Hamilton og Button bjartsýnir og ástríðufullir á nýjum bíl 4. febrúar 2011 13:24 Lewis Hamilton á Jenson Button við nýja McLaren bílinn. Mynd: Getty Images/Joern Polex McLaren liðið frumsýndi nýja McLaren Formúlu 1 bílinn í Berlín í dag og Jenson Button og Lewis Hamilton voru á staðnum. Þeir aka bílnum í 20 mótum á þessu keppnistímabili. Báðir ökumenn æfðu á Valencia brautinni í vikunni, en flugu síðan til Berlínar til að kynna nýja bílinn fyrir heimspressunni á hinum fræga Potzdam torgi. McLaren vann 5 mót í fyrra og Button sem er búinn að vera 12 ár í Formúlu 1 segir að slagurinn verði harður í ár. "Ég hef átt góð og slæm ár. En ég er heppinn að vera hluti af McLaren, sem hefur mikla sögu á bakvið sig og hefur alltaf verið í toppslagnum og átt marga meistara. Við erum alltaf að reyna að gera betur og það er ástríða innan liðsins", sagði Button á kynningu McLaren. Hamilton var glaðlegur, þrátt fyrir kulda í Berlín og leist vel á nýja farartækið. "Þetta er mikilvægur dagur fyrir liðið og bíllinn er fallegur. Ég er spenntur að komast á (Jerez) brautina í næstu viku á honum. Síðasta ár var eitt það besta í Formúlu 1 og við verðum sterkari en í fyrra. Ég er bjartsýnn", sagði Hamilton. Meira um frumsýninguna Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
McLaren liðið frumsýndi nýja McLaren Formúlu 1 bílinn í Berlín í dag og Jenson Button og Lewis Hamilton voru á staðnum. Þeir aka bílnum í 20 mótum á þessu keppnistímabili. Báðir ökumenn æfðu á Valencia brautinni í vikunni, en flugu síðan til Berlínar til að kynna nýja bílinn fyrir heimspressunni á hinum fræga Potzdam torgi. McLaren vann 5 mót í fyrra og Button sem er búinn að vera 12 ár í Formúlu 1 segir að slagurinn verði harður í ár. "Ég hef átt góð og slæm ár. En ég er heppinn að vera hluti af McLaren, sem hefur mikla sögu á bakvið sig og hefur alltaf verið í toppslagnum og átt marga meistara. Við erum alltaf að reyna að gera betur og það er ástríða innan liðsins", sagði Button á kynningu McLaren. Hamilton var glaðlegur, þrátt fyrir kulda í Berlín og leist vel á nýja farartækið. "Þetta er mikilvægur dagur fyrir liðið og bíllinn er fallegur. Ég er spenntur að komast á (Jerez) brautina í næstu viku á honum. Síðasta ár var eitt það besta í Formúlu 1 og við verðum sterkari en í fyrra. Ég er bjartsýnn", sagði Hamilton. Meira um frumsýninguna
Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira