Erlent

Kim Jong-il leiðtogi Norður-Kóreu látinn

Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, er látinn 69 ára að aldri.  Tilkynnt var um lát hans í ríkissjónvarpi landsins í morgun og gat þulurinn ekki haldið aftur af tárum sínum þegar hann las tilkynninguna.

Samkvæmt henni lést Kim Jong-il vegna gríðarlegs vinnuálags sem leiddi til hjartaslags um helgina. Jarðarför leiðtogans verður á miðvikudag milli jóla og nýárs.

Kim Jong-il hafði verið leiðtogi Norður Kóreu síðan árið 1994 en reiknað er með að þriðji sonar hans, Kim Jong- un taki við leiðtogastöðunni.

Mikill titringur er í Suður-Kóreu vegna láts leiðtogans. Stjórnarherinn er í viðbragðsstöðu og öryggisráð landsins hefur verið kallað saman til neyðarfundar. Þá varð mikil lækkun á hlutabréfamarkaðinum í Seoul höfuðborg landsins þegar fréttin barst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×