Landið mitt góða Haraldur F. Gíslason skrifar 3. maí 2011 06:00 Ég bý í stórkostlegu landi. Hér er hreint loft, drykkjarhæft vatn úr krananum, náttúruauðlindir sem fáar þjóðir geta státað sig af og frábært veður. Nei, glens í mér. Veðrið er ekkert frábært. Veður hefur samt aldrei haft mikil áhrif á mig. Veður er bara veður, þú breytir því ekkert. Vissulega er gaman að hafa sól og blíðu en samt ekki alltaf. Ég hef farið í sólarlandaferðir og alltaf finnst mér jafn óþægilegt að geta ekki opnað gluggann og fundið svalan vind leika um mig. Mér finnst gott að lenda í Keflavík í suðsuðaustan sódavatni og finna rigninguna berja andlitið. Þannig er Ísland, við breytum því ekki. Það er samt fullt af hlutum á Íslandi sem við getum breytt. Þar er ekki allt í lagi hvernig við skiptum piztsunni. Mig langaði ekki að nota orðið „þjóðarkaka“, það er eitthvað svo mikil pólitík í því. Samt er pitsa ekki beint þjóðlegur matur en það er reyndar kaka ekki heldur. Það er ekki í lagi að fiskiprinsar séu í skrúfusleik við sjálfan sig. Þeir ætla að ráða því áfram hvernig pitsunni er skipt. Fiskipitsa er ekki vinsæl á Íslandi í dag. Það eru ekki margir sem panta hana. Fiskiprinsar leita nú allra leiða til að halda sinni stóru sneið af pitsunni. Það er svo sem ekkert erfitt að setja sig í spor þeirra. Það langar engan að taka strætó þegar hann getur ferðast um á þyrlum, og þó. Margir segja að fiskiprinsar eigi allt áleggið á pitsunni og þess vegna fái þeir stærstu sneiðina. Samt sækja þeir ekki áleggið sjálfir heldur láta sæhetjur um áleggssöfnunina. Sæhetjur eru hörkunaglar, ég fíla sæhetjur. Það er ekki í lagi að leikskólakennarar fái bara rétt að narta í skorpuna á pitsunni. Sumir segja að leikskólakennarar skapi engin verðmæti. Það er heimskulegt tal. Góður leikskólakennari getur skapað meiri verðmæti á starfsævi sinni en fiskiprins getur nokkurn tímann dreymt um. Leikskólakennari er með beinan aðgang að einstaklingi á mest mótandi tíma ævi hans. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Stundum hendir sæhetja litlum fiskum í sjóinn því að fiskiprinsar fá meiri pening fyrir stóra fiska. Það er kallað brottkast. Leikskólakennari fær jafn lítinn pening fyrir stóran einstakling og lítinn einstakling. Allir einstaklingar eru honum jafn verðmætir. Stundum neyðist góður leikskólakennari til að finna sér annan starfsvettvang vegna þess að hann getur ekki keypt fisk fyrir launin sem hann fær fyrir að kenna öllum jafn verðmætu einstaklingunum. Það er kallað brottfall. Nú fer í hönd tími þar sem leikskólakennarar ætla að berjast með kjafti og klóm gegn brottfalli. Við erum búin að fá nóg af innihaldslausum upphrópunum um mikilvægi okkar. Við viljum að mikilvægi okkar verði metið eftir því hversu mikinn fisk við getum keypt um hver mánaðamót. Við erum mjög sanngjörn í okkar kröfum. Leikskólakennarar hafa dregist aftur úr öðrum stéttum með svipaða menntun. Það verðum við að laga og það strax, annars verður mikið brottfall úr stéttinni og því megum við alls ekki við. Við biðjum um stuðning ykkar kæra þjóð. Hvernig landi viljum við búa í? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Ég bý í stórkostlegu landi. Hér er hreint loft, drykkjarhæft vatn úr krananum, náttúruauðlindir sem fáar þjóðir geta státað sig af og frábært veður. Nei, glens í mér. Veðrið er ekkert frábært. Veður hefur samt aldrei haft mikil áhrif á mig. Veður er bara veður, þú breytir því ekkert. Vissulega er gaman að hafa sól og blíðu en samt ekki alltaf. Ég hef farið í sólarlandaferðir og alltaf finnst mér jafn óþægilegt að geta ekki opnað gluggann og fundið svalan vind leika um mig. Mér finnst gott að lenda í Keflavík í suðsuðaustan sódavatni og finna rigninguna berja andlitið. Þannig er Ísland, við breytum því ekki. Það er samt fullt af hlutum á Íslandi sem við getum breytt. Þar er ekki allt í lagi hvernig við skiptum piztsunni. Mig langaði ekki að nota orðið „þjóðarkaka“, það er eitthvað svo mikil pólitík í því. Samt er pitsa ekki beint þjóðlegur matur en það er reyndar kaka ekki heldur. Það er ekki í lagi að fiskiprinsar séu í skrúfusleik við sjálfan sig. Þeir ætla að ráða því áfram hvernig pitsunni er skipt. Fiskipitsa er ekki vinsæl á Íslandi í dag. Það eru ekki margir sem panta hana. Fiskiprinsar leita nú allra leiða til að halda sinni stóru sneið af pitsunni. Það er svo sem ekkert erfitt að setja sig í spor þeirra. Það langar engan að taka strætó þegar hann getur ferðast um á þyrlum, og þó. Margir segja að fiskiprinsar eigi allt áleggið á pitsunni og þess vegna fái þeir stærstu sneiðina. Samt sækja þeir ekki áleggið sjálfir heldur láta sæhetjur um áleggssöfnunina. Sæhetjur eru hörkunaglar, ég fíla sæhetjur. Það er ekki í lagi að leikskólakennarar fái bara rétt að narta í skorpuna á pitsunni. Sumir segja að leikskólakennarar skapi engin verðmæti. Það er heimskulegt tal. Góður leikskólakennari getur skapað meiri verðmæti á starfsævi sinni en fiskiprins getur nokkurn tímann dreymt um. Leikskólakennari er með beinan aðgang að einstaklingi á mest mótandi tíma ævi hans. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Stundum hendir sæhetja litlum fiskum í sjóinn því að fiskiprinsar fá meiri pening fyrir stóra fiska. Það er kallað brottkast. Leikskólakennari fær jafn lítinn pening fyrir stóran einstakling og lítinn einstakling. Allir einstaklingar eru honum jafn verðmætir. Stundum neyðist góður leikskólakennari til að finna sér annan starfsvettvang vegna þess að hann getur ekki keypt fisk fyrir launin sem hann fær fyrir að kenna öllum jafn verðmætu einstaklingunum. Það er kallað brottfall. Nú fer í hönd tími þar sem leikskólakennarar ætla að berjast með kjafti og klóm gegn brottfalli. Við erum búin að fá nóg af innihaldslausum upphrópunum um mikilvægi okkar. Við viljum að mikilvægi okkar verði metið eftir því hversu mikinn fisk við getum keypt um hver mánaðamót. Við erum mjög sanngjörn í okkar kröfum. Leikskólakennarar hafa dregist aftur úr öðrum stéttum með svipaða menntun. Það verðum við að laga og það strax, annars verður mikið brottfall úr stéttinni og því megum við alls ekki við. Við biðjum um stuðning ykkar kæra þjóð. Hvernig landi viljum við búa í?
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun