Að fara í manninn! Andrés Pétursson skrifar 4. janúar 2011 05:45 Þegar þungir og seinir knattspyrnumenn eiga ekki möguleika að ná boltanum af snjöllum spilara þá grípa þeir stundum til þess örþrifaráðs að tækla leikmanninn sjálfan. Þetta þykir mjög ódrengilegt en nær þó stundum þeim árangri að stoppa sókn andstæðinganna. Því miður virðist mér sumir Nei-sinnar í Evrópumálum vera farnir að beita þessari aðferð. Í tengslum við hrókeringar innan utanríkisþjónustunnar hafa þeir gripið til þess ráðs að gefa í skyn að samningamenn Íslands hafi það eitt að markmiði að landa góðu starfi hjá Evrópusambandinu að loknu samningaferlinu. Meira segja hefur einn forráðamaður Nei-sinna kastað fram þeirri tillögu að allir þeir sem að samningaviðræðunum koma skrifi undir yfirlýsingu að þeir muni ekki sækjast eftir embætti hjá ESB í ákveðið mörg ár eftir að samningaviðræðum lýkur. Maður veit varla hvort maður á hlæja eða gráta að þessari tillögu. Bæði vegur hún mjög að heiðarleika viðkomandi samningamanna og þar að auki skerðir hún atvinnufrelsi viðkomandi einstaklinga. Einnig hljóta flestir að vera sammála að það sé mjög mikilvægt að við sendum okkar allra besta fólk til að standa vörð um okkar hagsmuni á alþjóðavettvangi. Þeir sem best þekkja til þessara mála hljóta að vera þeir aðilar sem hafa staðið í samningaviðræðum eða komið að samningagerðinni að öðru leyti. Það væri því fáranlegt að ekki væri hægt að senda þetta fólk til starfa erlendis á okkar vegum. Búast má við að umræðan um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu erði fyrirferðamikil á árinu 2011. Evrópusinnar hafa sett sér nokkur leiðarstef í umræðunni, meðal annars að beita staðreyndum og rökræðu, forðast gífuryrði og þrætubókarlist og vera upplýsandi. Við skorum því á alla sem taka þátt í umræðunni, hvort sem þeir eru hlynntir eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, að halda umræðunni á þeim nótum. Berjumst heiðarlega um boltann en tæklum ekki manninn á ruddalegan hátt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þegar þungir og seinir knattspyrnumenn eiga ekki möguleika að ná boltanum af snjöllum spilara þá grípa þeir stundum til þess örþrifaráðs að tækla leikmanninn sjálfan. Þetta þykir mjög ódrengilegt en nær þó stundum þeim árangri að stoppa sókn andstæðinganna. Því miður virðist mér sumir Nei-sinnar í Evrópumálum vera farnir að beita þessari aðferð. Í tengslum við hrókeringar innan utanríkisþjónustunnar hafa þeir gripið til þess ráðs að gefa í skyn að samningamenn Íslands hafi það eitt að markmiði að landa góðu starfi hjá Evrópusambandinu að loknu samningaferlinu. Meira segja hefur einn forráðamaður Nei-sinna kastað fram þeirri tillögu að allir þeir sem að samningaviðræðunum koma skrifi undir yfirlýsingu að þeir muni ekki sækjast eftir embætti hjá ESB í ákveðið mörg ár eftir að samningaviðræðum lýkur. Maður veit varla hvort maður á hlæja eða gráta að þessari tillögu. Bæði vegur hún mjög að heiðarleika viðkomandi samningamanna og þar að auki skerðir hún atvinnufrelsi viðkomandi einstaklinga. Einnig hljóta flestir að vera sammála að það sé mjög mikilvægt að við sendum okkar allra besta fólk til að standa vörð um okkar hagsmuni á alþjóðavettvangi. Þeir sem best þekkja til þessara mála hljóta að vera þeir aðilar sem hafa staðið í samningaviðræðum eða komið að samningagerðinni að öðru leyti. Það væri því fáranlegt að ekki væri hægt að senda þetta fólk til starfa erlendis á okkar vegum. Búast má við að umræðan um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu erði fyrirferðamikil á árinu 2011. Evrópusinnar hafa sett sér nokkur leiðarstef í umræðunni, meðal annars að beita staðreyndum og rökræðu, forðast gífuryrði og þrætubókarlist og vera upplýsandi. Við skorum því á alla sem taka þátt í umræðunni, hvort sem þeir eru hlynntir eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, að halda umræðunni á þeim nótum. Berjumst heiðarlega um boltann en tæklum ekki manninn á ruddalegan hátt!
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar