Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 20-19 Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 8. desember 2011 15:15 Tekið á Geir Guðmundssyni í leiknum í kvöld, og Nemanja fær hné á vondan stað. Mynd/Hjalti Þór Hreinsson Akureyri vann Hauka 20-19 í dramatískum spennuleik fyrir norðan í kvöld. Hörður Fannar Sigþórsson skoraði sigurmarkið á lokasekúndunni. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þar sem markmennirnir fóru á kostum. Sveinbjörn varði 11 skot fyrir Akureyri (55%) og Birkir 8 skot hjá Haukum (42%) auk þess sem Aron Rafn kom inn og varði víti. Aðeins þrír leikmenn Akureyrar skoruðu mörkin 11, Oddur fimm og Bjarni fjögur, Hörður tvö. Liðið nýtti nokkur hraðaupphlaup og vörnin spilaði vel. Guðlaugur þar fremstur í flokki að venju. Alls fóru fimm vítaköst forgörðum í fyrri hálfleik, Bjarni klikkaði á tveimur og Oddur einu, Gylfi einu og Stefán einu. Sóknarleikur Hauka gekk illa lengi vel og var Aron Kristjánsson langt frá því að vera sáttur. Hann hraunaði yfir sína menn eftir að hafa lent 4-0 undir. Leikurinn var ágætlega spilaður en fín markvarsla kom í veg fyrir fleiri mörk. Hálfleiksstaðan 11-9. Liðin gerðu bæði mistök í seinni hálfleiknum en Akureyri gekk betur að skora. Eftir rúmar 10 mínútur var liðið komið fjórum mörkum yfir, 16-12. Þá kom við slakur kafli hjá Norðlendingum sem gekk ekkert að skora og Haukar refsuðu strax og jöfnuðu í 16-16 þegar um 12 mínútur voru eftir. Akureyri skoraði ekki mark í heilar 10 mínútur. Leikurinn var spennandi undir lokin, þegar mínúta var eftir var staðan 19-19. Haukar voru í sókn og stemningin gríðarleg meðal 800 áhorfenda. Stefán Rafn tók skotið en það var lélegt og framhjá markinu. Hann var lengi til baka en Akureyri fékk aðeins 15 sekúndur í sóknina. Þegar 5 sekúndur voru eftir fékk Bjarni boltann, hann sendi inn á Hörð sem skoraði sigurmark leiksins. Dramatískur endir á skemmtilegum leik. Birkir Ívar stóð upp úr í liði Hauka, en vörnin var einnig góð. Sveinbjörn varði alls 21 skot í liði Akureyrar en bæði Oddur og Bjarni skoruðu sex mörk. Akureyri er þar með komið með 12 stig í deildinni en Haukar hafa 16 stig. Heimir Örn Árnason: Eins og í KA-heimilinu í gamla dagaGuðmundur Hólmar í baráttunni.Mynd/Hjalti Þór„Þetta minnti mann bara á það þegar maður var í KA heimilinu að horfa á leiki sem fóru 20-19. Bæði lið voru að spila frekar lélegan sóknarleik og skjóta mjög illa. Sveinbjörn "klikk" var frábær í markinu og Bjarni malar og malar, sendir þarna frábæra sendingu undir lokin," sagði Heimir. En hver var munurinn á liðunum? "Við mættum þarna lang heitasta liðinu í deildinni en í dag var munurinn bara hausinn. Varnarleikur eins og hann gerist bestur," sagði Heimir sem var augljóslega orðinn þreyttur, enda ekkert að yngjast. (-bhs) Atli Hilmarsson: "Við áttum þetta inni"Atli á hliðarlínunni í kvöld.Mynd/Birgir H. Stefánsson"Við erum búnir að vera að tapa svona leikjum í vetur en það kom að því að við vorum svolítið heppnir," sagði Atli Hilmarsson eftir leikinn. "Við byrjum þetta vel, komumst í 4-0 og svo vorum við komnir í 16-12 í seinni hálfleik en svo misstum við þetta alltaf niður. Við vorum að spila svolítið mikið á sama mannskapnum og vorum orðnir þreyttir þarna undir restina." "Þegar þeir breyttu um varnarleik og fóru í 6-0 þá vorum við svolítið lengi að átta okkur á því þótt að það hafi ekkert komið okkur á óvart. Við fórum að henda boltanum í hendurnar á þeim og fá á okkur hraðaupphlaup en svo þegar við náðum að koma okkur fyrir í vörn þá stóð hún frábærlega vel." Hvað með áframhaldið á mótinu? "Við erum á lífi og við erum tilbúnir að fara í þessa úrslitakeppni sem er okkar markmið. Við lenntum í smá brekku þarna fyrst en erum komnir á gott skrið," sagði Atli.(-bhs) Aron Kristjánsson: Sjálfir okkur verstirÖll sund lokuð.Mynd/Birgir H. Stefánsson"Við vorum að spila mjög góða vörn og Birkir að verja vel í markinu en sóknarlega þá erum við bara að gera ótrúleg mistök," sagði Aron ósáttur. "Við misstum einbeitninguna og tókum of marga sénsa og það gengur ekki upp. Við vorum samt aldrei langt á eftir þeim, bara 2-3 mörkum. Við vinnum okkur svo inn í þetta og komumst yfir. Við vorum með undirtökin en einstaklingsmitök í vörn voru dýr." "Sóknarlega tókum við sénsa sem er ekki í lagi ef menn vilja vinna leikinn svo er þetta bara að heppnin dettur þeirra megin undir lokin."(-bhs) Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Akureyri vann Hauka 20-19 í dramatískum spennuleik fyrir norðan í kvöld. Hörður Fannar Sigþórsson skoraði sigurmarkið á lokasekúndunni. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þar sem markmennirnir fóru á kostum. Sveinbjörn varði 11 skot fyrir Akureyri (55%) og Birkir 8 skot hjá Haukum (42%) auk þess sem Aron Rafn kom inn og varði víti. Aðeins þrír leikmenn Akureyrar skoruðu mörkin 11, Oddur fimm og Bjarni fjögur, Hörður tvö. Liðið nýtti nokkur hraðaupphlaup og vörnin spilaði vel. Guðlaugur þar fremstur í flokki að venju. Alls fóru fimm vítaköst forgörðum í fyrri hálfleik, Bjarni klikkaði á tveimur og Oddur einu, Gylfi einu og Stefán einu. Sóknarleikur Hauka gekk illa lengi vel og var Aron Kristjánsson langt frá því að vera sáttur. Hann hraunaði yfir sína menn eftir að hafa lent 4-0 undir. Leikurinn var ágætlega spilaður en fín markvarsla kom í veg fyrir fleiri mörk. Hálfleiksstaðan 11-9. Liðin gerðu bæði mistök í seinni hálfleiknum en Akureyri gekk betur að skora. Eftir rúmar 10 mínútur var liðið komið fjórum mörkum yfir, 16-12. Þá kom við slakur kafli hjá Norðlendingum sem gekk ekkert að skora og Haukar refsuðu strax og jöfnuðu í 16-16 þegar um 12 mínútur voru eftir. Akureyri skoraði ekki mark í heilar 10 mínútur. Leikurinn var spennandi undir lokin, þegar mínúta var eftir var staðan 19-19. Haukar voru í sókn og stemningin gríðarleg meðal 800 áhorfenda. Stefán Rafn tók skotið en það var lélegt og framhjá markinu. Hann var lengi til baka en Akureyri fékk aðeins 15 sekúndur í sóknina. Þegar 5 sekúndur voru eftir fékk Bjarni boltann, hann sendi inn á Hörð sem skoraði sigurmark leiksins. Dramatískur endir á skemmtilegum leik. Birkir Ívar stóð upp úr í liði Hauka, en vörnin var einnig góð. Sveinbjörn varði alls 21 skot í liði Akureyrar en bæði Oddur og Bjarni skoruðu sex mörk. Akureyri er þar með komið með 12 stig í deildinni en Haukar hafa 16 stig. Heimir Örn Árnason: Eins og í KA-heimilinu í gamla dagaGuðmundur Hólmar í baráttunni.Mynd/Hjalti Þór„Þetta minnti mann bara á það þegar maður var í KA heimilinu að horfa á leiki sem fóru 20-19. Bæði lið voru að spila frekar lélegan sóknarleik og skjóta mjög illa. Sveinbjörn "klikk" var frábær í markinu og Bjarni malar og malar, sendir þarna frábæra sendingu undir lokin," sagði Heimir. En hver var munurinn á liðunum? "Við mættum þarna lang heitasta liðinu í deildinni en í dag var munurinn bara hausinn. Varnarleikur eins og hann gerist bestur," sagði Heimir sem var augljóslega orðinn þreyttur, enda ekkert að yngjast. (-bhs) Atli Hilmarsson: "Við áttum þetta inni"Atli á hliðarlínunni í kvöld.Mynd/Birgir H. Stefánsson"Við erum búnir að vera að tapa svona leikjum í vetur en það kom að því að við vorum svolítið heppnir," sagði Atli Hilmarsson eftir leikinn. "Við byrjum þetta vel, komumst í 4-0 og svo vorum við komnir í 16-12 í seinni hálfleik en svo misstum við þetta alltaf niður. Við vorum að spila svolítið mikið á sama mannskapnum og vorum orðnir þreyttir þarna undir restina." "Þegar þeir breyttu um varnarleik og fóru í 6-0 þá vorum við svolítið lengi að átta okkur á því þótt að það hafi ekkert komið okkur á óvart. Við fórum að henda boltanum í hendurnar á þeim og fá á okkur hraðaupphlaup en svo þegar við náðum að koma okkur fyrir í vörn þá stóð hún frábærlega vel." Hvað með áframhaldið á mótinu? "Við erum á lífi og við erum tilbúnir að fara í þessa úrslitakeppni sem er okkar markmið. Við lenntum í smá brekku þarna fyrst en erum komnir á gott skrið," sagði Atli.(-bhs) Aron Kristjánsson: Sjálfir okkur verstirÖll sund lokuð.Mynd/Birgir H. Stefánsson"Við vorum að spila mjög góða vörn og Birkir að verja vel í markinu en sóknarlega þá erum við bara að gera ótrúleg mistök," sagði Aron ósáttur. "Við misstum einbeitninguna og tókum of marga sénsa og það gengur ekki upp. Við vorum samt aldrei langt á eftir þeim, bara 2-3 mörkum. Við vinnum okkur svo inn í þetta og komumst yfir. Við vorum með undirtökin en einstaklingsmitök í vörn voru dýr." "Sóknarlega tókum við sénsa sem er ekki í lagi ef menn vilja vinna leikinn svo er þetta bara að heppnin dettur þeirra megin undir lokin."(-bhs)
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira