Pedro de la Rosa keppir með HRT liðinu næstu tvö árin 21. nóvember 2011 17:45 Jenson Button og Pedro de la Rosa að störfum með McLaren liðinu. MYND: MCLAREN Spánverjinn Pedro de la Rosa hefur skrifað undir tveggja ára samning við HRT Formúlu 1 liðið sem keppnisökumaður og ekur með liðinu 2012 og 2013. Hann hefur starfað með McLaren liðinu frá 2003 sem vara- og þróunarökumaður og keppti í nokkrum mótum með liðinu, auk þess að aka með Sauber um tíma sem keppnisökumaður. De la Rosa er fjörtuíu ára gamall og Georg Kolles yfirmaður HRT telur að reynsla hans komi liðinu á góðum notum, en liðið er staðsett á Spáni. „Þetta er mikilvægt skref á íþróttaferli mínum og ákvörðun sem ég hef hugleitt hvað mest af öllum ákvörðunum. Ég er á góðum stað hvað þroska varðar og er tilbúinn að taka þessari áskorun, sem er mikill hvatning fyrir mig," sagði de la Rosa í frétt á autosport.com í dag. De la Rosa sagði að þrennt hefði valdið því að hann tók þess ákvörðun. Þrá hans að keppa í kappakstri, sú staðreynd að HRT liðið er spænskt og að hann vildi kynnast þeim sem stýra verkefninu og meðal þeirra er Luis Peres-Sala. HRT liðið hefur ekki verið í toppslagnum í Formúlu 1, en Viantonio Liuzzi og Daniel Ricciardo hafa stýrt bílum liðsins í mótum ársins, auk Narain Karthikeyan. „Hvað mig varðar þá er þetta tíminn til að nýta allt sem ég hef lært gegnum tíðina með toppliðunm í kappakstri, þannig að við getum vaxið í sameinungu. Ég er stoltur að Spánn er með Formúlu 1 lið sem gefur mér þetta tækifæri. Ég er þakklátur HRT fyrir að treysta mér fyrir þessu. Þá get ég ekki gleymt að þakka McLaren liðinu fyrir að leyfa mér að taka þetta skref. Ég hef verið ánægður hjá þar síðustu átta ár og hef vaxið sem ökumaður og persóna", sagði de la Rosa og gat þess að auki að án McLaren væri hann ekki í þeim sporum sem hann er staddur í dag. Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Spánverjinn Pedro de la Rosa hefur skrifað undir tveggja ára samning við HRT Formúlu 1 liðið sem keppnisökumaður og ekur með liðinu 2012 og 2013. Hann hefur starfað með McLaren liðinu frá 2003 sem vara- og þróunarökumaður og keppti í nokkrum mótum með liðinu, auk þess að aka með Sauber um tíma sem keppnisökumaður. De la Rosa er fjörtuíu ára gamall og Georg Kolles yfirmaður HRT telur að reynsla hans komi liðinu á góðum notum, en liðið er staðsett á Spáni. „Þetta er mikilvægt skref á íþróttaferli mínum og ákvörðun sem ég hef hugleitt hvað mest af öllum ákvörðunum. Ég er á góðum stað hvað þroska varðar og er tilbúinn að taka þessari áskorun, sem er mikill hvatning fyrir mig," sagði de la Rosa í frétt á autosport.com í dag. De la Rosa sagði að þrennt hefði valdið því að hann tók þess ákvörðun. Þrá hans að keppa í kappakstri, sú staðreynd að HRT liðið er spænskt og að hann vildi kynnast þeim sem stýra verkefninu og meðal þeirra er Luis Peres-Sala. HRT liðið hefur ekki verið í toppslagnum í Formúlu 1, en Viantonio Liuzzi og Daniel Ricciardo hafa stýrt bílum liðsins í mótum ársins, auk Narain Karthikeyan. „Hvað mig varðar þá er þetta tíminn til að nýta allt sem ég hef lært gegnum tíðina með toppliðunm í kappakstri, þannig að við getum vaxið í sameinungu. Ég er stoltur að Spánn er með Formúlu 1 lið sem gefur mér þetta tækifæri. Ég er þakklátur HRT fyrir að treysta mér fyrir þessu. Þá get ég ekki gleymt að þakka McLaren liðinu fyrir að leyfa mér að taka þetta skref. Ég hef verið ánægður hjá þar síðustu átta ár og hef vaxið sem ökumaður og persóna", sagði de la Rosa og gat þess að auki að án McLaren væri hann ekki í þeim sporum sem hann er staddur í dag.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira