Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Njarðvík 92-72 Stefán Hirst í Keflavík skrifar 8. desember 2011 21:54 Keflavík vann öruggan tuttugu stiga sigur, 92-72, á nágrönnum sínum í Njarðvík í Iceland-Express deildinni í gærkvöldi. Keflvíkingar leiddu allan leikinn og voru þeir alltaf skrefinu á undan Njarðvíkingum sem spiluðu illa. Steven Gerard Agustino og Jerryd Cole leikmenn Keflavíkur áttu virkilega góðan leik í kvöld og fóru fyrir sínum mönnum í leiknum. Hjá Njarðvík var úr litlu að taka en það var helst Cameron Echols sem var að gera ágætis hluti í sóknarleiknum. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Keflvíkingar voru þó alltaf skrefi á undan Njarðvíkingum og leiddu þeir 25-21 eftir fyrsta fjórðung. Keflvíkingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta og komust þeir í níu stiga forystu um miðjan leikhlutann. Ekkert vildi niður hjá Njarðvíkingum á meðan sóknarleikur Keflavíkur var að ganga vel og héldu Keflvíkingar þægilegri forystu út leikhlutann og leiddu 46-35 þegar flautað var til hálfleiks. Leikstjórnandi Keflavíkur, Steven Gerard Dagustino var frábær í öðrum leikhluta og var hann kominn með 18 stig þegar flautað var til hálfleiks. Keflvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og komust þeir í 19 stiga forystu, 56-37 um miðbik leikhlutans. Keflvíkingar voru að spila flotta vörn í leikhlutanum og átti sóknarleikur Njarðvíkur, sem var takmarkaður, lítil svör við henni. Njarðvíkingar áttu einnig í erfiðleikum með útlendingana þrjá í liði Keflavíkur sem drógu vagninn fyrir sitt lið. Njarðvíkingar náðu þó aðeins að klóra í bakkann áður en að leikhlutinn var úti og leiddu Keflvíkingar 68-52 fyrir síðasta leikhlutann. Njarðvíkingar bættu sig varnarlega í byrjun fjórða leikhluta og tókst þeim að minnka muninn í ellefu stig snemma í leikhlutanum. Þetta áhlaup Njarðvíkinga varði þó stutt og voru Keflvíkingar fljótt aftur komnir í sautján stiga forystu. Þar fór fremstur í flokki Jerryd Cole, leikmaður Keflavíkur en hann var mjög sterkur undir körfunni hjá Keflvíkingum í leiknum. Eins og áður í leiknum var sóknarleikur Njarðvíkur ekki upp á marga fiska var tiltölulega auðveldur tuttugu sigur Keflvíkinga, 92-72, staðreynd. Sigurður: Ánægður með strákana í kvöld ,,Þetta var ekki auðvelt í kvöld þó að þetta gæti hafa litið svoleiðis út frá stúkunni. Menn lögðu sig vel fram og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu. Við mættum einfaldlega tilbúnir í þennan leik og spiluðum af krafti út leikinn. Ég er mjög sáttur við okkar leik hérna í kvöld." sagði Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld. ,,Þetta er gott lið sem við vorum að spila við en varnarleikurinn var mjög góður í kvöld. Þeir eru með flotta leikmenn eins og Cameron Echols sem hittir eiginlega alltaf þegar hann fær boltann en við náðum að stoppa þá vel í vörninni."Einar Árni: Hljótum að hafa snert botninn í þessum leik ,,Við vorum ótrúlega daprir í þessum leik og hljótum að hafa snert botninn í kvöld." sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur eftir slæmt tap sinna manna gegn Keflvíkingum. ,,Það mætti bara eitt lið til leiks hérna í kvöld og það þurfti engan glansleik til þess að labba yfir okkur hérna í kvöld. Við vorum bara einfaldlega ekki tilbúnir í þennan slag og þessi frammistaða hjá okkur í kvöld er bara vandræðaleg. Það er svo einfalt."Steven Gerard: Góður sigur fyrir okkur í kvöld. Leikstjórnandi Keflavíkur, Steven Gerard Dagustino fór á kostum í leiknum í kvöld. Hann bauð upp á tölur af dýrari gerðinni en hann skoraði 30 stig og gaf sjö stoðsendingar. Hann var að vonum ánægður í leikslok ,,Við spiluðum vel í kvöld og ég er ánægður með liðið. Þjálfarinn sagði okkur að vera aggressívir í leik okkar í kvöld og mér fannst okkur takast það vel. Við náðum þess vegna að stýra leiknum allan tímann. Þessir leikir eru alltaf sérstakir enda er mikill rígur á milli þessara liða þannig að það var gott geta hjálpað liðinu í kvöld." sagði Steven Gerard Agustino, leikmaður Keflavíkur í leikslok. Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Keflavík vann öruggan tuttugu stiga sigur, 92-72, á nágrönnum sínum í Njarðvík í Iceland-Express deildinni í gærkvöldi. Keflvíkingar leiddu allan leikinn og voru þeir alltaf skrefinu á undan Njarðvíkingum sem spiluðu illa. Steven Gerard Agustino og Jerryd Cole leikmenn Keflavíkur áttu virkilega góðan leik í kvöld og fóru fyrir sínum mönnum í leiknum. Hjá Njarðvík var úr litlu að taka en það var helst Cameron Echols sem var að gera ágætis hluti í sóknarleiknum. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Keflvíkingar voru þó alltaf skrefi á undan Njarðvíkingum og leiddu þeir 25-21 eftir fyrsta fjórðung. Keflvíkingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta og komust þeir í níu stiga forystu um miðjan leikhlutann. Ekkert vildi niður hjá Njarðvíkingum á meðan sóknarleikur Keflavíkur var að ganga vel og héldu Keflvíkingar þægilegri forystu út leikhlutann og leiddu 46-35 þegar flautað var til hálfleiks. Leikstjórnandi Keflavíkur, Steven Gerard Dagustino var frábær í öðrum leikhluta og var hann kominn með 18 stig þegar flautað var til hálfleiks. Keflvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og komust þeir í 19 stiga forystu, 56-37 um miðbik leikhlutans. Keflvíkingar voru að spila flotta vörn í leikhlutanum og átti sóknarleikur Njarðvíkur, sem var takmarkaður, lítil svör við henni. Njarðvíkingar áttu einnig í erfiðleikum með útlendingana þrjá í liði Keflavíkur sem drógu vagninn fyrir sitt lið. Njarðvíkingar náðu þó aðeins að klóra í bakkann áður en að leikhlutinn var úti og leiddu Keflvíkingar 68-52 fyrir síðasta leikhlutann. Njarðvíkingar bættu sig varnarlega í byrjun fjórða leikhluta og tókst þeim að minnka muninn í ellefu stig snemma í leikhlutanum. Þetta áhlaup Njarðvíkinga varði þó stutt og voru Keflvíkingar fljótt aftur komnir í sautján stiga forystu. Þar fór fremstur í flokki Jerryd Cole, leikmaður Keflavíkur en hann var mjög sterkur undir körfunni hjá Keflvíkingum í leiknum. Eins og áður í leiknum var sóknarleikur Njarðvíkur ekki upp á marga fiska var tiltölulega auðveldur tuttugu sigur Keflvíkinga, 92-72, staðreynd. Sigurður: Ánægður með strákana í kvöld ,,Þetta var ekki auðvelt í kvöld þó að þetta gæti hafa litið svoleiðis út frá stúkunni. Menn lögðu sig vel fram og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu. Við mættum einfaldlega tilbúnir í þennan leik og spiluðum af krafti út leikinn. Ég er mjög sáttur við okkar leik hérna í kvöld." sagði Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld. ,,Þetta er gott lið sem við vorum að spila við en varnarleikurinn var mjög góður í kvöld. Þeir eru með flotta leikmenn eins og Cameron Echols sem hittir eiginlega alltaf þegar hann fær boltann en við náðum að stoppa þá vel í vörninni."Einar Árni: Hljótum að hafa snert botninn í þessum leik ,,Við vorum ótrúlega daprir í þessum leik og hljótum að hafa snert botninn í kvöld." sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur eftir slæmt tap sinna manna gegn Keflvíkingum. ,,Það mætti bara eitt lið til leiks hérna í kvöld og það þurfti engan glansleik til þess að labba yfir okkur hérna í kvöld. Við vorum bara einfaldlega ekki tilbúnir í þennan slag og þessi frammistaða hjá okkur í kvöld er bara vandræðaleg. Það er svo einfalt."Steven Gerard: Góður sigur fyrir okkur í kvöld. Leikstjórnandi Keflavíkur, Steven Gerard Dagustino fór á kostum í leiknum í kvöld. Hann bauð upp á tölur af dýrari gerðinni en hann skoraði 30 stig og gaf sjö stoðsendingar. Hann var að vonum ánægður í leikslok ,,Við spiluðum vel í kvöld og ég er ánægður með liðið. Þjálfarinn sagði okkur að vera aggressívir í leik okkar í kvöld og mér fannst okkur takast það vel. Við náðum þess vegna að stýra leiknum allan tímann. Þessir leikir eru alltaf sérstakir enda er mikill rígur á milli þessara liða þannig að það var gott geta hjálpað liðinu í kvöld." sagði Steven Gerard Agustino, leikmaður Keflavíkur í leikslok.
Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira