Umfjöllun og viðtöl: Valur - Akureyri 23-30 Stefán Árni Pálsson skrifar 16. desember 2011 17:21 Akureyri vann öruggan sigur á Val í Vodafone-höllinni í síðasta leik liðanna fyrir landsleikjafríið langa. Akureyri var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigurinn aldrei í hættu. Bjarni Fritzson var atkvæðamestur í liði Akureyrar með tíu mörk en Sturla Ásgeirsson gerði níu fyrir Val. Leikurinn hófst heldur rólega og áttu liðin erfitt með að finna taktinn. Sóknarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og þurfti leikmenn heldur betur að hafa fyrir hverju einasta marki. Fyrri hálfleikurinn var virkilega jafn og munaði aldrei miklu á liðinum. Sturla Ásgeirsson, leikmaður Vals, var frábær í hálfleiknum en hann gerði sjö mörk á fyrstu 30 mínútum leiksins. Staðan var 11-11 í hálfleik. Akureyri byrjaði síðari hálfleikinn miklu betur en heimamenn og voru mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Fljótlega voru þeir komnir með fjögra marka forystu 16-12. Gestirnir juku aðeins við forskotið og komust síðar sjö mörkum yfir 23-16. Þá komu Valsmenn örlítið til baka og skoruðu fjögur mörk í röð. Lengra komust heimamenn samt sem áður ekki og Akureyri vann öruggan sjö marka sigur 30-23.Atli: Það verður gott fyrir ákveðna leikmenn að fá smá hvíld„Þetta var frábær sigur hjá okkur og við erum að bæta okkur jafnt og þétt með hverjum leik,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir sigurinn í dag. „Við vorum hundóánægðir með okkar spilamennsku í hálfleik þrátt fyrir að staðan hafi verið jöfn þá. Við byrjuðum síðan seinni hálfleikinn frábærlega vel og klárum leikinn í raun og veru þá.“ „Sóknarlega var liðið eilítið hikandi í fyrri hálfleiknum og við vorum að spila bara allt of hægt en það small allt í seinni hálfleiknum“. „Ég er virkilega fegin að komast í smá pásu núna og fá tækifæri til að hvíla leikmenn og koma hópnum í almennilegt stand. Við erum með frábært lið og þegar allir eru heilir þá ráða fáir við okkur“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Atla hér að ofan.Sturla: Áttum í raun ekki séns í seinni hálfleik„Þetta var mjög súrt tap,“ sagði Sturla Ásgeirsson, fyrirliði Vals, eftir tapið í dag. „Leiðinlegt að fara inn í fríið með tap á bakinu og einnig erum við komnir þremur stigum á eftir Akureyri eftir þennan leik sem er mjög svo slæmt“. „Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn og vorum alls ekki síðri aðilinn þá. Síðan hrinur bara allt í síðari hálfleiknum hvort sem það er vörn, sókn eða markvarsla“. „Ég veit ekki hvað gerðist hvort menn voru eitthvað þreyttir en við áttum í raun ekki séns í seinni hálfleik“. „Það verður nóg að gera hjá okkur í þessu svokallaða fríi og við þurfum í raun að bæta okkur á öllum sviðum“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sturlu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Akureyri vann öruggan sigur á Val í Vodafone-höllinni í síðasta leik liðanna fyrir landsleikjafríið langa. Akureyri var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigurinn aldrei í hættu. Bjarni Fritzson var atkvæðamestur í liði Akureyrar með tíu mörk en Sturla Ásgeirsson gerði níu fyrir Val. Leikurinn hófst heldur rólega og áttu liðin erfitt með að finna taktinn. Sóknarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og þurfti leikmenn heldur betur að hafa fyrir hverju einasta marki. Fyrri hálfleikurinn var virkilega jafn og munaði aldrei miklu á liðinum. Sturla Ásgeirsson, leikmaður Vals, var frábær í hálfleiknum en hann gerði sjö mörk á fyrstu 30 mínútum leiksins. Staðan var 11-11 í hálfleik. Akureyri byrjaði síðari hálfleikinn miklu betur en heimamenn og voru mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Fljótlega voru þeir komnir með fjögra marka forystu 16-12. Gestirnir juku aðeins við forskotið og komust síðar sjö mörkum yfir 23-16. Þá komu Valsmenn örlítið til baka og skoruðu fjögur mörk í röð. Lengra komust heimamenn samt sem áður ekki og Akureyri vann öruggan sjö marka sigur 30-23.Atli: Það verður gott fyrir ákveðna leikmenn að fá smá hvíld„Þetta var frábær sigur hjá okkur og við erum að bæta okkur jafnt og þétt með hverjum leik,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir sigurinn í dag. „Við vorum hundóánægðir með okkar spilamennsku í hálfleik þrátt fyrir að staðan hafi verið jöfn þá. Við byrjuðum síðan seinni hálfleikinn frábærlega vel og klárum leikinn í raun og veru þá.“ „Sóknarlega var liðið eilítið hikandi í fyrri hálfleiknum og við vorum að spila bara allt of hægt en það small allt í seinni hálfleiknum“. „Ég er virkilega fegin að komast í smá pásu núna og fá tækifæri til að hvíla leikmenn og koma hópnum í almennilegt stand. Við erum með frábært lið og þegar allir eru heilir þá ráða fáir við okkur“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Atla hér að ofan.Sturla: Áttum í raun ekki séns í seinni hálfleik„Þetta var mjög súrt tap,“ sagði Sturla Ásgeirsson, fyrirliði Vals, eftir tapið í dag. „Leiðinlegt að fara inn í fríið með tap á bakinu og einnig erum við komnir þremur stigum á eftir Akureyri eftir þennan leik sem er mjög svo slæmt“. „Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn og vorum alls ekki síðri aðilinn þá. Síðan hrinur bara allt í síðari hálfleiknum hvort sem það er vörn, sókn eða markvarsla“. „Ég veit ekki hvað gerðist hvort menn voru eitthvað þreyttir en við áttum í raun ekki séns í seinni hálfleik“. „Það verður nóg að gera hjá okkur í þessu svokallaða fríi og við þurfum í raun að bæta okkur á öllum sviðum“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sturlu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira