Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 16-21 Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar 19. desember 2011 15:42 Haukar unnu slaginn um Hafnarfjörðinn í kvöld, 21-16. Leikurinn var hræðilega spilaður lengstum en Haukar áttu ótrúlegan lokasprett sem skilaði þeim sigrinum. Fyrri hálfleikur var hreint ótrúlega illa leikinn af beggja hálfu. Varnarleikur liðanna ágætur en sóknarleikurinn skammarlega lélegur. Liðin misstu bæði boltann hvað eftir annað á ævintýralega klaufalegan hátt. Ólafur Gústafsson var eini maðurinn sem spilaði sóknarleik og Daníel Freyr varði frábærlega. Þrátt fyrir það leiddi FH aðeins með einu marki í leikhléi. 8-7 sem eru ótrúlegar tölur í nútímahandbolta. FH-ingar höfðu tökin framan af síðari hálfleik og náðu í tvígang þriggja marka forskoti. Síðast 13-10. Þá snérist leikurinn algjörlega. Aron Rafn lokaði markinu, Gylfi datt í stuð í sókninni og Haukar tóku öll völd. Jöfnuðu leikinn og sigu svo fram úr. FH-ingar stóðu ráðalausir hjá á meðan nágrannar þeirra hreinlega keyrðu yfir þá síðustu tíu mínútur leiksins. FH kastaði boltanum hvað eftir annað frá sér og Haukar refsuðu. Þeir unnu lokakaflann 11-3 og unnu sætan fimm marka sigur. Haukarnir fara þar með inn í jólafríið með fimm stiga forskot á toppnum. Það er eitthvað sem fáir áttu von á. Heimir: Það verða rauð jól í Hafnafirði í ár„Þetta eru alltaf langskemmtilegustu sigrarnir og frábært að fá hann svona rétt fyrir jól," sagði Heimir Óli Heimsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Það verða rauð jól í Hafnafirði í ár sem eru frábærar fréttir. Það er alltaf frábært að vinna hérna í Kaplakrika en þeir fá mikið hrós fyrir flotta umgjörð. Þessir leikir eru frábærir fyrir áhorfendur því það fyllast alltaf húsin." „Við keyrðum bara hrikalega hratt í bakið á þeim í seinni hálfleik og skoruðum flest okkar mörk með því." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Heimi hér að ofan. Örn Ingi: Vorum hálf ráðþrota í sókninni„Við vissum að þetta yrði jafnt og þétt allan leikinn en við ætluðum okkur að sýna miklu meiri karakter en þetta," sagði Örn Ingi Bjarkason, eftir tapið í kvöld. „Sóknarleikurinn varð okkur að falli í kvöld það er nokkuð ljóst. Við eigum að vera orðnir vanir þessari pressu, þetta er fjórða árið okkar í röð í efstu deild og það er enginn afsökun". „Við vorum allt of staðir í sókninni og í raun hálf ráðþrota. Menn vissu í raun sjaldan hvað þeir áttu að gera næst". „Við verðum heldur betur að nýta fríið til að bæta okkar leik og koma sterkari til baka". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örn með því að ýta hér.Heimir Óli í leiknum í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira
Haukar unnu slaginn um Hafnarfjörðinn í kvöld, 21-16. Leikurinn var hræðilega spilaður lengstum en Haukar áttu ótrúlegan lokasprett sem skilaði þeim sigrinum. Fyrri hálfleikur var hreint ótrúlega illa leikinn af beggja hálfu. Varnarleikur liðanna ágætur en sóknarleikurinn skammarlega lélegur. Liðin misstu bæði boltann hvað eftir annað á ævintýralega klaufalegan hátt. Ólafur Gústafsson var eini maðurinn sem spilaði sóknarleik og Daníel Freyr varði frábærlega. Þrátt fyrir það leiddi FH aðeins með einu marki í leikhléi. 8-7 sem eru ótrúlegar tölur í nútímahandbolta. FH-ingar höfðu tökin framan af síðari hálfleik og náðu í tvígang þriggja marka forskoti. Síðast 13-10. Þá snérist leikurinn algjörlega. Aron Rafn lokaði markinu, Gylfi datt í stuð í sókninni og Haukar tóku öll völd. Jöfnuðu leikinn og sigu svo fram úr. FH-ingar stóðu ráðalausir hjá á meðan nágrannar þeirra hreinlega keyrðu yfir þá síðustu tíu mínútur leiksins. FH kastaði boltanum hvað eftir annað frá sér og Haukar refsuðu. Þeir unnu lokakaflann 11-3 og unnu sætan fimm marka sigur. Haukarnir fara þar með inn í jólafríið með fimm stiga forskot á toppnum. Það er eitthvað sem fáir áttu von á. Heimir: Það verða rauð jól í Hafnafirði í ár„Þetta eru alltaf langskemmtilegustu sigrarnir og frábært að fá hann svona rétt fyrir jól," sagði Heimir Óli Heimsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Það verða rauð jól í Hafnafirði í ár sem eru frábærar fréttir. Það er alltaf frábært að vinna hérna í Kaplakrika en þeir fá mikið hrós fyrir flotta umgjörð. Þessir leikir eru frábærir fyrir áhorfendur því það fyllast alltaf húsin." „Við keyrðum bara hrikalega hratt í bakið á þeim í seinni hálfleik og skoruðum flest okkar mörk með því." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Heimi hér að ofan. Örn Ingi: Vorum hálf ráðþrota í sókninni„Við vissum að þetta yrði jafnt og þétt allan leikinn en við ætluðum okkur að sýna miklu meiri karakter en þetta," sagði Örn Ingi Bjarkason, eftir tapið í kvöld. „Sóknarleikurinn varð okkur að falli í kvöld það er nokkuð ljóst. Við eigum að vera orðnir vanir þessari pressu, þetta er fjórða árið okkar í röð í efstu deild og það er enginn afsökun". „Við vorum allt of staðir í sókninni og í raun hálf ráðþrota. Menn vissu í raun sjaldan hvað þeir áttu að gera næst". „Við verðum heldur betur að nýta fríið til að bæta okkar leik og koma sterkari til baka". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örn með því að ýta hér.Heimir Óli í leiknum í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira