Fótbolti

Bilað faxtæki "lokaði" á ein félagsskipti í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Choupo-Moting á æfingu með Hamburger SV í dag.
Choupo-Moting á æfingu með Hamburger SV í dag. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Það má oft litlu muna þegar fótboltafélög eru að reyna að ganga frá félagsskiptum rétt áður en félagsskiptaglugginn lokar og stundum kemur eitthvað óvænt upp á sem veldur því að félagsskiptaglugginn lokar áður en menn ná að ganga frá sínum félagsskiptum. Þannig var það í Þýskalandi í gærkvöldi.

Kamerúninn Eric Maxim Choupo-Moting sat eftir með sárt ennið þegar glugginn lokaði í gærkvöldi. Hann var búinn að ganga frá öllum pappírum yfir félagsskipti sín frá Hamburger SV yfir til Köln en bilun í faxtæki sá til þess að gögnin bárust ekki á réttum tíma.

Choupo-Moting var líka í viðræðum við enska félagið West Bromwich Albion en ákvað það hálftíma fyrir lokun gluggans að semja við Köln. Þegar faðir hans og umboðsmaður reyndu að faxa gögnin þá uppgötvuðu þeir að faxtækið náði ekki sambandið. Þegar þeir loksins náðu sambandi og tókst að senda gögnin þá var klukkan orðin tólf mínútur yfir.

Leikmaðurinn hefur reyndar biðlað til þýska knattspyrnusambandsins um að leyfa félagsskiptin enda með að hans mati fullguilda ástæðu fyrir því af hverju pappírarnir bárust of seint.

Eric Maxim Choupo-Moting er 21 árs og 189 sm framherji sem hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Hamburger SV en í fyrravetur var hann lánaður til Nurnberg. Hann lék fjóra leiki með landsliði Kamerún á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×