Ekki veikan blett að finna 13. apríl 2011 07:00 Upptökum á fjórðu plötu Geirs Ólafssonar lauk fyrir skömmu í Kaliforníu. 22 hljóðfæraleikarar komu við sögu og stóðu upptökur yfir í þrjá og hálfan tíma. „Með Guðs hjálp eru manni allir vegir færir,“ segir söngvarinn Geir Ólafsson. Hann er nýkominn heim frá Palm Springs í Kaliforníu þar sem upptökur fóru fram á fjórðu sólóplötu hans. Alls léku 22 hljóðfæraleikarar inn á plötuna undir stjórn Teds Herman og tók upptakan ekki nema þrjár og hálfa klukkustund. Herman og félagar hafa unnið með mörgum frægum á ferli sínum, þar á með Frank Sinatra, Louis Armstrong og Dean Martin. „Það er ekki veikan blett að finna í þessu bandi. Þeir hafa gríðarlega reynslu og þetta er rosalega flott sánd sem þeir hafa upp á að bjóða,“ segir Geir, sem dvaldi úti í eina viku. „Það er svakalegur skóli og mikill heiður að fá að gera þetta. Það er ekki á hverjum degi sem menn fá að taka upp með bigbandi í Bandaríkjunum. Þeir hafa trú á því sem ég er að gera og það er frábært að hafa fengið þetta tækifæri.“ Það var í gegnum kynni sín af Don Randi, fyrrverandi píanista Franks Sinatra, sem Geir fékk tækifærið til að búa til plötuna og kann hann Randi bestu þakkir fyrir hjálpsemina. Á meðal laga á plötunni eru Just a Gigolo, Sunny, Mambo Italiano og Copacabana. Söngur Geirs verður tekinn upp hér heima og mun Vilhjálmur Guðjónsson stjórna upptökunni. Plötunni verður dreift í haust víðs vegar um Kaliforníu og hér heima. Geir ætlar að kynna plötuna bæði hér heima og í Bandaríkjunum og býst við því að stórsveit Hermans verði honum til halds og trausts. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
Upptökum á fjórðu plötu Geirs Ólafssonar lauk fyrir skömmu í Kaliforníu. 22 hljóðfæraleikarar komu við sögu og stóðu upptökur yfir í þrjá og hálfan tíma. „Með Guðs hjálp eru manni allir vegir færir,“ segir söngvarinn Geir Ólafsson. Hann er nýkominn heim frá Palm Springs í Kaliforníu þar sem upptökur fóru fram á fjórðu sólóplötu hans. Alls léku 22 hljóðfæraleikarar inn á plötuna undir stjórn Teds Herman og tók upptakan ekki nema þrjár og hálfa klukkustund. Herman og félagar hafa unnið með mörgum frægum á ferli sínum, þar á með Frank Sinatra, Louis Armstrong og Dean Martin. „Það er ekki veikan blett að finna í þessu bandi. Þeir hafa gríðarlega reynslu og þetta er rosalega flott sánd sem þeir hafa upp á að bjóða,“ segir Geir, sem dvaldi úti í eina viku. „Það er svakalegur skóli og mikill heiður að fá að gera þetta. Það er ekki á hverjum degi sem menn fá að taka upp með bigbandi í Bandaríkjunum. Þeir hafa trú á því sem ég er að gera og það er frábært að hafa fengið þetta tækifæri.“ Það var í gegnum kynni sín af Don Randi, fyrrverandi píanista Franks Sinatra, sem Geir fékk tækifærið til að búa til plötuna og kann hann Randi bestu þakkir fyrir hjálpsemina. Á meðal laga á plötunni eru Just a Gigolo, Sunny, Mambo Italiano og Copacabana. Söngur Geirs verður tekinn upp hér heima og mun Vilhjálmur Guðjónsson stjórna upptökunni. Plötunni verður dreift í haust víðs vegar um Kaliforníu og hér heima. Geir ætlar að kynna plötuna bæði hér heima og í Bandaríkjunum og býst við því að stórsveit Hermans verði honum til halds og trausts. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira