Fúsk og flækjur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 11. febrúar 2011 09:23 Í flestum vestrænum ríkjum gera menn sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að skattkerfið sé ekki of flókið. Ég var nýlega í Albaníu þar sem erfiðleikarnir eru miklir en hagvöxtur og uppbyggingarstarf eru nú komin á fullan skrið og það þökkuðu heimamenn því að skattkerfið hefði verið einfaldað. En hér, þar sem ómæld tækifæri eru til staðar, er stöðugt verið að auka flækjustig skattkerfisins.Letjandi áhrif á launþega og fyrirtæki Skattahækkanir og auknar flækjur hafa mjög letjandi áhrif á launþega. Menn sjá sér ekki lengur hag í að vinna og framleiða verðmæti. Samfara því eykst svört atvinnustarfsemi til muna. Sú þróun er nú þegar hafin. Hækkun tryggingagjalds dregur úr hvatanum fyrir fyrirtæki til að ráða starfsfólk og skapar aukinn hvata til að draga saman seglin og fækka fólki. Í stað þess að laga skattkerfið að aðstæðum og skapa stöðugleika hafa verið innleiddar skattahækkanir og breytingar á skattkerfinu sem hafa þveröfug áhrif. Almenningur sem hefur mátt þola mikla kjararýrnun er skattpíndur og erlendri og innlendri fjárfestingu í atvinnulífinu er haldið niðri með skattkerfi sem refsar fyrir uppbyggingu en verðlaunar stöðnun. Á meðan hækka verðtryggðar skuldir jafnt og þétt með hærri sköttum á neysluvörur. Alls staðar eru hvatarnir öfugir og vinna beint gegn heimilunum og fyrirtækjum. Tekjuskattur lögaðila hefur verið hækkaður um þriðjung, úr 15% í 20%. Tryggingagjald var hækkað úr rúmum 5% upp í hátt í 9%. Fjármagnstekjuskattur einstaklinga var tvöfaldaður, úr 10% í 20%. Þrepaskipting tekjuskatts var tekin upp að nýju og skatthlutfall einstaklinga miðað við hæsta þrep hækkað úr 37,3% í 46,2%. Eignarskattur var tekinn upp að nýju og virðisaukaskattur hækkaður upp í 25,5%. Þá eru enn ótaldar ítrekaðar hækkanir á óbeinum sköttum og gjöldum, t.d. bensíngjaldi, áfengisgjaldi, tóbaksgjaldi, vörugjöldum o.fl. Afleiðingin er að fólk hefur sífellt minna fé milli handanna til að kaupa sér sífellt dýrari vörur og þjónustu. Þegar hækkanirnar fara yfir ákveðin mörk dregur úr umsvifum í efnahagslífinu einmitt þegar við þurfum að auka þau. Minni neysla þýðir meira atvinnuleysi og aukinn kostnað fyrir ríkið. Þetta er vítahringur sem erfitt er að losna út úr.Fúsk og flækjur Lagasetning ríkisstjórnarinnar til að hækka skatta og flækja skattkerfið hefur oft verið óvönduð og fljótfærnisleg síðastliðin tvö ár. Lítill tími er gefinn fyrir athugasemdir frá sérfræðingum sem síðan er ekki farið eftir. Sem dæmi um slíkt má nefna tilraun til að skattleggja gengismun á innlánsreikningum í erlendum gjaldmiðlum. Ýmsir ráðgjafar efnahags- og skattanefndar bentu á að ákvæðið væri óframkvæmanlegt en á þá var ekki hlustað. Þegar svo kom í ljós að þeir höfðu rétt fyrir sér var lögunum breytt. Hins vegar gleymdist þá að taka til baka aðra reglu sem var í mótsögn við nýju leiðréttu regluna, og því ekki útséð með málið enn. Aðrar lagabreytingar hafa byggt á reiknireglum sem fólu í sér stærðfræðilega þversögn eða virka með beinum hætti letjandi á fjárfestingar. Dæmi um þetta er breyting á skattlagningu á eftirgjöf skulda sem leiðir til þess að það borgar sig ekki skattalega fyrir fyrirtæki að fjárfesta í vélum, húsnæði og öðrum fastafjármunum fyrr en eftir árið 2014. Svona fúsk leiðir til þess að maður spyr sig hvort raunverulega sé verið að reyna að halda fjárfestingu niðri? Eftir breytingu á skattalögum árið 2010 var fjölmörgum félögum í eigu erlendra aðila sem stundað hafa alþjóðlega fjármálastarfsemi hér á landi slitið. Áætlaðar tapaðar skattgreiðslur vegna þessara fyrirtækja nema 3 milljörðum kr. á ári. Að auki hafa þessi félög keypt þjónustu fyrir umtalsverðar fjárhæðir sem einnig tapast nú úr hagkerfinu. Breytt skattlagning arðs til hluthafa í félögum þar sem þeir starfa sjálfir kemur mjög illa við lítil fyrirtæki, sérstaklega nýsköpunarfyrirtæki þar sem frumkvöðlarnir starfa oft sjálfir. Afleiðingin er sú að fyrirtækin flytja í burtu, sérstaklega nýsköpunarfyrirtæki þar sem frumkvöðlar eru oft hluthafar. Í stað þeirra eru fyrirtæki stofnuð erlendis og hagnaðurinn skilinn eftir þar. Á þennan hátt hafa skattahækkanir og skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að auka tekjur ríkisins í raun þveröfug áhrif.Lægri skattar = hærri tekjur ríkissjóðs Í skattkerfisgreiningu frá KPMG kemur fram að reynslan frá undanförnum árum og áratugum sýni að í hvert sinn sem skattar voru lækkaðir jukust skatttekjur ríkissjóðs. Verkefnið "Allir vinna" hefur nú verið í gangi um nokkurt skeið. Þar stendur fólki til boða endurgreiðsla virðisaukaskatts af tilteknum framkvæmdum auk lækkunar tekjuskattsstofns. Verkefnið hefur haft þau áhrif að velta og umsvif hjá iðnaðarmönnum hafa aukist mikið. Því vaknar sú spurning hvort ekki megi yfirfæra þetta verkefni á þjóðfélagið í heild svo umsvif í þjóðfélaginu geti aukist þegar skattar verða lækkaðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Sjá meira
Í flestum vestrænum ríkjum gera menn sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að skattkerfið sé ekki of flókið. Ég var nýlega í Albaníu þar sem erfiðleikarnir eru miklir en hagvöxtur og uppbyggingarstarf eru nú komin á fullan skrið og það þökkuðu heimamenn því að skattkerfið hefði verið einfaldað. En hér, þar sem ómæld tækifæri eru til staðar, er stöðugt verið að auka flækjustig skattkerfisins.Letjandi áhrif á launþega og fyrirtæki Skattahækkanir og auknar flækjur hafa mjög letjandi áhrif á launþega. Menn sjá sér ekki lengur hag í að vinna og framleiða verðmæti. Samfara því eykst svört atvinnustarfsemi til muna. Sú þróun er nú þegar hafin. Hækkun tryggingagjalds dregur úr hvatanum fyrir fyrirtæki til að ráða starfsfólk og skapar aukinn hvata til að draga saman seglin og fækka fólki. Í stað þess að laga skattkerfið að aðstæðum og skapa stöðugleika hafa verið innleiddar skattahækkanir og breytingar á skattkerfinu sem hafa þveröfug áhrif. Almenningur sem hefur mátt þola mikla kjararýrnun er skattpíndur og erlendri og innlendri fjárfestingu í atvinnulífinu er haldið niðri með skattkerfi sem refsar fyrir uppbyggingu en verðlaunar stöðnun. Á meðan hækka verðtryggðar skuldir jafnt og þétt með hærri sköttum á neysluvörur. Alls staðar eru hvatarnir öfugir og vinna beint gegn heimilunum og fyrirtækjum. Tekjuskattur lögaðila hefur verið hækkaður um þriðjung, úr 15% í 20%. Tryggingagjald var hækkað úr rúmum 5% upp í hátt í 9%. Fjármagnstekjuskattur einstaklinga var tvöfaldaður, úr 10% í 20%. Þrepaskipting tekjuskatts var tekin upp að nýju og skatthlutfall einstaklinga miðað við hæsta þrep hækkað úr 37,3% í 46,2%. Eignarskattur var tekinn upp að nýju og virðisaukaskattur hækkaður upp í 25,5%. Þá eru enn ótaldar ítrekaðar hækkanir á óbeinum sköttum og gjöldum, t.d. bensíngjaldi, áfengisgjaldi, tóbaksgjaldi, vörugjöldum o.fl. Afleiðingin er að fólk hefur sífellt minna fé milli handanna til að kaupa sér sífellt dýrari vörur og þjónustu. Þegar hækkanirnar fara yfir ákveðin mörk dregur úr umsvifum í efnahagslífinu einmitt þegar við þurfum að auka þau. Minni neysla þýðir meira atvinnuleysi og aukinn kostnað fyrir ríkið. Þetta er vítahringur sem erfitt er að losna út úr.Fúsk og flækjur Lagasetning ríkisstjórnarinnar til að hækka skatta og flækja skattkerfið hefur oft verið óvönduð og fljótfærnisleg síðastliðin tvö ár. Lítill tími er gefinn fyrir athugasemdir frá sérfræðingum sem síðan er ekki farið eftir. Sem dæmi um slíkt má nefna tilraun til að skattleggja gengismun á innlánsreikningum í erlendum gjaldmiðlum. Ýmsir ráðgjafar efnahags- og skattanefndar bentu á að ákvæðið væri óframkvæmanlegt en á þá var ekki hlustað. Þegar svo kom í ljós að þeir höfðu rétt fyrir sér var lögunum breytt. Hins vegar gleymdist þá að taka til baka aðra reglu sem var í mótsögn við nýju leiðréttu regluna, og því ekki útséð með málið enn. Aðrar lagabreytingar hafa byggt á reiknireglum sem fólu í sér stærðfræðilega þversögn eða virka með beinum hætti letjandi á fjárfestingar. Dæmi um þetta er breyting á skattlagningu á eftirgjöf skulda sem leiðir til þess að það borgar sig ekki skattalega fyrir fyrirtæki að fjárfesta í vélum, húsnæði og öðrum fastafjármunum fyrr en eftir árið 2014. Svona fúsk leiðir til þess að maður spyr sig hvort raunverulega sé verið að reyna að halda fjárfestingu niðri? Eftir breytingu á skattalögum árið 2010 var fjölmörgum félögum í eigu erlendra aðila sem stundað hafa alþjóðlega fjármálastarfsemi hér á landi slitið. Áætlaðar tapaðar skattgreiðslur vegna þessara fyrirtækja nema 3 milljörðum kr. á ári. Að auki hafa þessi félög keypt þjónustu fyrir umtalsverðar fjárhæðir sem einnig tapast nú úr hagkerfinu. Breytt skattlagning arðs til hluthafa í félögum þar sem þeir starfa sjálfir kemur mjög illa við lítil fyrirtæki, sérstaklega nýsköpunarfyrirtæki þar sem frumkvöðlarnir starfa oft sjálfir. Afleiðingin er sú að fyrirtækin flytja í burtu, sérstaklega nýsköpunarfyrirtæki þar sem frumkvöðlar eru oft hluthafar. Í stað þeirra eru fyrirtæki stofnuð erlendis og hagnaðurinn skilinn eftir þar. Á þennan hátt hafa skattahækkanir og skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að auka tekjur ríkisins í raun þveröfug áhrif.Lægri skattar = hærri tekjur ríkissjóðs Í skattkerfisgreiningu frá KPMG kemur fram að reynslan frá undanförnum árum og áratugum sýni að í hvert sinn sem skattar voru lækkaðir jukust skatttekjur ríkissjóðs. Verkefnið "Allir vinna" hefur nú verið í gangi um nokkurt skeið. Þar stendur fólki til boða endurgreiðsla virðisaukaskatts af tilteknum framkvæmdum auk lækkunar tekjuskattsstofns. Verkefnið hefur haft þau áhrif að velta og umsvif hjá iðnaðarmönnum hafa aukist mikið. Því vaknar sú spurning hvort ekki megi yfirfæra þetta verkefni á þjóðfélagið í heild svo umsvif í þjóðfélaginu geti aukist þegar skattar verða lækkaðir.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun