Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Njarðvík 92-72 Stefán Hirst í Keflavík skrifar 8. desember 2011 21:54 Keflavík vann öruggan tuttugu stiga sigur, 92-72, á nágrönnum sínum í Njarðvík í Iceland-Express deildinni í gærkvöldi. Keflvíkingar leiddu allan leikinn og voru þeir alltaf skrefinu á undan Njarðvíkingum sem spiluðu illa. Steven Gerard Agustino og Jerryd Cole leikmenn Keflavíkur áttu virkilega góðan leik í kvöld og fóru fyrir sínum mönnum í leiknum. Hjá Njarðvík var úr litlu að taka en það var helst Cameron Echols sem var að gera ágætis hluti í sóknarleiknum. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Keflvíkingar voru þó alltaf skrefi á undan Njarðvíkingum og leiddu þeir 25-21 eftir fyrsta fjórðung. Keflvíkingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta og komust þeir í níu stiga forystu um miðjan leikhlutann. Ekkert vildi niður hjá Njarðvíkingum á meðan sóknarleikur Keflavíkur var að ganga vel og héldu Keflvíkingar þægilegri forystu út leikhlutann og leiddu 46-35 þegar flautað var til hálfleiks. Leikstjórnandi Keflavíkur, Steven Gerard Dagustino var frábær í öðrum leikhluta og var hann kominn með 18 stig þegar flautað var til hálfleiks. Keflvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og komust þeir í 19 stiga forystu, 56-37 um miðbik leikhlutans. Keflvíkingar voru að spila flotta vörn í leikhlutanum og átti sóknarleikur Njarðvíkur, sem var takmarkaður, lítil svör við henni. Njarðvíkingar áttu einnig í erfiðleikum með útlendingana þrjá í liði Keflavíkur sem drógu vagninn fyrir sitt lið. Njarðvíkingar náðu þó aðeins að klóra í bakkann áður en að leikhlutinn var úti og leiddu Keflvíkingar 68-52 fyrir síðasta leikhlutann. Njarðvíkingar bættu sig varnarlega í byrjun fjórða leikhluta og tókst þeim að minnka muninn í ellefu stig snemma í leikhlutanum. Þetta áhlaup Njarðvíkinga varði þó stutt og voru Keflvíkingar fljótt aftur komnir í sautján stiga forystu. Þar fór fremstur í flokki Jerryd Cole, leikmaður Keflavíkur en hann var mjög sterkur undir körfunni hjá Keflvíkingum í leiknum. Eins og áður í leiknum var sóknarleikur Njarðvíkur ekki upp á marga fiska var tiltölulega auðveldur tuttugu sigur Keflvíkinga, 92-72, staðreynd. Sigurður: Ánægður með strákana í kvöld ,,Þetta var ekki auðvelt í kvöld þó að þetta gæti hafa litið svoleiðis út frá stúkunni. Menn lögðu sig vel fram og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu. Við mættum einfaldlega tilbúnir í þennan leik og spiluðum af krafti út leikinn. Ég er mjög sáttur við okkar leik hérna í kvöld." sagði Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld. ,,Þetta er gott lið sem við vorum að spila við en varnarleikurinn var mjög góður í kvöld. Þeir eru með flotta leikmenn eins og Cameron Echols sem hittir eiginlega alltaf þegar hann fær boltann en við náðum að stoppa þá vel í vörninni."Einar Árni: Hljótum að hafa snert botninn í þessum leik ,,Við vorum ótrúlega daprir í þessum leik og hljótum að hafa snert botninn í kvöld." sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur eftir slæmt tap sinna manna gegn Keflvíkingum. ,,Það mætti bara eitt lið til leiks hérna í kvöld og það þurfti engan glansleik til þess að labba yfir okkur hérna í kvöld. Við vorum bara einfaldlega ekki tilbúnir í þennan slag og þessi frammistaða hjá okkur í kvöld er bara vandræðaleg. Það er svo einfalt."Steven Gerard: Góður sigur fyrir okkur í kvöld. Leikstjórnandi Keflavíkur, Steven Gerard Dagustino fór á kostum í leiknum í kvöld. Hann bauð upp á tölur af dýrari gerðinni en hann skoraði 30 stig og gaf sjö stoðsendingar. Hann var að vonum ánægður í leikslok ,,Við spiluðum vel í kvöld og ég er ánægður með liðið. Þjálfarinn sagði okkur að vera aggressívir í leik okkar í kvöld og mér fannst okkur takast það vel. Við náðum þess vegna að stýra leiknum allan tímann. Þessir leikir eru alltaf sérstakir enda er mikill rígur á milli þessara liða þannig að það var gott geta hjálpað liðinu í kvöld." sagði Steven Gerard Agustino, leikmaður Keflavíkur í leikslok. Dominos-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Keflavík vann öruggan tuttugu stiga sigur, 92-72, á nágrönnum sínum í Njarðvík í Iceland-Express deildinni í gærkvöldi. Keflvíkingar leiddu allan leikinn og voru þeir alltaf skrefinu á undan Njarðvíkingum sem spiluðu illa. Steven Gerard Agustino og Jerryd Cole leikmenn Keflavíkur áttu virkilega góðan leik í kvöld og fóru fyrir sínum mönnum í leiknum. Hjá Njarðvík var úr litlu að taka en það var helst Cameron Echols sem var að gera ágætis hluti í sóknarleiknum. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Keflvíkingar voru þó alltaf skrefi á undan Njarðvíkingum og leiddu þeir 25-21 eftir fyrsta fjórðung. Keflvíkingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta og komust þeir í níu stiga forystu um miðjan leikhlutann. Ekkert vildi niður hjá Njarðvíkingum á meðan sóknarleikur Keflavíkur var að ganga vel og héldu Keflvíkingar þægilegri forystu út leikhlutann og leiddu 46-35 þegar flautað var til hálfleiks. Leikstjórnandi Keflavíkur, Steven Gerard Dagustino var frábær í öðrum leikhluta og var hann kominn með 18 stig þegar flautað var til hálfleiks. Keflvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og komust þeir í 19 stiga forystu, 56-37 um miðbik leikhlutans. Keflvíkingar voru að spila flotta vörn í leikhlutanum og átti sóknarleikur Njarðvíkur, sem var takmarkaður, lítil svör við henni. Njarðvíkingar áttu einnig í erfiðleikum með útlendingana þrjá í liði Keflavíkur sem drógu vagninn fyrir sitt lið. Njarðvíkingar náðu þó aðeins að klóra í bakkann áður en að leikhlutinn var úti og leiddu Keflvíkingar 68-52 fyrir síðasta leikhlutann. Njarðvíkingar bættu sig varnarlega í byrjun fjórða leikhluta og tókst þeim að minnka muninn í ellefu stig snemma í leikhlutanum. Þetta áhlaup Njarðvíkinga varði þó stutt og voru Keflvíkingar fljótt aftur komnir í sautján stiga forystu. Þar fór fremstur í flokki Jerryd Cole, leikmaður Keflavíkur en hann var mjög sterkur undir körfunni hjá Keflvíkingum í leiknum. Eins og áður í leiknum var sóknarleikur Njarðvíkur ekki upp á marga fiska var tiltölulega auðveldur tuttugu sigur Keflvíkinga, 92-72, staðreynd. Sigurður: Ánægður með strákana í kvöld ,,Þetta var ekki auðvelt í kvöld þó að þetta gæti hafa litið svoleiðis út frá stúkunni. Menn lögðu sig vel fram og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu. Við mættum einfaldlega tilbúnir í þennan leik og spiluðum af krafti út leikinn. Ég er mjög sáttur við okkar leik hérna í kvöld." sagði Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld. ,,Þetta er gott lið sem við vorum að spila við en varnarleikurinn var mjög góður í kvöld. Þeir eru með flotta leikmenn eins og Cameron Echols sem hittir eiginlega alltaf þegar hann fær boltann en við náðum að stoppa þá vel í vörninni."Einar Árni: Hljótum að hafa snert botninn í þessum leik ,,Við vorum ótrúlega daprir í þessum leik og hljótum að hafa snert botninn í kvöld." sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur eftir slæmt tap sinna manna gegn Keflvíkingum. ,,Það mætti bara eitt lið til leiks hérna í kvöld og það þurfti engan glansleik til þess að labba yfir okkur hérna í kvöld. Við vorum bara einfaldlega ekki tilbúnir í þennan slag og þessi frammistaða hjá okkur í kvöld er bara vandræðaleg. Það er svo einfalt."Steven Gerard: Góður sigur fyrir okkur í kvöld. Leikstjórnandi Keflavíkur, Steven Gerard Dagustino fór á kostum í leiknum í kvöld. Hann bauð upp á tölur af dýrari gerðinni en hann skoraði 30 stig og gaf sjö stoðsendingar. Hann var að vonum ánægður í leikslok ,,Við spiluðum vel í kvöld og ég er ánægður með liðið. Þjálfarinn sagði okkur að vera aggressívir í leik okkar í kvöld og mér fannst okkur takast það vel. Við náðum þess vegna að stýra leiknum allan tímann. Þessir leikir eru alltaf sérstakir enda er mikill rígur á milli þessara liða þannig að það var gott geta hjálpað liðinu í kvöld." sagði Steven Gerard Agustino, leikmaður Keflavíkur í leikslok.
Dominos-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira