Fótbolti

Fabio Capello: Ég tæki aldrei við Inter-liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga.
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, mun væntanlega hætta með enska landsliðið eftir Evrópumótið næsta sumar og hann hefur verið orðaður við hin ýmsu störf að undanförnu.

Fabio Capello hefur gefið það út að það sé eitt lið á Ítalíu sem hann muni aldrei þjálfa, nefnilega lið Internazionale.

„AC Milan er mitt lið. Ég myndi aldrei geta sagt sjá við Massimo Moratti [forseta Inter]," sagði Fabio Capello við ítalska fjölmiðlamenn.

Fabio Capello býst við því að tvö af hans gömlu liðum, AC Milan og Juventus, berjist um ítalska meistaratitilinn í ár. Hann hefur mikla trú á liði Juventus og segir að AC Milan verði að passa sig á þeim.

Fabio Capello er orðinn 65 ára gamall og hefur verið þjálfari enska landsliðsins síðan 2008. Stjórnarmenn enska sambandsins hafa ekki verið tilbúnir að útiloka það að honum verði boðið nýr samningur en það gæti mikið eftir gengi liðsins á EM 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×