Léttur jafn réttur Haraldur F. Gíslason skrifar 28. janúar 2011 06:00 Þegar sonur minn var að hefja grunnskólagöngu hélt skólastjórinn í skólanum hans mikla ræðu eins og venjan er. Ég er ekkert sérstaklega góður að hlusta á ræður, fer oftast að láta hugann reika ef ræðan dregst á langinn. Hins vegar tók ég eftir því að eitt af því sem skólastjórinn var stoltur af var sú staðreynd að skólinn var móðurskóli drengja í Reykjavík. Ég hef lengi haft áhuga á stöðu drengja í grunn- og leikskólum svo mér þótti þetta áhugavert. Þegar skólastjórinn hafði lokið við ræðuna gaf hún færi á spurningum. Ég greip tækifærið og spurði hversu margir karlkennarar störfuðu við skólann. Skólastjórinn var hálfvandræðaleg þegar hún svaraði, "enginn". Það er ekki konum að kenna hve fáir karlmenn kjósa að vera kennarar og þegar ég segi kennarar þá meina ég bæði leik- og grunnskólakennarar. Það er því skrítna samfélagi sem við höfum skapað að kenna. Við búum í samfélagi þar sem ekki er borin virðing fyrir kennarastarfinu. Það sjá allir kennarar svart á hvítu hver einustu mánaðamót. Hvers vegna kjarabarátta kennara hefur skilað svo litlum árangri er mér hulin ráðgáta. Ég velti því líka fyrir mér hvers vegna það eru frekar karlmenn sem láta ekki bjóða sér léleg kjör kennarastarfsins. Nýtt Ísland var slagorð sem sást oft á prenti fyrstu árin eftir hið margfræga hrun. Ég var bjartsýnn á að í nýju Íslandi væru kennarar virðingarverð stétt og samfélagið sýndi það í orði og á borði. Við erum hins vegar ekkert byrjuð á að byggja upp nýtt Ísland. Við erum að mestu leyti ennþá að hjakka í sama farinu. Það er samt aldrei of seint að byrja. Ef við viljum í alvöru að hæfasta fólkið sé að vinna með það sem við köllum á tyllidögum "það dýrmætasta sem við eigum" þurfum við að forgangsraða öðruvísi. Kæra samfélag þessa stórkostlega lands. Drengir og stúlkur eiga rétt á því að hafa kennara af báðum kynjum. Það er ekki jafnrétti ef fjölgun karlkennara verður til þess að laun kennara hækki. Við vitum hins vegar að við erum á réttri leið ef kvennastétt nær það miklum kjarabótum að karlmönnum fjölgar í faginu. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Öðlingurinn Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Þegar sonur minn var að hefja grunnskólagöngu hélt skólastjórinn í skólanum hans mikla ræðu eins og venjan er. Ég er ekkert sérstaklega góður að hlusta á ræður, fer oftast að láta hugann reika ef ræðan dregst á langinn. Hins vegar tók ég eftir því að eitt af því sem skólastjórinn var stoltur af var sú staðreynd að skólinn var móðurskóli drengja í Reykjavík. Ég hef lengi haft áhuga á stöðu drengja í grunn- og leikskólum svo mér þótti þetta áhugavert. Þegar skólastjórinn hafði lokið við ræðuna gaf hún færi á spurningum. Ég greip tækifærið og spurði hversu margir karlkennarar störfuðu við skólann. Skólastjórinn var hálfvandræðaleg þegar hún svaraði, "enginn". Það er ekki konum að kenna hve fáir karlmenn kjósa að vera kennarar og þegar ég segi kennarar þá meina ég bæði leik- og grunnskólakennarar. Það er því skrítna samfélagi sem við höfum skapað að kenna. Við búum í samfélagi þar sem ekki er borin virðing fyrir kennarastarfinu. Það sjá allir kennarar svart á hvítu hver einustu mánaðamót. Hvers vegna kjarabarátta kennara hefur skilað svo litlum árangri er mér hulin ráðgáta. Ég velti því líka fyrir mér hvers vegna það eru frekar karlmenn sem láta ekki bjóða sér léleg kjör kennarastarfsins. Nýtt Ísland var slagorð sem sást oft á prenti fyrstu árin eftir hið margfræga hrun. Ég var bjartsýnn á að í nýju Íslandi væru kennarar virðingarverð stétt og samfélagið sýndi það í orði og á borði. Við erum hins vegar ekkert byrjuð á að byggja upp nýtt Ísland. Við erum að mestu leyti ennþá að hjakka í sama farinu. Það er samt aldrei of seint að byrja. Ef við viljum í alvöru að hæfasta fólkið sé að vinna með það sem við köllum á tyllidögum "það dýrmætasta sem við eigum" þurfum við að forgangsraða öðruvísi. Kæra samfélag þessa stórkostlega lands. Drengir og stúlkur eiga rétt á því að hafa kennara af báðum kynjum. Það er ekki jafnrétti ef fjölgun karlkennara verður til þess að laun kennara hækki. Við vitum hins vegar að við erum á réttri leið ef kvennastétt nær það miklum kjarabótum að karlmönnum fjölgar í faginu. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun