Myrkari og rafrænni tónar 3. febrúar 2011 17:00 Strákarnir í White Lies hafa gefið út sína aðra plötu, Ritual. Nordicphotos/Getty Breska tríóið White Lies er komið aftur á stjá tveimur árum eftir að platan To Lose My Life kom út. Myrkur danstaktur í anda Depeche Mode er orðinn meira áberandi en áður. Tvö ár eru liðin síðan frumburður bresku hljómsveitarinnar White Lies, To Lose My Life, kom út. Eitíslegt popp-rokkið hitti í mark, sér í lagi titillagið þar sem forsprakkinn Harry McVeig söng „Let"s grow old together - and die at the same time" á grípandi hátt. Platan fór beint í efsta sæti breska breiðskífulistans og sveitin var í framhaldinu valin besti nýi flytjandinn af tímaritunum Mojo og Q. Hljómsveitin hefur verið á stöðugu tónleikaferðalagi um heiminn síðustu tvö ár. Til að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum spilaði White Lies á bandarísku tónlistarhátíðunum Coachella og Lollapalooza og einnig í spjallþáttum Davids Letterman og Jimmy Kimmel. Auk þess að vera aðalnúmerið á tónleikum víða um heim hitaði sveitin upp fyrir risana í Coldplay, Kings of Leon og Muse og því greinilegt að tækifærin hafa ekki verið af skornum skammti. Plata númer tvö, Ritual, er nýkomin út og þar er haldið áfram sem frá var horfið. Tónninn er orðinn örlítið myrkari og rafrænni í ætt við Depeche Mode en áhrif frá sveitum á borð við Joy Division, Interpol og The Killers eru þó enn fyrir hendi. Bassaleikarinn Charles Cave nefnir rafrokkarana í Nine Inch Nails sem sérstaka áhrifavalda á plötunni. Annar upptökustjóri hennar var einmitt Alan Moulder sem hefur unnið töluvert með Nails, þar á meðal stjórnaði hann upptökum á The Downward Spiral frá árinu 1994. „Ég hlustaði á þá vitandi að við ætluðum að vinna með Alan," sagði Cave. „Fram að því hafði ég lítið hlustað á þessa tónlist. En eftir að hafa hlustað á þá er ég yfir mig hrifinn af þeim. Þess vegna held ég að við höfum ákveðið að nota meiri raftónlist á plötunni." Fram undan hjá White Lies er tónleikaferð um Bretland í febrúar og í framhaldinu verður væntanlega farið í langt tónleikaferðalag um heiminn þar sem fagnaðarerindið verður boðað enn frekar. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Sjá meira
Breska tríóið White Lies er komið aftur á stjá tveimur árum eftir að platan To Lose My Life kom út. Myrkur danstaktur í anda Depeche Mode er orðinn meira áberandi en áður. Tvö ár eru liðin síðan frumburður bresku hljómsveitarinnar White Lies, To Lose My Life, kom út. Eitíslegt popp-rokkið hitti í mark, sér í lagi titillagið þar sem forsprakkinn Harry McVeig söng „Let"s grow old together - and die at the same time" á grípandi hátt. Platan fór beint í efsta sæti breska breiðskífulistans og sveitin var í framhaldinu valin besti nýi flytjandinn af tímaritunum Mojo og Q. Hljómsveitin hefur verið á stöðugu tónleikaferðalagi um heiminn síðustu tvö ár. Til að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum spilaði White Lies á bandarísku tónlistarhátíðunum Coachella og Lollapalooza og einnig í spjallþáttum Davids Letterman og Jimmy Kimmel. Auk þess að vera aðalnúmerið á tónleikum víða um heim hitaði sveitin upp fyrir risana í Coldplay, Kings of Leon og Muse og því greinilegt að tækifærin hafa ekki verið af skornum skammti. Plata númer tvö, Ritual, er nýkomin út og þar er haldið áfram sem frá var horfið. Tónninn er orðinn örlítið myrkari og rafrænni í ætt við Depeche Mode en áhrif frá sveitum á borð við Joy Division, Interpol og The Killers eru þó enn fyrir hendi. Bassaleikarinn Charles Cave nefnir rafrokkarana í Nine Inch Nails sem sérstaka áhrifavalda á plötunni. Annar upptökustjóri hennar var einmitt Alan Moulder sem hefur unnið töluvert með Nails, þar á meðal stjórnaði hann upptökum á The Downward Spiral frá árinu 1994. „Ég hlustaði á þá vitandi að við ætluðum að vinna með Alan," sagði Cave. „Fram að því hafði ég lítið hlustað á þessa tónlist. En eftir að hafa hlustað á þá er ég yfir mig hrifinn af þeim. Þess vegna held ég að við höfum ákveðið að nota meiri raftónlist á plötunni." Fram undan hjá White Lies er tónleikaferð um Bretland í febrúar og í framhaldinu verður væntanlega farið í langt tónleikaferðalag um heiminn þar sem fagnaðarerindið verður boðað enn frekar. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Sjá meira