Landið mitt góða Haraldur F. Gíslason skrifar 3. maí 2011 06:00 Ég bý í stórkostlegu landi. Hér er hreint loft, drykkjarhæft vatn úr krananum, náttúruauðlindir sem fáar þjóðir geta státað sig af og frábært veður. Nei, glens í mér. Veðrið er ekkert frábært. Veður hefur samt aldrei haft mikil áhrif á mig. Veður er bara veður, þú breytir því ekkert. Vissulega er gaman að hafa sól og blíðu en samt ekki alltaf. Ég hef farið í sólarlandaferðir og alltaf finnst mér jafn óþægilegt að geta ekki opnað gluggann og fundið svalan vind leika um mig. Mér finnst gott að lenda í Keflavík í suðsuðaustan sódavatni og finna rigninguna berja andlitið. Þannig er Ísland, við breytum því ekki. Það er samt fullt af hlutum á Íslandi sem við getum breytt. Þar er ekki allt í lagi hvernig við skiptum piztsunni. Mig langaði ekki að nota orðið „þjóðarkaka“, það er eitthvað svo mikil pólitík í því. Samt er pitsa ekki beint þjóðlegur matur en það er reyndar kaka ekki heldur. Það er ekki í lagi að fiskiprinsar séu í skrúfusleik við sjálfan sig. Þeir ætla að ráða því áfram hvernig pitsunni er skipt. Fiskipitsa er ekki vinsæl á Íslandi í dag. Það eru ekki margir sem panta hana. Fiskiprinsar leita nú allra leiða til að halda sinni stóru sneið af pitsunni. Það er svo sem ekkert erfitt að setja sig í spor þeirra. Það langar engan að taka strætó þegar hann getur ferðast um á þyrlum, og þó. Margir segja að fiskiprinsar eigi allt áleggið á pitsunni og þess vegna fái þeir stærstu sneiðina. Samt sækja þeir ekki áleggið sjálfir heldur láta sæhetjur um áleggssöfnunina. Sæhetjur eru hörkunaglar, ég fíla sæhetjur. Það er ekki í lagi að leikskólakennarar fái bara rétt að narta í skorpuna á pitsunni. Sumir segja að leikskólakennarar skapi engin verðmæti. Það er heimskulegt tal. Góður leikskólakennari getur skapað meiri verðmæti á starfsævi sinni en fiskiprins getur nokkurn tímann dreymt um. Leikskólakennari er með beinan aðgang að einstaklingi á mest mótandi tíma ævi hans. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Stundum hendir sæhetja litlum fiskum í sjóinn því að fiskiprinsar fá meiri pening fyrir stóra fiska. Það er kallað brottkast. Leikskólakennari fær jafn lítinn pening fyrir stóran einstakling og lítinn einstakling. Allir einstaklingar eru honum jafn verðmætir. Stundum neyðist góður leikskólakennari til að finna sér annan starfsvettvang vegna þess að hann getur ekki keypt fisk fyrir launin sem hann fær fyrir að kenna öllum jafn verðmætu einstaklingunum. Það er kallað brottfall. Nú fer í hönd tími þar sem leikskólakennarar ætla að berjast með kjafti og klóm gegn brottfalli. Við erum búin að fá nóg af innihaldslausum upphrópunum um mikilvægi okkar. Við viljum að mikilvægi okkar verði metið eftir því hversu mikinn fisk við getum keypt um hver mánaðamót. Við erum mjög sanngjörn í okkar kröfum. Leikskólakennarar hafa dregist aftur úr öðrum stéttum með svipaða menntun. Það verðum við að laga og það strax, annars verður mikið brottfall úr stéttinni og því megum við alls ekki við. Við biðjum um stuðning ykkar kæra þjóð. Hvernig landi viljum við búa í? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Ég bý í stórkostlegu landi. Hér er hreint loft, drykkjarhæft vatn úr krananum, náttúruauðlindir sem fáar þjóðir geta státað sig af og frábært veður. Nei, glens í mér. Veðrið er ekkert frábært. Veður hefur samt aldrei haft mikil áhrif á mig. Veður er bara veður, þú breytir því ekkert. Vissulega er gaman að hafa sól og blíðu en samt ekki alltaf. Ég hef farið í sólarlandaferðir og alltaf finnst mér jafn óþægilegt að geta ekki opnað gluggann og fundið svalan vind leika um mig. Mér finnst gott að lenda í Keflavík í suðsuðaustan sódavatni og finna rigninguna berja andlitið. Þannig er Ísland, við breytum því ekki. Það er samt fullt af hlutum á Íslandi sem við getum breytt. Þar er ekki allt í lagi hvernig við skiptum piztsunni. Mig langaði ekki að nota orðið „þjóðarkaka“, það er eitthvað svo mikil pólitík í því. Samt er pitsa ekki beint þjóðlegur matur en það er reyndar kaka ekki heldur. Það er ekki í lagi að fiskiprinsar séu í skrúfusleik við sjálfan sig. Þeir ætla að ráða því áfram hvernig pitsunni er skipt. Fiskipitsa er ekki vinsæl á Íslandi í dag. Það eru ekki margir sem panta hana. Fiskiprinsar leita nú allra leiða til að halda sinni stóru sneið af pitsunni. Það er svo sem ekkert erfitt að setja sig í spor þeirra. Það langar engan að taka strætó þegar hann getur ferðast um á þyrlum, og þó. Margir segja að fiskiprinsar eigi allt áleggið á pitsunni og þess vegna fái þeir stærstu sneiðina. Samt sækja þeir ekki áleggið sjálfir heldur láta sæhetjur um áleggssöfnunina. Sæhetjur eru hörkunaglar, ég fíla sæhetjur. Það er ekki í lagi að leikskólakennarar fái bara rétt að narta í skorpuna á pitsunni. Sumir segja að leikskólakennarar skapi engin verðmæti. Það er heimskulegt tal. Góður leikskólakennari getur skapað meiri verðmæti á starfsævi sinni en fiskiprins getur nokkurn tímann dreymt um. Leikskólakennari er með beinan aðgang að einstaklingi á mest mótandi tíma ævi hans. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Stundum hendir sæhetja litlum fiskum í sjóinn því að fiskiprinsar fá meiri pening fyrir stóra fiska. Það er kallað brottkast. Leikskólakennari fær jafn lítinn pening fyrir stóran einstakling og lítinn einstakling. Allir einstaklingar eru honum jafn verðmætir. Stundum neyðist góður leikskólakennari til að finna sér annan starfsvettvang vegna þess að hann getur ekki keypt fisk fyrir launin sem hann fær fyrir að kenna öllum jafn verðmætu einstaklingunum. Það er kallað brottfall. Nú fer í hönd tími þar sem leikskólakennarar ætla að berjast með kjafti og klóm gegn brottfalli. Við erum búin að fá nóg af innihaldslausum upphrópunum um mikilvægi okkar. Við viljum að mikilvægi okkar verði metið eftir því hversu mikinn fisk við getum keypt um hver mánaðamót. Við erum mjög sanngjörn í okkar kröfum. Leikskólakennarar hafa dregist aftur úr öðrum stéttum með svipaða menntun. Það verðum við að laga og það strax, annars verður mikið brottfall úr stéttinni og því megum við alls ekki við. Við biðjum um stuðning ykkar kæra þjóð. Hvernig landi viljum við búa í?
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun