30 milljónir til atvinnumála kvenna Guðbjartur Hanneson skrifar 29. apríl 2011 06:00 Árið 1991 var í fyrsta sinn úthlutað sérstökum styrkjum til atvinnumála kvenna að frumkvæði Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi félagsmálaráðherra. Síðan þá hafa þessir styrkir verið veittir árlega af hálfu félagsmálaráðuneytisins, nú velferðarráðuneytisins. Upphaflega var markmið styrkveitinganna að draga úr atvinnuleysi í röðum kvenna sem þá var töluvert, jafnframt því að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Þessi markmið eiga við enn í dag. Sú staðreynd blasir við að konur eiga einungis fjórðung fyrirtækja í landinu og því er styrkjunum einnig ætlað að auka hlut þeirra í fyrirtækjarekstri. Enn fremur hafa rannsóknir sýnt að konur fá aðeins fimmtung styrkja sem í boði eru og því er nauðsynlegt að vega upp á móti þeim mun með sértækum styrkveitingum sem þessum. Styrkir til atvinnumála kvenna eru ætlaðir konum sem vinna að góðum viðskiptahugmyndum og verkefnum. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í eigu kvenna og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun. Ekki er nauðsynlegt að vera með starfandi fyrirtæki til að sækja um styrk og því er heimilt að sækja um vegna verkefna á byrjunarstigi en einnig geta þær konur sótt um styrk sem eru að þróa nýjungar í starfandi fyrirtækjum. Unnt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar, vöruþróunar og hönnunar en ekki eru veittir styrkir til framkvæmda eða vegna stofnkostnaðar. Verkefni sem hlotið hafa styrki í gegnum tíðina eru afar fjölbreytt á sviði framleiðslu, hönnunar og þjónustu af ýmsu tagi. Sem dæmi um styrkveitingar síðustu ára má nefna styrki til þróunar á morgunkorni, barnamat og heilsusamlegum birkisafa, markaðssetningar á blásturshljóðfæraviðgerðum, vöruþróunar á heimagerðum ís, baðhúss í Stykkishólmi auk verkefna á sviði hönnunar af ýmsu tagi. Af þessari upptalningu má sjá að fjölbreytnin er mikil enda kraftur í nýsköpun kvenna um þessar mundir. Í þarfagreiningu sem gerð var í fyrra meðal styrkhafa síðustu ára voru konurnar beðnar um að meta þýðingu styrkjanna fyrir sig. Fyrir utan þann augljósa ávinning að fá fjármuni til að koma verkefnum sínum áfram bar öllum saman um að viðurkenningin sem fólst í styrkveitingu væri þeim afar mikilvæg og hvatning til að halda áfram og vinna enn harðari höndum að því að gera verkefnin að veruleika. Með styrkjum sem þessum er tvímælalaust stuðlað að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu. Ný fyrirtæki hafa litið dagsins ljós sem skapa störf, samfélaginu til hagsbóta. Í ár bárust 338 umsóknir hvaðanæva af landinu og hafa aldrei borist fleiri. 30 milljónir króna eru til úthlutunar og hefur ráðgjafarnefnd metið umsóknir á undanförnum vikum. Að þessu sinni hljóta 42 konur styrki og mun afhendingin fara fram í Víkinni – Sjóminjasafninu í Reykjavík kl. 13.00 í dag. Listi yfir styrkhafa er á heimasíðu verkefnisins, www.atvinnumalkvenna.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Árið 1991 var í fyrsta sinn úthlutað sérstökum styrkjum til atvinnumála kvenna að frumkvæði Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi félagsmálaráðherra. Síðan þá hafa þessir styrkir verið veittir árlega af hálfu félagsmálaráðuneytisins, nú velferðarráðuneytisins. Upphaflega var markmið styrkveitinganna að draga úr atvinnuleysi í röðum kvenna sem þá var töluvert, jafnframt því að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Þessi markmið eiga við enn í dag. Sú staðreynd blasir við að konur eiga einungis fjórðung fyrirtækja í landinu og því er styrkjunum einnig ætlað að auka hlut þeirra í fyrirtækjarekstri. Enn fremur hafa rannsóknir sýnt að konur fá aðeins fimmtung styrkja sem í boði eru og því er nauðsynlegt að vega upp á móti þeim mun með sértækum styrkveitingum sem þessum. Styrkir til atvinnumála kvenna eru ætlaðir konum sem vinna að góðum viðskiptahugmyndum og verkefnum. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í eigu kvenna og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun. Ekki er nauðsynlegt að vera með starfandi fyrirtæki til að sækja um styrk og því er heimilt að sækja um vegna verkefna á byrjunarstigi en einnig geta þær konur sótt um styrk sem eru að þróa nýjungar í starfandi fyrirtækjum. Unnt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar, vöruþróunar og hönnunar en ekki eru veittir styrkir til framkvæmda eða vegna stofnkostnaðar. Verkefni sem hlotið hafa styrki í gegnum tíðina eru afar fjölbreytt á sviði framleiðslu, hönnunar og þjónustu af ýmsu tagi. Sem dæmi um styrkveitingar síðustu ára má nefna styrki til þróunar á morgunkorni, barnamat og heilsusamlegum birkisafa, markaðssetningar á blásturshljóðfæraviðgerðum, vöruþróunar á heimagerðum ís, baðhúss í Stykkishólmi auk verkefna á sviði hönnunar af ýmsu tagi. Af þessari upptalningu má sjá að fjölbreytnin er mikil enda kraftur í nýsköpun kvenna um þessar mundir. Í þarfagreiningu sem gerð var í fyrra meðal styrkhafa síðustu ára voru konurnar beðnar um að meta þýðingu styrkjanna fyrir sig. Fyrir utan þann augljósa ávinning að fá fjármuni til að koma verkefnum sínum áfram bar öllum saman um að viðurkenningin sem fólst í styrkveitingu væri þeim afar mikilvæg og hvatning til að halda áfram og vinna enn harðari höndum að því að gera verkefnin að veruleika. Með styrkjum sem þessum er tvímælalaust stuðlað að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu. Ný fyrirtæki hafa litið dagsins ljós sem skapa störf, samfélaginu til hagsbóta. Í ár bárust 338 umsóknir hvaðanæva af landinu og hafa aldrei borist fleiri. 30 milljónir króna eru til úthlutunar og hefur ráðgjafarnefnd metið umsóknir á undanförnum vikum. Að þessu sinni hljóta 42 konur styrki og mun afhendingin fara fram í Víkinni – Sjóminjasafninu í Reykjavík kl. 13.00 í dag. Listi yfir styrkhafa er á heimasíðu verkefnisins, www.atvinnumalkvenna.is.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun