Leikmaður Selfoss ætlar að kæra Eyjamanninn Hans Steinar Bjarnason skrifar 7. desember 2011 12:15 Mikil reiði kurrar í herbúðum karlaliðs Selfoss í handbolta eftir að aganefnd HSÍ vísaði frá máli sem stjórn sambandsins sendi vegna fólskulegs brots í leik ÍBV og Selfoss á dögunum. Á myndbandsupptöku frá leiknum sést þegar leikmaður ÍBV slær mótherja sinn í andlitið eftir að að Selfyssingurinn hafði losað sig við boltann. Dómarapar leiksins missti af atvikinu og var leikmanninum ekki refsað. Í úrskurði aganefndar segir meðal annars að um sé að ræða leikbrot en ekki agabrot. Erfitt sé að gera sér grein fyrir hve alvarlegt brotið var á umræddu myndbandi þó það virki mjög alvarlegt. Ljóst er þó að leikmaðurinn sem varð fyrir högginu lék það sem eftir var leiksins eins og ekkert hafi í skorist. Umræddur leikmaður Selfoss, Atli Kristinsson sagði í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 í morgun að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með vinnubrögð aganefndar HSÍ í þessu máli. Hann sjái sig því tilneyddan að leggja fram líkamsárásarkæru á hendur Davíð Þór Óskarssyni leikmanni ÍBV sem veitti honum umrætt högg í andlitið.Úrskurður aganefndar HSÍ 4. Mál nr. 8 frá síðasta fundi aganefndar. Erindi sem barst aganefnd frá stjórn HSÍ vegna atviks í leik ÍBV og Selfoss. Borist hefur greinargerð frá ÍBV. Í 5.gr. „Reglugerðar HSÍ um agamál" segir: „Það grundvallarregla að myndbandsupptökur skulu ekki notaðar við ákvörðun viðurlaga vegna agabrota. Ef það er hins vegar mat nefndarinnar að fyrirliggjandi gögn séu ófullnægjandi eða misvísandi sem grundvöllur er nefndinni heimilt að styðjast við myndbandsupptökur". Í 18.gr. sömu reglugerðar segir: „Stjórn eða framkvæmdastjóra HSÍ er heimilt að vísa til úrskurðar aganefndar atvikum sem skaðað geta ímynd handknattleiksíþróttarinnar eða þeirra sem taka þátt í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið fram í atvkaskýrslu dómara eða eftirlitsmanns á kappleikjum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega." Það atvik sem stjórn HSÍ vísaði til aganefndar er leikbrot en ekki agabrot. Erfitt er að gera sér grein fyrir hve alvarlegt það var á myndbandi því er birtist á netinu þó það virki mjög alvarlegt. Ljóst er þó að leikmaðurinn sem varð fyrir því lék það sem eftir var leiksins eins og ekkert hafi í skorist. Jafnframt styðst aganefnd ekki við myndbandsupptökur í úrskurðum sínum nema í undantekningartilfellum og þá aðeins við myndbönd frá sjónvarpsstöðvum. Aganefnd telur hæpið að 18.gr. reglugerðarinnar eigi við um leikbrot því þar er fyrst og fremst átt við atvik á leikstað utan leiks eða annarsstaðar opinberlega. Það er grundvallarregla í handknattleik að ekki er refsað fyrir leikbrot eftir að leikur hefur verið flautaður af. Aganefnd tekur ekki afstöðu að svo komnu máli um hvort hún er vanhæf í þessu máli en það álit kemur fram í greinargerð frá ÍBV. Niðurstaða aganefndar er að málinu er vísað frá. Olís-deild karla Tengdar fréttir Fólskulegt brot í handboltaleik í Eyjum - fékk einn á lúðurinn Dómaranefnd HSÍ ætlar að endurskoða áherslur í dómgæslu eftir fólskulegt brot í leik á dögunum. Dómarar misstu af atvikinu. 