HSÍ hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram hvaða fjögur karlalið og fjögur kvennalið munu taka þá í Deildarbikar HSÍ sem fer fram eins og áður á milli jóla og nýárs. Í ár líkt og í fyrra ber keppnin heitið Flugfélags Íslands Deildarbikarinn.
Fjögur efstu lið í N1 deildum karla og kvenna fara í keppnina og er miðað við stöðu liðanna eftir seinustu umferð fyrir jól. Það eru tveir leikir eftir í N1 deild karla en úrslit þeirra munu ekki hafa áhrif á stöðuna í deildinni.
Í karlaflokki eru það Fram, FH, Haukar og HK sem komust í Deildarbikarinn og í kvennaflokki eru það lið Fram, HK, Stjörnunnar og Vals. Leikið verður í Íþróttahúsinu Strandgötu í Hafnarfirði 27. og 28. desember næstkomandi.
Dagskrá Flugfélags Íslands Deildarbikarsins 2011
Þriðjudagur 27.desember 2011
Undanúrslit kvenna kl.16.00
Fram – Stjarnan
Undanúrslit karla kl.17.45
Haukar – Fram
Undanúrslit kvenna kl.19.30
Valur - HK
Undanúrslit karla kl.21.15
FH - HK
Miðvikudagur 28.desember 2011
Úrslit kvenna kl.18.15
Úrslit karla kl.20.00
Ljóst hvaða lið mætast í Flugfélags Íslands Deildarbikarnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti


Lögreglumaður var fótboltabulla í felum
Enski boltinn

„Geitin“ í kvennakörfunni hætt
Körfubolti

„Fyrr skal ég dauður liggja“
Enski boltinn



Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað
Íslenski boltinn

