Fótbolti

Udinese hélt í toppsætið á Ítalíu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Di Natale fagnar hér marki sínu í leiknum.
Di Natale fagnar hér marki sínu í leiknum.
Fimm leikir fóru fram í ítölsku A-deildinni í dag en meistararnir í AC Milan gerðu 2-2 jafntefli við Bologna. Marco Di Vaio kom Bologna yfir í byrjun leiksins. Clarence Seedorf jafnaði síðan metin aðeins fimm mínútum síðar.

Zlatan Ibrahimovic kom síðan gestunum í AC MIlan yfir um miðjan síðari hálfleik, en það tók Bologna aðeins eina mínútu að jafna leikinn. Þar var að verki Alessandro Diamanti. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli.

Udinese vann fínan sigur á Chievo 2-1 á heimavelli en Antonio Di Natale skoraði fyrsta mark leiksins þegar aðeins tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Dusan Basta kom Udinese tveimur mörkum yfir nokkrum mínútum síðar og Alberto Paloschi klóraði í bakkann undir lokin fyrir Chievo.

Novara og Napoli gerði síðan 1-1 jafntefli í leik kvöldsins á heimavelli Novara. Heimamenn komust yfir á 70. mínútu með marki frá Ivan Radovanovic. Blerim Dzemaili jafnaði metin fyrir Napoli fimm mínútum fyrir leikslok og þar við satt. Slæm úrslit fyrir Napoli en Novara er í næstneðsta sæti deildarinnar.

Udinese er í efsta sæti deildarinnar með 30 stig, Juventus er í öðru sæti með 29 stig og AC Milan í því þriðja með 28 stig. Napoli hefur ekki gengið sem skildi að undanförnu og er í fimmta sætinu með 22 stig.

Úrslit dagsins:

Atalanta – Catania - 1 - 1

Bologna - AC Milan - 2 - 2

Cagliari – Parma - 0 - 0 

Udinese – Chievo - 2 - 1

Novara – Napoli - 1 - 1 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×