23. nóvember 2011 21:27 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Mikil reiði kurrar í herbúðum karlaliðs Selfoss í handbolta eftir að aganefnd HSÍ vísaði frá máli sem stjórn sambandsins sendi vegna fólskulegs brots í leik ÍBV og Selfoss á dögunum. Á myndbandsupptöku frá leiknum sést þegar leikmaður ÍBV slær mótherja sinn í andlitið eftir að að Selfyssingurinn hafði losað sig við boltann. Dómarapar leiksins missti af atvikinu og var leikmanninum ekki refsað. Í úrskurði aganefndar segir meðal annars að um sé að ræða leikbrot en ekki agabrot. Erfitt sé að gera sér grein fyrir hve alvarlegt brotið var á umræddu myndbandi þó það virki mjög alvarlegt. Ljóst er þó að leikmaðurinn sem varð fyrir högginu lék það sem eftir var leiksins eins og ekkert hafi í skorist. Umræddur leikmaður Selfoss, Atli Kristinsson sagði í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 í morgun að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með vinnubrögð aganefndar HSÍ í þessu máli. Hann sjái sig því tilneyddan að leggja fram líkamsárásarkæru á hendur Davíð Þór Óskarssyni leikmanni ÍBV sem veitti honum umrætt högg í andlitið.Úrskurður aganefndar HSÍ 4. Mál nr. 8 frá síðasta fundi aganefndar. Erindi sem barst aganefnd frá stjórn HSÍ vegna atviks í leik ÍBV og Selfoss. Borist hefur greinargerð frá ÍBV. Í 5.gr. „Reglugerðar HSÍ um agamál" segir: „Það grundvallarregla að myndbandsupptökur skulu ekki notaðar við ákvörðun viðurlaga vegna agabrota. Ef það er hins vegar mat nefndarinnar að fyrirliggjandi gögn séu ófullnægjandi eða misvísandi sem grundvöllur er nefndinni heimilt að styðjast við myndbandsupptökur". Í 18.gr. sömu reglugerðar segir: „Stjórn eða framkvæmdastjóra HSÍ er heimilt að vísa til úrskurðar aganefndar atvikum sem skaðað geta ímynd handknattleiksíþróttarinnar eða þeirra sem taka þátt í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið fram í atvkaskýrslu dómara eða eftirlitsmanns á kappleikjum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega." Það atvik sem stjórn HSÍ vísaði til aganefndar er leikbrot en ekki agabrot. Erfitt er að gera sér grein fyrir hve alvarlegt það var á myndbandi því er birtist á netinu þó það virki mjög alvarlegt. Ljóst er þó að leikmaðurinn sem varð fyrir því lék það sem eftir var leiksins eins og ekkert hafi í skorist. Jafnframt styðst aganefnd ekki við myndbandsupptökur í úrskurðum sínum nema í undantekningartilfellum og þá aðeins við myndbönd frá sjónvarpsstöðvum. Aganefnd telur hæpið að 18.gr. reglugerðarinnar eigi við um leikbrot því þar er fyrst og fremst átt við atvik á leikstað utan leiks eða annarsstaðar opinberlega. Það er grundvallarregla í handknattleik að ekki er refsað fyrir leikbrot eftir að leikur hefur verið flautaður af. Aganefnd tekur ekki afstöðu að svo komnu máli um hvort hún er vanhæf í þessu máli en það álit kemur fram í greinargerð frá ÍBV. Niðurstaða aganefndar er að málinu er vísað frá.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Fólskulegt brot í handboltaleik í Eyjum - fékk einn á lúðurinn Dómaranefnd HSÍ ætlar að endurskoða áherslur í dómgæslu eftir fólskulegt brot í leik á dögunum. Dómarar misstu af atvikinu. 23. nóvember 2011 21:27 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Fólskulegt brot í handboltaleik í Eyjum - fékk einn á lúðurinn Dómaranefnd HSÍ ætlar að endurskoða áherslur í dómgæslu eftir fólskulegt brot í leik á dögunum. Dómarar misstu af atvikinu. 23. nóvember 2011 21:27