Staða átta Formúlu 1 ökumanna óljós fyrir 2012 15. desember 2011 10:42 Fjórir fremstu ökumennirnir á þessari mynd eru með sæti á næsta ári. Jamie Alguersuari, sem er lengst til vinsttri í hópnum fyrir aftan fékk ekki samning á næsta ári með Torro Rosso, Rubens Barrichello hefur ekki verið staðfestur sem ökumaður Williams, en Pastor Maldonado verður áfram hjá liðinu. MYND: LAT PHOTOGRAHIC/ANDREW FERRARO Vegna tilkynningar Torro Rosso um nýja ökumenn liðsins í gær, þá er ljóst að aðeins fjögur ökumannssæti eru laus í Formúlu 1 á næsta ári og átta ökumenn sem kepptu á þessu tímabili hafa ekki verið staðfestir hjá neinu keppnisliði enn sem komið er. Torro Rosso ákvaðu að ráða nýliðann Jean Eric Vergne og Daniel Ricciardo í stað Jamie Alguersuari og Sebastian Buemi, þannig að þeir síðarnefndu hafa ekki sæti á næsta ári sem keppnisökumenn svo vitað sé. Force India liðið hefur ekki tilkynnt hvaða ökumenn verða hjá liðinu 2012, en Paul di Resta og Adrian Sutil óku bílum liðsins í mótum á liðnu keppnistímabili. Nico Hülkenberg var varaökumaður liðsins á þessu ári. Williams tilkynnti á dögunum að Pastor Maldonado yrði áfram hjá liðinu. Staða Rubens Barrichello hvað áframhaldandi störf hjá Williams er óljós, en Vatteli Bottas var ráðinn varaökumaður liðsins fyrir skömmu. Barrichello vill halda áfram og keppa tuttugsta árið í röð í Formúlu 1, en er ekki með samning fyrir næsta ár. Bruno Senna, sem var ökumaður Renault verður ekki áfram keppnisökunmaður liðsins, né Vitaly Petrov, sem var þó með samning fyrir næsta ár. Kimi Raikkönen og Romain Grosjean hafa verið ráðnir ökumenn Renault liðsins í þeirra stað, en liðið mun heita Lotus Renault á næsta ári. Nýliðinn Charles Pic mun aka með Virgin liðinu í stað Jerome d´ Ambrosio, Virgin mun heita Marussia á næsta ári. Viantonio Liuzzi er sagður með samning við HRT liðið á næsta ári, en hefur samt ekki verið staðfestur sem ökumaður liðsins. Pedro de la Rosa hefur verið tilkynntur sem ökumaður HRT liðsins næstu tvö árin. Að neðan má sjá lista yfir þá ökumenn sem kepptu á þessu ári, en hafa ekki verið tilkynntir formlega sem keppnisökumenn og hjá hvaða liðum þeir óku með á liðnu tímabili. Adrian Sutil, Force India Bruno Senna, Renault Jamie Alguersuari, Torro Rosso Jerome d´Ambrosio, Virgin Paul di Resta, Force India Rubens Barrichello. Williams Sebastian Buemi, Torro Rosso Vinatonio Liuzzi, HRT Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Vegna tilkynningar Torro Rosso um nýja ökumenn liðsins í gær, þá er ljóst að aðeins fjögur ökumannssæti eru laus í Formúlu 1 á næsta ári og átta ökumenn sem kepptu á þessu tímabili hafa ekki verið staðfestir hjá neinu keppnisliði enn sem komið er. Torro Rosso ákvaðu að ráða nýliðann Jean Eric Vergne og Daniel Ricciardo í stað Jamie Alguersuari og Sebastian Buemi, þannig að þeir síðarnefndu hafa ekki sæti á næsta ári sem keppnisökumenn svo vitað sé. Force India liðið hefur ekki tilkynnt hvaða ökumenn verða hjá liðinu 2012, en Paul di Resta og Adrian Sutil óku bílum liðsins í mótum á liðnu keppnistímabili. Nico Hülkenberg var varaökumaður liðsins á þessu ári. Williams tilkynnti á dögunum að Pastor Maldonado yrði áfram hjá liðinu. Staða Rubens Barrichello hvað áframhaldandi störf hjá Williams er óljós, en Vatteli Bottas var ráðinn varaökumaður liðsins fyrir skömmu. Barrichello vill halda áfram og keppa tuttugsta árið í röð í Formúlu 1, en er ekki með samning fyrir næsta ár. Bruno Senna, sem var ökumaður Renault verður ekki áfram keppnisökunmaður liðsins, né Vitaly Petrov, sem var þó með samning fyrir næsta ár. Kimi Raikkönen og Romain Grosjean hafa verið ráðnir ökumenn Renault liðsins í þeirra stað, en liðið mun heita Lotus Renault á næsta ári. Nýliðinn Charles Pic mun aka með Virgin liðinu í stað Jerome d´ Ambrosio, Virgin mun heita Marussia á næsta ári. Viantonio Liuzzi er sagður með samning við HRT liðið á næsta ári, en hefur samt ekki verið staðfestur sem ökumaður liðsins. Pedro de la Rosa hefur verið tilkynntur sem ökumaður HRT liðsins næstu tvö árin. Að neðan má sjá lista yfir þá ökumenn sem kepptu á þessu ári, en hafa ekki verið tilkynntir formlega sem keppnisökumenn og hjá hvaða liðum þeir óku með á liðnu tímabili. Adrian Sutil, Force India Bruno Senna, Renault Jamie Alguersuari, Torro Rosso Jerome d´Ambrosio, Virgin Paul di Resta, Force India Rubens Barrichello. Williams Sebastian Buemi, Torro Rosso Vinatonio Liuzzi, HRT
Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira