Norðurlönd vísa veg til sjálfbærni Samstarfsráðherrar Norðurlandanna skrifar 15. apríl 2011 07:00 Á hverju ári er haldinn alþjóðlegur ofneysludagur um allan heim. Það er sá dagur ársins þegar neyslan fer yfir þolmörk jarðar. Árið 2010 var þessi dagur 21. ágúst og hvert ár færist hann framar. Þessi þróun getur ekki haldið áfram en hvernig breytum við um stefnu? Sjálfbær þróun er svarið og þar eru Norðurlönd í fararbroddi. Á undanförnum áratugum hafa Norðurlönd sýnt fram á að það er hægt að ná auknum hagvexti án þess að íþyngja umhverfinu. Hugmyndafræðin um sjálfbæra þróun styður þannig við norræna velferðarkerfið, þar sem markmiðið er að bæta lífsgæði án þess að ganga á auðlindir jarðar. Áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæra þróun var kynnt árið 2001. Það var jafnframt í fyrsta sinn sem nokkur lönd tóku sig saman um að taka stefnuna á sjálfbært samfélag. En hvar erum við stödd núna, og hvaða aðgerðir eru í gangi á norrænum vettvangi? Heildar koltvísýringslosun Norðurlanda minnkar stöðugt samtímis því að hlutur endurnýjanlegra orkugjafa eykst, lífrænn landbúnaður er í sókn og umhverfismerktum vörum á markaði fjölgar. Lífslíkur íbúa aukast og það sama á við um menntunarstig. Allt eru þetta vísbendingar um að við séum á réttri leið. Við verðum þó að leggja okkur betur fram ef við ætlum að tryggja sjálfbært samfélag til framtíðar. Við þurfum að bæta samgöngukerfið með öflugri almenningssamgöngum og umhverfisvænum orkulausnum. Við þurfum að auðvelda neytendum að velja sjálfbærar og hollar vörur, t.d. með notkun norræna umhverfismerkisins Svansins og með því að halda á lofti nýrri norrænni matargerðarlist. Framleiðendur og neytendur verða áfram að bera kostnað af því álagi á umhverfið sem hlýst af gerðum þeirra. Það hvetur til betri umgengni við umhverfið og ýtir undir þróun nýrrar umhverfistækni. Yngsta kynslóðin þarf að læra snemma hvernig á að haga sér í heimi þar sem fleira fólk þarf að deila með sér færri auðlindum. Leiðin inn í sjálfbæran heim hefst í nærsamfélaginu. Á Norðurlöndum má finna fjölmörg dæmi um staðbundin sjálfbærniverkefni. Fyrir nokkrum árum stefndi í óefni í sænsku borginni Malmö, vinnustöðum fækkaði og heilu hverfin voru í niðurníðslu. Með markvissu starfi og uppbyggingu borgarhluta sem eru nú félagslega, efnahagslega og umhverfislega sjálfbærir tókst að snúa þessari þróun við. Fyrir vikið var borgin verðlaunuð af Sameinuðu þjóðunum. Í Nuuk á Grænlandi hafa menn sett sér það markmið að verða fyrsti koltvísýringshlutlausi höfuðstaður í heimi. Tampere í Finnlandi fékk nýlega viðurkenningu fyrir aðgerðir sínar til að fá íbúa til að draga úr koltvísýringslosun. Loks má nefna að Norræna ráðherranefndin ýtti nýlega úr vör samkeppni milli sveitarfélaga á Norðurlöndum um vistvæna orkunotkun. Sjálfbærni og lausnir á loftslagsvandanum nást þó ekki eingöngu með staðbundnum verkefnum. Til þess þarf svæðisbundið og hnattrænt samstarf. Norðurlönd vilja ná metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum fyrir næstu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember og norrænn sérfræðingahópur vinnur að því að móta viðræðugrundvöll út frá norrænum markmiðum. Norræna ráðherranefndin tekur einnig þátt í fundum sjálfbærninefndar Sameinuðu þjóðanna, og áætlanir eru uppi um norrænt átak í tengslum við alþjóðaráðstefnu um sjálfbæra þróun í Ríó árið 2012. Tækifæri Norðurlanda til að taka forystuna á alþjóðavettvangi eru því fjölmörg. Norðurlönd verða einnig að vinna með Eystrasaltsríkjunum og ESB, ásamt því að þróa sameiginlegar aðgerðir til að stuðla að sjálfbærri þróun í þróunarríkjunum og meðal frumbyggja. Nordic Climate Facility – sem styrkir loftslagsverkefni í þróunarríkjunum – er dæmi um norrænt samstarf eins og það gerist best. Því er haldið fram að sífellt dragi úr þýðingu norræns samstarfs vegna hnattvæðingar og aukins ESB samruna. Við teljum að þessu sé einmitt þveröfugt farið: Sífellt hnattvæddari heimur og stærra ESB eykur mikilvægi norrænnar samvinnu. Við eigum því að bregðast við loftslagsvandanum og leitast við að skapa sjálfbærara þjóðfélag á þann árangursríka og sveigjanlega hátt sem einkennir Norðurlönd, því saman náum við betri árangri og meiri áhrifum á alþjóðavettvangi. Samstarfsráðherrar Norðurlanda: Katrín Jakobsdóttir, Ísland Karen Elleman, Danmörk Jan Vapaavuori, Finnland Jacob Vestergaard, Færeyjar Palle Christiansen, Grænland Rigmor Aasrud, Noregur Ewa Björling, Svíþjóð Veronica Thörnroos, Álandseyjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári er haldinn alþjóðlegur ofneysludagur um allan heim. Það er sá dagur ársins þegar neyslan fer yfir þolmörk jarðar. Árið 2010 var þessi dagur 21. ágúst og hvert ár færist hann framar. Þessi þróun getur ekki haldið áfram en hvernig breytum við um stefnu? Sjálfbær þróun er svarið og þar eru Norðurlönd í fararbroddi. Á undanförnum áratugum hafa Norðurlönd sýnt fram á að það er hægt að ná auknum hagvexti án þess að íþyngja umhverfinu. Hugmyndafræðin um sjálfbæra þróun styður þannig við norræna velferðarkerfið, þar sem markmiðið er að bæta lífsgæði án þess að ganga á auðlindir jarðar. Áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæra þróun var kynnt árið 2001. Það var jafnframt í fyrsta sinn sem nokkur lönd tóku sig saman um að taka stefnuna á sjálfbært samfélag. En hvar erum við stödd núna, og hvaða aðgerðir eru í gangi á norrænum vettvangi? Heildar koltvísýringslosun Norðurlanda minnkar stöðugt samtímis því að hlutur endurnýjanlegra orkugjafa eykst, lífrænn landbúnaður er í sókn og umhverfismerktum vörum á markaði fjölgar. Lífslíkur íbúa aukast og það sama á við um menntunarstig. Allt eru þetta vísbendingar um að við séum á réttri leið. Við verðum þó að leggja okkur betur fram ef við ætlum að tryggja sjálfbært samfélag til framtíðar. Við þurfum að bæta samgöngukerfið með öflugri almenningssamgöngum og umhverfisvænum orkulausnum. Við þurfum að auðvelda neytendum að velja sjálfbærar og hollar vörur, t.d. með notkun norræna umhverfismerkisins Svansins og með því að halda á lofti nýrri norrænni matargerðarlist. Framleiðendur og neytendur verða áfram að bera kostnað af því álagi á umhverfið sem hlýst af gerðum þeirra. Það hvetur til betri umgengni við umhverfið og ýtir undir þróun nýrrar umhverfistækni. Yngsta kynslóðin þarf að læra snemma hvernig á að haga sér í heimi þar sem fleira fólk þarf að deila með sér færri auðlindum. Leiðin inn í sjálfbæran heim hefst í nærsamfélaginu. Á Norðurlöndum má finna fjölmörg dæmi um staðbundin sjálfbærniverkefni. Fyrir nokkrum árum stefndi í óefni í sænsku borginni Malmö, vinnustöðum fækkaði og heilu hverfin voru í niðurníðslu. Með markvissu starfi og uppbyggingu borgarhluta sem eru nú félagslega, efnahagslega og umhverfislega sjálfbærir tókst að snúa þessari þróun við. Fyrir vikið var borgin verðlaunuð af Sameinuðu þjóðunum. Í Nuuk á Grænlandi hafa menn sett sér það markmið að verða fyrsti koltvísýringshlutlausi höfuðstaður í heimi. Tampere í Finnlandi fékk nýlega viðurkenningu fyrir aðgerðir sínar til að fá íbúa til að draga úr koltvísýringslosun. Loks má nefna að Norræna ráðherranefndin ýtti nýlega úr vör samkeppni milli sveitarfélaga á Norðurlöndum um vistvæna orkunotkun. Sjálfbærni og lausnir á loftslagsvandanum nást þó ekki eingöngu með staðbundnum verkefnum. Til þess þarf svæðisbundið og hnattrænt samstarf. Norðurlönd vilja ná metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum fyrir næstu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember og norrænn sérfræðingahópur vinnur að því að móta viðræðugrundvöll út frá norrænum markmiðum. Norræna ráðherranefndin tekur einnig þátt í fundum sjálfbærninefndar Sameinuðu þjóðanna, og áætlanir eru uppi um norrænt átak í tengslum við alþjóðaráðstefnu um sjálfbæra þróun í Ríó árið 2012. Tækifæri Norðurlanda til að taka forystuna á alþjóðavettvangi eru því fjölmörg. Norðurlönd verða einnig að vinna með Eystrasaltsríkjunum og ESB, ásamt því að þróa sameiginlegar aðgerðir til að stuðla að sjálfbærri þróun í þróunarríkjunum og meðal frumbyggja. Nordic Climate Facility – sem styrkir loftslagsverkefni í þróunarríkjunum – er dæmi um norrænt samstarf eins og það gerist best. Því er haldið fram að sífellt dragi úr þýðingu norræns samstarfs vegna hnattvæðingar og aukins ESB samruna. Við teljum að þessu sé einmitt þveröfugt farið: Sífellt hnattvæddari heimur og stærra ESB eykur mikilvægi norrænnar samvinnu. Við eigum því að bregðast við loftslagsvandanum og leitast við að skapa sjálfbærara þjóðfélag á þann árangursríka og sveigjanlega hátt sem einkennir Norðurlönd, því saman náum við betri árangri og meiri áhrifum á alþjóðavettvangi. Samstarfsráðherrar Norðurlanda: Katrín Jakobsdóttir, Ísland Karen Elleman, Danmörk Jan Vapaavuori, Finnland Jacob Vestergaard, Færeyjar Palle Christiansen, Grænland Rigmor Aasrud, Noregur Ewa Björling, Svíþjóð Veronica Thörnroos, Álandseyjar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar