Fótbolti

Af hverju vill Juventus halda Herði? - hér er ein ástæðan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ítalska stórliðið Juventus er búið að semja við Fram um kaup á hinum átján ára gamla Herði Björgvini Magnússyni sem hefur verið á láni hjá félaginu undanfarið ár. Hörður Björgvin hefur lítið spilað með Fram í Pepsi-deildinni en er að standa sig vel á Ítalíu.

Hörður Björgvin hélt upp á nýja samninginn með því að skora frábært mark beint úr aukaspyrnu í varaliðsleik á móti Sampdoria en hann lék í vörninni í þessum leik. Það er hægt að sjá markið með því að smella hér fyrir ofan en mark Harðar kemur eftir mínútu.

Hörður Björgvin, sem er örfættur, lyfti boltanum yfir varnarveginn og í bláhornið og er markið hjá honum stórglæsilegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×