða að fá trú á því sem þeir eru að gera og þeir geta ekki mætt til leiks eins og þeir gerðu hérna. Þeir hafa ákveðna hluti fram að færa, leggja sig fram allan tímann og ef þeir halda sig við ákveðið skipulag og bæta sig leik frá leik þá er möguleiki." Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplsýingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Olís-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Sjá meira